Umfjöllun og viðtöl: Valur - ÍR 82-83 | ÍR-ingar í bílstjórasætinu á Hlíðarenda Þór Símon Hafþórsson í Origo-höllinni að Hlíðarenda skrifar 8. febrúar 2019 21:30 vísir/bára ÍR heimsótti Val í kvöld í 18. umferð Dominos deild karla í körfubolta. Um var að ræða mikilvægan leik fyrir bæði lið en bæði lið þurftu nauðsynlega á báðum stigunum að halda. Bæði lið áttu fyrir leik möguleika á að blanda sér í baráttuna um sæti í úrslitakeppninni en Valsmenn eru einnig í fallbaráttu. ÍR-ingar byrjuðu betur og tóku myndarlega átta stiga forystu í upphafi leiks. Stuttu síðar voru Valsmenn þó búnir að minnka muninn í einungis eitt stig er fyrsta leikhluta lauk var staðan 25-26, ÍR í vil. Þetta átti eftir að reynast vera mynstrið sem leikurinn fylgdi af mikilli trúfestu. ÍR náði í góða forystu, Valur minnkaði muninn eða jafnvel komst yfir bara til þess að missa gestina aftur langt fram úr sér. Staðan í hálfleik var 42-44, ÍR í vil, en Valsmenn mættu dýrvitlausir inn í seinni hálfleikinn og hófu hann með tveimur þristum frá Gunnari Inga bara til þess að vera átta stigum undir tveimur mínútum síðar. Þriðja leikhluta lauk svo með stöðuna tiltölulega jafna, 60-64, en að nýju voru Valsmenn mjög gestrisnir og hleyptu ÍR-ingum langt frá sér bara til þess að minnka muninn að nýju í 5. Skiptið í leiknum. Lokasekúndurnar voru ágætlega spennandi en eftir að hafa brennt mig á endurkomu Valsmanna í fjölmörg skipti fyrr í leiknum var alltaf tilfinningin sú að liðið gæti einfaldlega ekki klárað endurkomu að alvöru. Það reyndist rétt því ÍR-ingar lönduðu á endanum eins stigs sigur, 82-83, sem lætur leikinn hljóma mun jafnari en hann var í raun og veru. Fyllilega verðskuldaður sigur ÍR staðreynd.Afhverju vann ÍR? ÍR var betra liðið frá upphafi til enda en tókst einhvern veginn að hleypa Valsmönnum aftur í leikinn í fjölmörg skipti. ÍR átti góðar 7-8 mínútur í röð og byggði upp forystu bara til þess að missa hana á tveimur mínútum. ÍR var með töluvert betri nýtingu í tveggja stiga skotum og af vítalínunni en hinsvegar var þriggja stiga nýtingin þeirra alveg hrikalega slöpp 12% úr 16 skotum. Hverjir stóðu upp úr? Sigurður Gunnar Þorsteinnson átti virkilega flottan leik eins og við er að búast en Ísfirðingurinn skoraði 17 stig og tók 11 fráköst. Hjá Valsmönnum var Dion Rambo mjög áberandi og átti 10 stoðsendingar ásamt því að skora 17 stig og stela boltanum fjórum sinnum. Hvað gekk illa? Það hinsvegar breytir ekki því að Dion Rambo, þrátt fyrir að vera góður að leggja upp og stela boltanum þá er skotnýtingin hans ekki boðleg. Hann skoraði einungis úr 6 af 21 skotum sínum í leiknum. Fjórir, og stundum galopnir, þristar fóru forgörðu úr fjórum tilraunum og hann skoraði einunigs úr 5/10 vítaskotum sínum. Fyrir mann sem er gífurlega flinkur með boltann og jafn mikilvægur fyrir sóknarleik Valsmanna þá er það stór hængur á hans leik að hann gæti varla sett boltann ofan í körfuna þó líf hans lægi við. Hvað gerist næst? Valsmenn fara í langt hlé áður en liðið mætir Skallagrím í næsta mánuði í risa leik en ÍR mætir Stjörnunni á fimmtudaginn næsta í undanúrslitum bikarsins.Ágúst: Vantaði upp á einbeitinguna okkar „Ég er vonsvikinn. Ég held við áttum að ná betri úrslitum en þetta,“ sagði Ágúst Björgvinsson, þjálfari Val í leikslok. „Það vantaði upp á einbeitinguna og við tókum ekki nógu góðar ákvarðanir og sérstaklega þegar þeir náðu nokkrum körfum í röð. Þeir áttu nokkur 10-0 áhlaup á okkur og stærsta var held ég 14-0,“ sagði Ágúst en Valsmenn misstu ÍR ítrekað langt frá sér á stuttum tíma. „Úrslitakeppnin virtist vera úr sögunni fyrir leikinn í kvöld miðað við hvernig leikirnir í kringum okkur voru að þróast. Ég hef sagt það nokkrum sinnum en við erum bara að taka einn leik fyrir í einu og það vantaði grátlega lítið upp á í kvöld,“ sagði Ágúst en þó svo að úrslitakeppnin sé endanlega úr sögunni þá er ljóst að síðustu fjórir leikir liðsins í deildinni verða mikilvægir en liðið er í bullandi fallbaráttu. „Það voru mörg atriði í kvöld sem voru alls