Hópur erlendra manna grunaður um stórfelldan sígarettuþjófnað úr Leifsstöð Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. febrúar 2019 10:16 Frá Keflavíkurflugvelli. Vísir/Friðrik Þór Karlmaður á sextugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 5. mars næstkomandi vegna gruns um ítrekaðan þjófnað á varningi úr Fríhöfninni í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Maðurinn er talinn tilheyra hópi erlendra manna sem hafa stundað skipulagðan þjófnað úr flugstöðinni undanfarna mánuði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum Síðast þegar maðurinn var handtekinn í flugstöðinni fundust í fórum hans sjö sígarettukarton, áfengi og ilmvötn, samtals að verðmæti um 125 þúsund krónur. Lögregla telur að maðurinn tilheyri hópi manna af erlendum uppruna sem stundi með skipulögðum hætti þjófnað á dýrum varningi úr verslunum í flugstöðinni, aðallega sígarettum. Fyrst voru höfð afskipti af hópnum í ágúst í fyrra en hluti hans fór þá úr landi. Karlmaðurinn sem var úrskurðaður í gæsluvarðhald er hins vegar búsettur á Íslandi og virðist hann hafa haldið uppteknum hætti. Starfsemi hópsins fór fram með þeim hætti að mennirnir keyptu ódýra flugmiða, mættu á flugvöllinn og tékkuðu sig inn. Í stað þess að fara í flugið eru mennirnir sagðir hafa látið greipar sópa um verslanir í brottfararsal Keflavíkurflugvallar. Upp komst um þjófnaðinn þegar þegar tollverðir í flugstöð Leifs Eiríkssonar stöðvuðu ferðir einstaklinga úr hópnum. Við húsleit á heimilum grunaðra var auk þess lagt hald á talsvert magn sígarettukartona og annars konar varnings sem talinn er þýfi úr verslunum í flugstöðinni. Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Reykjanesbær Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira
Karlmaður á sextugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 5. mars næstkomandi vegna gruns um ítrekaðan þjófnað á varningi úr Fríhöfninni í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Maðurinn er talinn tilheyra hópi erlendra manna sem hafa stundað skipulagðan þjófnað úr flugstöðinni undanfarna mánuði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum Síðast þegar maðurinn var handtekinn í flugstöðinni fundust í fórum hans sjö sígarettukarton, áfengi og ilmvötn, samtals að verðmæti um 125 þúsund krónur. Lögregla telur að maðurinn tilheyri hópi manna af erlendum uppruna sem stundi með skipulögðum hætti þjófnað á dýrum varningi úr verslunum í flugstöðinni, aðallega sígarettum. Fyrst voru höfð afskipti af hópnum í ágúst í fyrra en hluti hans fór þá úr landi. Karlmaðurinn sem var úrskurðaður í gæsluvarðhald er hins vegar búsettur á Íslandi og virðist hann hafa haldið uppteknum hætti. Starfsemi hópsins fór fram með þeim hætti að mennirnir keyptu ódýra flugmiða, mættu á flugvöllinn og tékkuðu sig inn. Í stað þess að fara í flugið eru mennirnir sagðir hafa látið greipar sópa um verslanir í brottfararsal Keflavíkurflugvallar. Upp komst um þjófnaðinn þegar þegar tollverðir í flugstöð Leifs Eiríkssonar stöðvuðu ferðir einstaklinga úr hópnum. Við húsleit á heimilum grunaðra var auk þess lagt hald á talsvert magn sígarettukartona og annars konar varnings sem talinn er þýfi úr verslunum í flugstöðinni.
Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Reykjanesbær Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira