Bílastæðin fyrir framan verk Gerðar á Tollhúsinu fá að fjúka Atli Ísleifsson skrifar 7. febrúar 2019 20:43 Mósaíkmyndin á Tollhúsinu við Tryggvagötu er líklegast þekktasta verk Gerðar Helgadóttur en það var afhjúpað í septembermánuði 1973. Fréttablaðið/pjetur Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að ráðast í endurhönnun á Naustinni og hluta Tryggvagötu, frá Pósthússtræti að Grófinni. Breytingarnar fela meðal annars í sér að bílastæðin fyrir framan mósaíkverk listakonunnar Gerðar Helgadóttur á Tollhúsinu verði látin víkja. Í bókun meirihlutans í nefndinni segir að fyrir framan verk Gerðar sé „sólríkt svæði sem [muni] nýtast til útiveru fyrir fólk í stað bíla.“ Mósaíkmyndin er líklegast þekktasta verk Gerðar en það var afhjúpað í septembermánuði 1973.1.100 stæða bílakjallari Fulltrúar meirihlutans – þau Sigurborg Ósk Haraldsdóttir Pírati, Kristín Soffía Jónsdóttir og Hjálmar Sveinsson, bæði Samfylkingu og Gunnlaugur Bragi Björnsson, Viðreisn – segja það vera fagnaðarefni að áfram verði haldið með endurhönnun Tryggvagötu. „Endurhönnunin skapar betra borgarrými með breiðari gangstéttum og upphækkuðum gatnamótum. Norðan Tryggvagötu, við mósaíkverk Gerðar Helgadóttur, er sólríkt svæði sem mun nýtast til útiveru fyrir fólk í stað bíla. Því skal einnig haldið til haga að við hlið Tollhússins, undir Hafnartorgi, opnar innan skamms bílakjallari með 1.100 bílastæðum auk þess sem áfram verða bílastæði í götukanti sunnan Tryggvagötu. Bílastæðum í miðborginni er því áfram að fjölga en ekki fækka líkt og oft er haldið fram,“ segir í bókun fulltrúa meirihlutans í ráðinu.Við samþykktum í skipulags- og samgönguráði að ráðast í endurhönnun Tryggvagötu. Bílastæðin við listaverk Gerðar Helgadóttur verða fjarlægð og þar gert pláss fyrir fólk og skemmtilegt borgarrými.#aðforin#betriborgpic.twitter.com/L6pQk1Dpek — Sigurborg Ósk Haraldsdóttir (@SigurborgOsk) February 7, 2019Miðflokksmenn leggjast gegn breytingunum Fulltrúi Miðflokksins, Baldur Borgþórsson, segir Miðflokkinn leggjast gegn fækkun bílastæða við Tollhúsið í Tryggvagötu við núverandi aðstæður. „Um er að ræða þjónustu sem er mikið sótt af borgurum jafnt sem fyrirtækjum og mun útrýming bílastæða við húsið valda miklu ónæði fyrir viðskiptavini Tollstjóraembættisins. Fari svo að Tollstjóraembættið flytji annað, eða sambærilegur kostur hvað varðar aðgengi viðskiptavina er tilbúinn til notkunar er sjálfsagt að endurskoða málið,“ segir í bókun fulltrúa Miðflokksins.Góð upplýsingagjöf Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í ráðinu nefna í sinni bókun að áherslu skuli lögð á góða upplýsingagjöf og hvetja umhverfis- og skipulagssvið til að kynna sérstaklega þau bílastæðahús sem aðgengileg séu viðskiptavinum, starfsfólki og öðrum þeim sem sækja miðborgina heim. Undir þetta rita þau Hildur Björnsdóttir, Ólafur Kr. Guðmundsson og Valgerður Sigurðardóttir, fulltrúar Sjálfstæðisflokks í skipulags- og samgönguráði. Borgarstjórn Reykjavík Styttur og útilistaverk Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að ráðast í endurhönnun á Naustinni og hluta Tryggvagötu, frá Pósthússtræti að Grófinni. Breytingarnar fela meðal annars í sér að bílastæðin fyrir framan mósaíkverk listakonunnar Gerðar Helgadóttur á Tollhúsinu verði látin víkja. Í bókun meirihlutans í nefndinni segir að fyrir framan verk Gerðar sé „sólríkt svæði sem [muni] nýtast til útiveru fyrir fólk í stað bíla.“ Mósaíkmyndin er líklegast þekktasta verk Gerðar en það var afhjúpað í septembermánuði 1973.1.100 stæða bílakjallari Fulltrúar meirihlutans – þau Sigurborg Ósk Haraldsdóttir Pírati, Kristín Soffía Jónsdóttir og Hjálmar Sveinsson, bæði Samfylkingu og Gunnlaugur Bragi Björnsson, Viðreisn – segja það vera fagnaðarefni að áfram verði haldið með endurhönnun Tryggvagötu. „Endurhönnunin skapar betra borgarrými með breiðari gangstéttum og upphækkuðum gatnamótum. Norðan Tryggvagötu, við mósaíkverk Gerðar Helgadóttur, er sólríkt svæði sem mun nýtast til útiveru fyrir fólk í stað bíla. Því skal einnig haldið til haga að við hlið Tollhússins, undir Hafnartorgi, opnar innan skamms bílakjallari með 1.100 bílastæðum auk þess sem áfram verða bílastæði í götukanti sunnan Tryggvagötu. Bílastæðum í miðborginni er því áfram að fjölga en ekki fækka líkt og oft er haldið fram,“ segir í bókun fulltrúa meirihlutans í ráðinu.Við samþykktum í skipulags- og samgönguráði að ráðast í endurhönnun Tryggvagötu. Bílastæðin við listaverk Gerðar Helgadóttur verða fjarlægð og þar gert pláss fyrir fólk og skemmtilegt borgarrými.#aðforin#betriborgpic.twitter.com/L6pQk1Dpek — Sigurborg Ósk Haraldsdóttir (@SigurborgOsk) February 7, 2019Miðflokksmenn leggjast gegn breytingunum Fulltrúi Miðflokksins, Baldur Borgþórsson, segir Miðflokkinn leggjast gegn fækkun bílastæða við Tollhúsið í Tryggvagötu við núverandi aðstæður. „Um er að ræða þjónustu sem er mikið sótt af borgurum jafnt sem fyrirtækjum og mun útrýming bílastæða við húsið valda miklu ónæði fyrir viðskiptavini Tollstjóraembættisins. Fari svo að Tollstjóraembættið flytji annað, eða sambærilegur kostur hvað varðar aðgengi viðskiptavina er tilbúinn til notkunar er sjálfsagt að endurskoða málið,“ segir í bókun fulltrúa Miðflokksins.Góð upplýsingagjöf Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í ráðinu nefna í sinni bókun að áherslu skuli lögð á góða upplýsingagjöf og hvetja umhverfis- og skipulagssvið til að kynna sérstaklega þau bílastæðahús sem aðgengileg séu viðskiptavinum, starfsfólki og öðrum þeim sem sækja miðborgina heim. Undir þetta rita þau Hildur Björnsdóttir, Ólafur Kr. Guðmundsson og Valgerður Sigurðardóttir, fulltrúar Sjálfstæðisflokks í skipulags- og samgönguráði.
Borgarstjórn Reykjavík Styttur og útilistaverk Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira