Lindsey Vonn keyrði út úr brautinni og endaði á öryggisgirðingunni. Hún meiddist ekki og renndi sér niður brautina eftir að hafa fengið smá aðstoð hjá brautarstarfsmönnum.
Hin bandaríska Mikaela Shiffrin vann risastórssvigið, Sofia Goggia frá Ítalíu varð önnur og Corinne Suter frá sviss þriðja. Þetta er fjórði heimsmeistaratitill Mikaela Shiffrin á fjórum heimsmeistaramótum en sá fyrsti í risastórsvigi.
Lindsey Vonn crashes in the final Super-G race of her career https://t.co/ZBb1fawy81pic.twitter.com/i4Q3hq9sk3
— NBC Sports (@NBCSports) February 5, 2019
Lindsey Vonn ætlar samt sem áður að keppa í bruninu á sunnudaginn sem verður þá hennar síðasta keppni á ferlinum.
Lindsey Vonn er nú orðin 34 ára en hún er margverðlaunuð skíðakona frá bæði Ólympíuleikum og heimsmeistaramótum. Engin kona hefur unnið fleiri heimsbikarmót á ferlinum eða 82.
Vonn ætlaði sér að taka metið af Ingemar Stenmark sem hefur unnið fjögur fleiri heimsbikarmót en hún.
Stanslausir verkir í báðum hnjám eftir mörg erfið hnémeiðsli á löngum ferli hafa hinsvegar þvingað hana til að segja þetta gott og gefa upp möguleikann á því að taka metið af Ingemar Stenmark.