Íbúafundur í Vesturbænum: Lögreglustjóri býst við því að samþykkja lækkun umferðarhraða á Hringbraut Birgir Olgeirsson skrifar 6. febrúar 2019 21:33 Íbúafundurinn fer fram í húsnæði Vesturbæjarskóla. Vísir/Birgir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, býst fastlega við því að hún muni taka jákvætt í það að lækka umferðarhraða á Hringbraut. Borgarstjórn hefur samþykkt að lækka umferðarhraða á Hringbraut, á milli Sæmundargötu og Ánanausta, niður í fjörutíu kílómetra hraða á klukkustund. Það er þó háð samþykki lögreglustjórans sem var mættur á íbúafund í Vesturbæjarskóla í kvöld um bætt öryggi á Hringbraut. Boðað var til íbúafundarins eftir að ekið hafði verið á stúlku á Hringbraut sem var á leið til skóla í janúar síðastliðnum. Íbúar Vesturbæjar kölluðu umsvifalaust eftir aðgerðum frá yfirvöldum og var kallað til íbúafundar þar sem fulltrúar lögreglunnar, borgarinnar, Vegagerðarinnar, Samgöngustofu og samgönguráðuneytinu sátu fyrir svörum. Sigríður Björk sagði á fundinum að málið sé henni kært því hún búi sjálf í hverfinu þar sem börnin hennar stunda nám og tómstundir. Sjálf starfi hún í miðbænum og reynir að fara til og frá vinnu fótgangandi og hjólandi en stöku sinnum á bíl.Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn umferðardeildar höfuðborgarsvæðisins og Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, voru í hópi þeirra sem sátu fyrir svörum á fundinum.Vísir/BirgirÞjónar einnig íbúum á Seltjarnarnesi Sigríður Björk sagði að vissulega gæti það gert gagn að lækka umferðarhraða en hún sagði margt annað þurfa að koma til. Hún nefndi að gríðarlegt umferðarmagn sé á þessari götu því hún þjónar ekki bara Vesturbæjarbúum heldur einnig íbúum Seltjarnarness. Sigríður nefndi einnig að Hringbrautin væri einnig mikilvæg öryggismálum í þessum hluta borgarinnar ef að grípa þyrfti til rýmingaráætlunar og koma þyrfti fólki fljótt af svæðinu, líkt og kom til greina um daginn vegna bruna. Sagði Sigríður að ekki væri nóg að lækka hámarkshraða á Hringbraut til að tryggja öryggi gangandi vegfarenda. Bæta yrði lýsingu og umferðarljósastýringu og bætti við að ef vegur er greiðfær þá auki það líkur á hraðakstri. Á fundinum kom fram að bæta ætti gangbrautaljósastýringu og skipta ætti út öllum gangbrautaljósum á Hringbraut fyrir árið 2020. Þá eru hugmyndir um að fjölga umferðareftirlitsmyndavélum á svæðinu en það þarf að tryggja fjármagn fyrir þeim og fyrir úrvinnslu á gögnum úr þeim.Þessi mynd var tekin að morgni dags við gönguljósin á Hringbraut við Meistaravelli daginn eftir slysið. Ökumaður á jeppa brunar yfir á rauðu ljósi.Vísir/Kolbeinn Tumi240 mál skráð Sigríður Björk sagði að kjarnaverkefni lögreglunnar vegna löggæslu í umferð snúa að akstri undir áhrifum. Með sama hætti fylgist lögreglna með aðkomu að skólum en frá því umferðareftirlit hófst við setningu skóla síðastliðið haust þá hafa 240 mál verið skráð. Sigríður taldi hverfandi líkur á að embætti lögreglustjóra myndi ekki samþykkja tillögur borgarinnar um lækkun umferðarhraða en benti á að samt sem áður þurfti að koma umferð um Hringbraut. Hún sagði að það væri ekki gríðarlegur hraðakstur á Hringbraut miða við mælingar lögreglu.Fjórar hraðamælingar Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn umferðardeildar höfuðborgarsvæðisins, sagði á fundinum að gerðar hefðu verið fjórar hraðamælingar á Hringbraut í janúar síðastliðnum. Ásgeir sagði að meðalhraðinn í þessum mælingum hafi verið minnstur 41 kílómetri á klukkustund og mestur 44 kílómetrar á klukkustund en hraðamælingarnar voru framkvæmdar þegar skilyrði voru sem mest fyrir hraðari umferð, það er að segja þegar umferð var nokkuð létt. Sigríður sagði að þetta væri ekki gríðarlegur hraðakstur nema í undantekningartilvikum. Hún lauk máli sínu á að benda á að öryggi barna á Hringbraut verði ekki tryggt nema að þverunum á Hringbraut með undirgöngum og brúm, en það sé mögulega ekki gerlegt að svo stöddu. Því sé brýnt að auka lýsingu á Hringbrautinni, fjölga myndavélum og gera allt sem er hægt til að auka öryggi á þessum vegi. Reykjavík Samgöngur Seltjarnarnes Umferðaröryggi Tengdar fréttir Vesturbæingar æfir vegna umferðarslyss í morgun Boðað til mótmæla vegna Hringbrautar. 9. janúar 2019 12:53 Brunaði yfir á rauðu ljósi eftir að gangbrautarvörður var farinn Stuðningsfulltrúi við Vesturbæjarskóla var mættur á gönguljósin á gatnamótum Hringbrautar og Meistaravalla í morgun og stóð vaktina frá klukkan átta til rúmlega hálf níu. 10. janúar 2019 10:13 Dregið úr hraða á Hringbrautinni Hámarkshraði á Hringbraut frá Ánanaustum að Sæmundargötu verður lækkaður úr 50 í 40 kílómetra á klukkustund samkvæmt einróma ákvörðun borgarstjórnar í gær. 6. febrúar 2019 06:45 Íbúasamtök Vesturbæjar vilja róttækar breytingar á Hringbraut Íbúasamtök Vesturbæjar kynntu hugmyndir sínar að „öruggum og notendavænum“ útfærslum fyrir gangandi og hjólandi á Hringbraut á fundi sínum með Reykjavíkurborg, Vegagerðinni og lögreglu í gær. 17. janúar 2019 11:19 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, býst fastlega við því að hún muni taka jákvætt í það að lækka umferðarhraða á Hringbraut. Borgarstjórn hefur samþykkt að lækka umferðarhraða á Hringbraut, á milli Sæmundargötu og Ánanausta, niður í fjörutíu kílómetra hraða á klukkustund. Það er þó háð samþykki lögreglustjórans sem var mættur á íbúafund í Vesturbæjarskóla í kvöld um bætt öryggi á Hringbraut. Boðað var til íbúafundarins eftir að ekið hafði verið á stúlku á Hringbraut sem var á leið til skóla í janúar síðastliðnum. Íbúar Vesturbæjar kölluðu umsvifalaust eftir aðgerðum frá yfirvöldum og var kallað til íbúafundar þar sem fulltrúar lögreglunnar, borgarinnar, Vegagerðarinnar, Samgöngustofu og samgönguráðuneytinu sátu fyrir svörum. Sigríður Björk sagði á fundinum að málið sé henni kært því hún búi sjálf í hverfinu þar sem börnin hennar stunda nám og tómstundir. Sjálf starfi hún í miðbænum og reynir að fara til og frá vinnu fótgangandi og hjólandi en stöku sinnum á bíl.Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn umferðardeildar höfuðborgarsvæðisins og Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, voru í hópi þeirra sem sátu fyrir svörum á fundinum.Vísir/BirgirÞjónar einnig íbúum á Seltjarnarnesi Sigríður Björk sagði að vissulega gæti það gert gagn að lækka umferðarhraða en hún sagði margt annað þurfa að koma til. Hún nefndi að gríðarlegt umferðarmagn sé á þessari götu því hún þjónar ekki bara Vesturbæjarbúum heldur einnig íbúum Seltjarnarness. Sigríður nefndi einnig að Hringbrautin væri einnig mikilvæg öryggismálum í þessum hluta borgarinnar ef að grípa þyrfti til rýmingaráætlunar og koma þyrfti fólki fljótt af svæðinu, líkt og kom til greina um daginn vegna bruna. Sagði Sigríður að ekki væri nóg að lækka hámarkshraða á Hringbraut til að tryggja öryggi gangandi vegfarenda. Bæta yrði lýsingu og umferðarljósastýringu og bætti við að ef vegur er greiðfær þá auki það líkur á hraðakstri. Á fundinum kom fram að bæta ætti gangbrautaljósastýringu og skipta ætti út öllum gangbrautaljósum á Hringbraut fyrir árið 2020. Þá eru hugmyndir um að fjölga umferðareftirlitsmyndavélum á svæðinu en það þarf að tryggja fjármagn fyrir þeim og fyrir úrvinnslu á gögnum úr þeim.Þessi mynd var tekin að morgni dags við gönguljósin á Hringbraut við Meistaravelli daginn eftir slysið. Ökumaður á jeppa brunar yfir á rauðu ljósi.Vísir/Kolbeinn Tumi240 mál skráð Sigríður Björk sagði að kjarnaverkefni lögreglunnar vegna löggæslu í umferð snúa að akstri undir áhrifum. Með sama hætti fylgist lögreglna með aðkomu að skólum en frá því umferðareftirlit hófst við setningu skóla síðastliðið haust þá hafa 240 mál verið skráð. Sigríður taldi hverfandi líkur á að embætti lögreglustjóra myndi ekki samþykkja tillögur borgarinnar um lækkun umferðarhraða en benti á að samt sem áður þurfti að koma umferð um Hringbraut. Hún sagði að það væri ekki gríðarlegur hraðakstur á Hringbraut miða við mælingar lögreglu.Fjórar hraðamælingar Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn umferðardeildar höfuðborgarsvæðisins, sagði á fundinum að gerðar hefðu verið fjórar hraðamælingar á Hringbraut í janúar síðastliðnum. Ásgeir sagði að meðalhraðinn í þessum mælingum hafi verið minnstur 41 kílómetri á klukkustund og mestur 44 kílómetrar á klukkustund en hraðamælingarnar voru framkvæmdar þegar skilyrði voru sem mest fyrir hraðari umferð, það er að segja þegar umferð var nokkuð létt. Sigríður sagði að þetta væri ekki gríðarlegur hraðakstur nema í undantekningartilvikum. Hún lauk máli sínu á að benda á að öryggi barna á Hringbraut verði ekki tryggt nema að þverunum á Hringbraut með undirgöngum og brúm, en það sé mögulega ekki gerlegt að svo stöddu. Því sé brýnt að auka lýsingu á Hringbrautinni, fjölga myndavélum og gera allt sem er hægt til að auka öryggi á þessum vegi.
Reykjavík Samgöngur Seltjarnarnes Umferðaröryggi Tengdar fréttir Vesturbæingar æfir vegna umferðarslyss í morgun Boðað til mótmæla vegna Hringbrautar. 9. janúar 2019 12:53 Brunaði yfir á rauðu ljósi eftir að gangbrautarvörður var farinn Stuðningsfulltrúi við Vesturbæjarskóla var mættur á gönguljósin á gatnamótum Hringbrautar og Meistaravalla í morgun og stóð vaktina frá klukkan átta til rúmlega hálf níu. 10. janúar 2019 10:13 Dregið úr hraða á Hringbrautinni Hámarkshraði á Hringbraut frá Ánanaustum að Sæmundargötu verður lækkaður úr 50 í 40 kílómetra á klukkustund samkvæmt einróma ákvörðun borgarstjórnar í gær. 6. febrúar 2019 06:45 Íbúasamtök Vesturbæjar vilja róttækar breytingar á Hringbraut Íbúasamtök Vesturbæjar kynntu hugmyndir sínar að „öruggum og notendavænum“ útfærslum fyrir gangandi og hjólandi á Hringbraut á fundi sínum með Reykjavíkurborg, Vegagerðinni og lögreglu í gær. 17. janúar 2019 11:19 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Vesturbæingar æfir vegna umferðarslyss í morgun Boðað til mótmæla vegna Hringbrautar. 9. janúar 2019 12:53
Brunaði yfir á rauðu ljósi eftir að gangbrautarvörður var farinn Stuðningsfulltrúi við Vesturbæjarskóla var mættur á gönguljósin á gatnamótum Hringbrautar og Meistaravalla í morgun og stóð vaktina frá klukkan átta til rúmlega hálf níu. 10. janúar 2019 10:13
Dregið úr hraða á Hringbrautinni Hámarkshraði á Hringbraut frá Ánanaustum að Sæmundargötu verður lækkaður úr 50 í 40 kílómetra á klukkustund samkvæmt einróma ákvörðun borgarstjórnar í gær. 6. febrúar 2019 06:45
Íbúasamtök Vesturbæjar vilja róttækar breytingar á Hringbraut Íbúasamtök Vesturbæjar kynntu hugmyndir sínar að „öruggum og notendavænum“ útfærslum fyrir gangandi og hjólandi á Hringbraut á fundi sínum með Reykjavíkurborg, Vegagerðinni og lögreglu í gær. 17. janúar 2019 11:19