Nýr flokkur í Póllandi mælist sá þriðji stærsti Atli Ísleifsson skrifar 6. febrúar 2019 23:39 Robert Biedron er 42 ára og starfaði sem borgarstjóri Slupsk í norðvesturhluta landsins á árunum 2014 til 2018. Getty Nýstofnaði stjórnmálaflokkurinn Wiosna, sem útleggst Vor á íslensku, mælist nú sá þriðji stærsti í Póllandi í skoðanakönnunum. Robert Biedron, formaður flokksins, hefur komið eins og stormsveipur inn í pólsk stjórnmál að undanförnu, en hann er samkynhneigður og hefur áður starfað sem borgarstjóri Slupsk. Er ljóst að uppgangur flokksins gæti skapað vandræði fyrir hinn íhaldssama stjórnarflokk, Lög og réttlæti (PiS). Þingkosningar fara fram í landinu síðar á árinu. Biedron kynnti stefnuskrá Wiosna um liðna helgi. Flokkurinn er staðsettur vinstra megin við miðju og gengur þvert gegn stefnu PiS í fjölda mála. Þannig er flokkurinn jákvæður í garð Evrópusamvinnunnar, vill rýmka löggjöf um fóstureyðingar, vill hverfa frá kolanotkun landsins í áföngum fram til ársins 2035 og leggja auknar skattaálögur á hina valdamiklu kaþólsku kirkju í landinu.Vill ná til kjósenda sem mæta vanalega ekki á kjörstað Kosningaþátttaka er jafnan lág í Póllandi og vonast Biedron til að ná til þeirra sem mæta vanalega ekki á kjörstað og þeirra sem eru langþreyttir á stöðugum átökum Póllandsstjórnar og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Biedron hefur sakað ráðamenn PiS um valdamisnotkun og segist munu koma sérstakri sannleiksnefnd á laggirnar til að rannsaka meint brot, komist Wiosna til valda eftir kosningarnar síðar á árinu. Enn á eftir að boða til kosninga, en er ljóst að þær munu í síðasta lagi fara fram í nóvember.Þriðji stærsti Formaðurinn Biedron er 42 ára og starfaði sem borgarstjóri Slupsk í norðvesturhluta landsins, frá 2014 til 2018. Í fyrstu skoðanakönnun TVN, sem gerð er eftir að flokkurinn kynnti stefnuskrána, mælist Wiosna sá þriðji stæsti. Sögðust 14 prósent aðspurðra styðja flokkinn. Stjórnarandstöðuflokkurinn Borgaravettvangur mældist með 20 prósent fylgi og stjórnarflokkurinn PiS 29 prósent. „Breytingar eru mögulegar,“ sagði Biedron, aðspurður um niðurstöður könnunarinnar. Pólland Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Nýstofnaði stjórnmálaflokkurinn Wiosna, sem útleggst Vor á íslensku, mælist nú sá þriðji stærsti í Póllandi í skoðanakönnunum. Robert Biedron, formaður flokksins, hefur komið eins og stormsveipur inn í pólsk stjórnmál að undanförnu, en hann er samkynhneigður og hefur áður starfað sem borgarstjóri Slupsk. Er ljóst að uppgangur flokksins gæti skapað vandræði fyrir hinn íhaldssama stjórnarflokk, Lög og réttlæti (PiS). Þingkosningar fara fram í landinu síðar á árinu. Biedron kynnti stefnuskrá Wiosna um liðna helgi. Flokkurinn er staðsettur vinstra megin við miðju og gengur þvert gegn stefnu PiS í fjölda mála. Þannig er flokkurinn jákvæður í garð Evrópusamvinnunnar, vill rýmka löggjöf um fóstureyðingar, vill hverfa frá kolanotkun landsins í áföngum fram til ársins 2035 og leggja auknar skattaálögur á hina valdamiklu kaþólsku kirkju í landinu.Vill ná til kjósenda sem mæta vanalega ekki á kjörstað Kosningaþátttaka er jafnan lág í Póllandi og vonast Biedron til að ná til þeirra sem mæta vanalega ekki á kjörstað og þeirra sem eru langþreyttir á stöðugum átökum Póllandsstjórnar og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Biedron hefur sakað ráðamenn PiS um valdamisnotkun og segist munu koma sérstakri sannleiksnefnd á laggirnar til að rannsaka meint brot, komist Wiosna til valda eftir kosningarnar síðar á árinu. Enn á eftir að boða til kosninga, en er ljóst að þær munu í síðasta lagi fara fram í nóvember.Þriðji stærsti Formaðurinn Biedron er 42 ára og starfaði sem borgarstjóri Slupsk í norðvesturhluta landsins, frá 2014 til 2018. Í fyrstu skoðanakönnun TVN, sem gerð er eftir að flokkurinn kynnti stefnuskrána, mælist Wiosna sá þriðji stæsti. Sögðust 14 prósent aðspurðra styðja flokkinn. Stjórnarandstöðuflokkurinn Borgaravettvangur mældist með 20 prósent fylgi og stjórnarflokkurinn PiS 29 prósent. „Breytingar eru mögulegar,“ sagði Biedron, aðspurður um niðurstöður könnunarinnar.
Pólland Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira