Reynolds leigði einkaflugvél fyrir Elísabetu þegar hún greindist með krabbamein á lokastigi Stefán Árni Pálsson skrifar 8. febrúar 2019 10:30 Elísabet þykir einn færasti klippari heims. Vala Matt hitti Elísabetu Ronaldsdóttur í þættinum Ísland í dag í gærkvöldi en hún er ein af bestu kvikmyndaklippurum heims. Elísabet var á dögunum tilnefnd til Eddie-verðlaunanna sem besti kvikmyndaklippari Ameríku fyrir myndina Deadpool 2 með Ryan Reynolds. Í miðri klippivinnu veiktist Elísabet af krabbameini og var nær dauða en lífi. Og þá tóku Hollywood stjarnan Ryan Reynolds og leikstjóri myndarinnar til sinna ráða og leigðu einkaflugvél og flugu með hana til Los Angeles til að koma henni í réttar læknishendur. „Það er alltaf gaman að fá tilnefningar, ég neita því ekkert og þetta var bara frábær endir á ömurlegu ári,“ segir Elísabet. „Við erum sem sagt að taka upp í Vancouver Deadpool sem var mjög skemmtilegt og bara allt í einu hætti líkaminn að vinna. Ég fór að finna fyrir mikilli þreytu og hætti að geta borðað. Svo kom í ljós að ég var með æxli á brisinu, krabbamein og æxli sem kallast sortuæxli í brisi. Ég er svo ótrúlega heppin að það var ekki alveg að haga sér eins og það á að gera. Þetta á það til að dreifa sér rosalega hratt en það gerðist ekki í mínu tilfelli.“Leyndarmálið sem var ekki hægt að halda leyndu Þegar þarna er komið við sögu gripu þeir Ryan Reynolds og leikstjórinn David Leitch inn í. „Ég er komin inn á spítala og er búinn að vera þar í tvo mánuði og búin að fá dauðadóm. Það átti að gefa mér sex mánuði með lyfjagjöf því ég var með þetta á lokastigi. Það var öllum mjög brugðið því þetta gerðist svo skyndilega,“ segir Elísabet en samstarfsfélagar hennar fundu þá sérfræðing í þessari tegund af krabbameini. „Þá þurfti að koma mér til hans í Los Angeles og ég man þegar ég vaknaði í Los Angeles sagði ég við son minn, vá ég vissi ekki að ég væri með svona góða tryggingu. Máni sonur minn varð allur skrýtinn á svipinn og ákvað að segja mér sannleikann. Þá sem sagt borguðu þau flugið undir mig. Ryan og David og allt liðið.“ Svo í framhaldinu var búið til sérstakt klippiherbergi fyrir hana því þeir vildu ekki missa hana frá klippivinnunni.Innslagið í heild sinni má sjá hér að neðan. Bíó og sjónvarp Mest lesið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Setur „Hafnarfjarðarhreysið“ á sölu eftir endurbætur Lífið Versti óttinn að raungerast Lífið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Fleiri fréttir Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Sjá meira
Vala Matt hitti Elísabetu Ronaldsdóttur í þættinum Ísland í dag í gærkvöldi en hún er ein af bestu kvikmyndaklippurum heims. Elísabet var á dögunum tilnefnd til Eddie-verðlaunanna sem besti kvikmyndaklippari Ameríku fyrir myndina Deadpool 2 með Ryan Reynolds. Í miðri klippivinnu veiktist Elísabet af krabbameini og var nær dauða en lífi. Og þá tóku Hollywood stjarnan Ryan Reynolds og leikstjóri myndarinnar til sinna ráða og leigðu einkaflugvél og flugu með hana til Los Angeles til að koma henni í réttar læknishendur. „Það er alltaf gaman að fá tilnefningar, ég neita því ekkert og þetta var bara frábær endir á ömurlegu ári,“ segir Elísabet. „Við erum sem sagt að taka upp í Vancouver Deadpool sem var mjög skemmtilegt og bara allt í einu hætti líkaminn að vinna. Ég fór að finna fyrir mikilli þreytu og hætti að geta borðað. Svo kom í ljós að ég var með æxli á brisinu, krabbamein og æxli sem kallast sortuæxli í brisi. Ég er svo ótrúlega heppin að það var ekki alveg að haga sér eins og það á að gera. Þetta á það til að dreifa sér rosalega hratt en það gerðist ekki í mínu tilfelli.“Leyndarmálið sem var ekki hægt að halda leyndu Þegar þarna er komið við sögu gripu þeir Ryan Reynolds og leikstjórinn David Leitch inn í. „Ég er komin inn á spítala og er búinn að vera þar í tvo mánuði og búin að fá dauðadóm. Það átti að gefa mér sex mánuði með lyfjagjöf því ég var með þetta á lokastigi. Það var öllum mjög brugðið því þetta gerðist svo skyndilega,“ segir Elísabet en samstarfsfélagar hennar fundu þá sérfræðing í þessari tegund af krabbameini. „Þá þurfti að koma mér til hans í Los Angeles og ég man þegar ég vaknaði í Los Angeles sagði ég við son minn, vá ég vissi ekki að ég væri með svona góða tryggingu. Máni sonur minn varð allur skrýtinn á svipinn og ákvað að segja mér sannleikann. Þá sem sagt borguðu þau flugið undir mig. Ryan og David og allt liðið.“ Svo í framhaldinu var búið til sérstakt klippiherbergi fyrir hana því þeir vildu ekki missa hana frá klippivinnunni.Innslagið í heild sinni má sjá hér að neðan.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Setur „Hafnarfjarðarhreysið“ á sölu eftir endurbætur Lífið Versti óttinn að raungerast Lífið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Fleiri fréttir Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Sjá meira