Lærði að ferðast ein eftir skilnað Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 5. febrúar 2019 13:46 Bryndís Alexanders nýtur einverunnar og næsta ferðalag er til Berlínar að hlaupa hálft maraþon. Það getur fylgt því einmanaleiki að skilja við maka sinn og hjá mörgum er stórt skref að læra að vera einsamall. Bryndís Alexandersdóttir gekk í gegnum skilnað fyrir fjórum árum og ákvað að læra að ferðast ein í kjölfarið og varði meðal annars heilli viku ein í Róm í kringum áramótin. Hún segir að breyta þurfi umræðunni um einveru, hún sé ekki tabú. Eftir skilnaðinn upplifði Bryndís mikla ferðaþrá. Á þessum tímamótum myndaðist svigrúm og meiri tími fyrir einveru. Það var tvennt í stöðunni, bíða eftir að finna ferðafélaga eða þá læra að ferðast ein. „Það sem er erfiðast í þessu er að vera einn með sjálfum sér í fyrstu skiptin. Það er aðallega af því að samfélagið segir okkur alltaf að við eigum að vera í hóp eða pörum. Þegar þú ferð út að borða eða í bíó þá sérðu alltaf að fólk er saman. Svo eru auðvitað alltaf einstaklingar í samfélaginu sem að hafa aldrei neinn til að vera með eða kjósa að vera einir. Það er ekkert athugavert við það,“ segir hún. Bryndís segist stundum upplifa í kringum sig að fólk eigi það til að upplifa óöryggi í einverunni. Hún bendir þó á að oft eru það bara eigin hugsanir að þvælast fyrir. „Ég sat einu sinni inni á ofsalega fallegum veitingastað í París. Ég sat ein og hugsað: ég er búin að sitja hérna í þrjá klukkutíma, hlusta á fallega tónlist, ein að borða ofsalega góðan mat og það er ekkert vandræðalegt og ekkert vont í því. Þetta er ekki eins hræðilegt og ég kannski hélt í byrjun,“ segir hún. Á Facebook síðu sinni vakti hún athygli áþessum ferðalögum sínum og ákvað að bjóða öðrum aðstoð. „Þetta er bara spurningin um að vera ekki að hugsa of mikið um það hvað öðrum finnist um að maður er einn. Í útlöndum kannski frekar en á Íslandi, ég veit það ekki, þá er bara fullt af fólki sem er einsamalt, bæði að ferðast vegna vinnu eða bara í fríi. Það er ekki svona tabú að vera einn,“ segir hún. Ferðalög Tengdar fréttir Bryndís ráðin aðstoðarmaður forstjóra Meniga Undanfarin ár hefur Bryndís Alexandersdóttir starfað sem verkefnastjóri í innleiðingarverkefnum hjá Meniga. 16. nóvember 2015 14:00 Var að hlusta á Pál Óskar og Moniku þegar Monika bankaði upp á og bjargaði jólunum Bryndís Alexandersdóttir ákvað að skella sér upp í sumarbústað á aðfangadagsmorgun. Þar ætlaði hún að halda jólin ein þangað til hörpuleikarinn ástsæli Monika Abendroth dúkkaði upp, 26. desember 2017 22:00 Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira
Það getur fylgt því einmanaleiki að skilja við maka sinn og hjá mörgum er stórt skref að læra að vera einsamall. Bryndís Alexandersdóttir gekk í gegnum skilnað fyrir fjórum árum og ákvað að læra að ferðast ein í kjölfarið og varði meðal annars heilli viku ein í Róm í kringum áramótin. Hún segir að breyta þurfi umræðunni um einveru, hún sé ekki tabú. Eftir skilnaðinn upplifði Bryndís mikla ferðaþrá. Á þessum tímamótum myndaðist svigrúm og meiri tími fyrir einveru. Það var tvennt í stöðunni, bíða eftir að finna ferðafélaga eða þá læra að ferðast ein. „Það sem er erfiðast í þessu er að vera einn með sjálfum sér í fyrstu skiptin. Það er aðallega af því að samfélagið segir okkur alltaf að við eigum að vera í hóp eða pörum. Þegar þú ferð út að borða eða í bíó þá sérðu alltaf að fólk er saman. Svo eru auðvitað alltaf einstaklingar í samfélaginu sem að hafa aldrei neinn til að vera með eða kjósa að vera einir. Það er ekkert athugavert við það,“ segir hún. Bryndís segist stundum upplifa í kringum sig að fólk eigi það til að upplifa óöryggi í einverunni. Hún bendir þó á að oft eru það bara eigin hugsanir að þvælast fyrir. „Ég sat einu sinni inni á ofsalega fallegum veitingastað í París. Ég sat ein og hugsað: ég er búin að sitja hérna í þrjá klukkutíma, hlusta á fallega tónlist, ein að borða ofsalega góðan mat og það er ekkert vandræðalegt og ekkert vont í því. Þetta er ekki eins hræðilegt og ég kannski hélt í byrjun,“ segir hún. Á Facebook síðu sinni vakti hún athygli áþessum ferðalögum sínum og ákvað að bjóða öðrum aðstoð. „Þetta er bara spurningin um að vera ekki að hugsa of mikið um það hvað öðrum finnist um að maður er einn. Í útlöndum kannski frekar en á Íslandi, ég veit það ekki, þá er bara fullt af fólki sem er einsamalt, bæði að ferðast vegna vinnu eða bara í fríi. Það er ekki svona tabú að vera einn,“ segir hún.
Ferðalög Tengdar fréttir Bryndís ráðin aðstoðarmaður forstjóra Meniga Undanfarin ár hefur Bryndís Alexandersdóttir starfað sem verkefnastjóri í innleiðingarverkefnum hjá Meniga. 16. nóvember 2015 14:00 Var að hlusta á Pál Óskar og Moniku þegar Monika bankaði upp á og bjargaði jólunum Bryndís Alexandersdóttir ákvað að skella sér upp í sumarbústað á aðfangadagsmorgun. Þar ætlaði hún að halda jólin ein þangað til hörpuleikarinn ástsæli Monika Abendroth dúkkaði upp, 26. desember 2017 22:00 Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira
Bryndís ráðin aðstoðarmaður forstjóra Meniga Undanfarin ár hefur Bryndís Alexandersdóttir starfað sem verkefnastjóri í innleiðingarverkefnum hjá Meniga. 16. nóvember 2015 14:00
Var að hlusta á Pál Óskar og Moniku þegar Monika bankaði upp á og bjargaði jólunum Bryndís Alexandersdóttir ákvað að skella sér upp í sumarbústað á aðfangadagsmorgun. Þar ætlaði hún að halda jólin ein þangað til hörpuleikarinn ástsæli Monika Abendroth dúkkaði upp, 26. desember 2017 22:00