ekki nógu góð hjá okkur sem ég skrifa á skort á einbeitingu,“ sagði Ágúst en það er ljóst að einbeitingin þarf að vera í lagi er liðið mætir Skallagrím í næstu umferð í sannkölluðum fallbaráttuslag.Borche: Óska Valsmönnum alls hins besta Borche Ilievski, þjálfari ÍR, var skiljanlega sáttur eftir sigur hans manna á Val í kvöld. „Ég er mjög ánægður með sigurinn. Við vissum að þetta yrði erfitt í kvöld. Leikurinn var mikilvægur fyrir bæði lið og nú munum við berjast við Hauka um sæti í úrslitakeppninni og Valur við Skallagrím um sæti í deildinni,“ sagði Borche en þar að auki mun ÍR berjast við Grindavík en þessi þrjú lið eru með jafnmörg stig í deildinni í 9.-7. sætum deildarinnar. Borche tók undir með undirrituðum að hvernig ÍR hleypti Val aftur og aftur inn í leikinn væri áhyggjuefni. „Við stjórnuðum leiknum heilt yfir vel en það veldur mér áhyggjum að ítrekað þá misstum við niður 10 stiga forskot á 1-2 mínútum,“ sagði Borche og segir að hans menn verði að laga þetta í framtíðinni og þá sérstaklega gegn Stjörnunni í undanúrslitum bikarsins næsta fimmtudag. „Við þurfum að vera snjallari. Stjarnan eru líklegri á pappírnum en við ætlum að keppa, skemmta okkur og gera okkar besta,“ sagði Borche áður en hann óskaði Valsmönnum góðs gengis það sem eftir lifir vetri. „Ég óska Valsmönnum alls hin besta en núna næst er það undanúrslitin í bikarnum hjá okkur og fjórir risa leikir í deildinni.“Matthías: Munum komast í úrslitakeppnina „Ánægður að vinna svona jafnan leik. Langt síðan við unnum svona leik. Ánægður að vinna líka fríska Valsara. Líklega hollt fyrir okkur að fara í svona jafnan leik með sigur,“ sagði ánægður Matthías Orri, leikmaður ÍR eftir sigur 82-83 sigur liðsins á Val í Dominos deild karla í körfubolta í kvöld. Eins og sést hér fyrir ofan munaði einungis einu stigi á milli liðanna er loka flautan gall en sú staða gaf kannski ekki alveg rétta mynd af gang mála í kvöld. „Við erum óánægðir með að klára bara ekki leikinn. Mér fannst við alltaf vera 10 stigum yfir og svo blikkaði ég augunum og þá var jafnt,“ sagði Matthías en undirritaður getur tekið undir þau orð en ÍR gaf frá sér sterka stöðu ítrekað í leiknum bara til þess eins að endurheimta hana stuttu síðar. Matthías meiddist illa í öðrum leik tímabilsins gegn Haukum þann 12. Október og hefur verið að fá mínútur að nýju í undanförnum leikjum. Aðspurður hvort hann væri að finna gamla formið að nýju viðurkenndi hann að meiðslin plaga hann eilítið ennþá. „Ég þarf frekar marga daga eftir leiki til að jafna mig. Öklinn stríðir mér aðeins eftir leiki en svo tek ég nokkrar íbúfen og paratabs og keyri þetta í gang. Það er lítið eftir af mótinu og það er bara áfram gakk.“ Með sigrinum í kvöld er liðið búið að taka stórt skref í átt að úrslitakeppninni en ÍR er nú með jafn mörg stig og Haukar og Grindvíkingar sem sitja í 7. og 8. Sæti. „Það er ekkert annað í boði hjá ÍR en að komast í úrslitakeppnina. Ég ætla bara að segja það núna: Við ætlum að komast þangað og munum gera það.“ Dominos-deild karla
ÍR heimsótti Val í kvöld í 18. umferð Dominos deild karla í körfubolta. Um var að ræða mikilvægan leik fyrir bæði lið en bæði lið þurftu nauðsynlega á báðum stigunum að halda. Bæði lið áttu fyrir leik möguleika á að blanda sér í baráttuna um sæti í úrslitakeppninni en Valsmenn eru einnig í fallbaráttu. ÍR-ingar byrjuðu betur og tóku myndarlega átta stiga forystu í upphafi leiks. Stuttu síðar voru Valsmenn þó búnir að minnka muninn í einungis eitt stig er fyrsta leikhluta lauk var staðan 25-26, ÍR í vil. Þetta átti eftir að reynast vera mynstrið sem leikurinn fylgdi af mikilli trúfestu. ÍR náði í góða forystu, Valur minnkaði muninn eða jafnvel komst yfir bara til þess að missa gestina aftur langt fram úr sér. Staðan í hálfleik var 42-44, ÍR í vil, en Valsmenn mættu dýrvitlausir inn í seinni hálfleikinn og hófu hann með tveimur þristum frá Gunnari Inga bara til þess að vera átta stigum undir tveimur mínútum síðar. Þriðja leikhluta lauk svo með stöðuna tiltölulega jafna, 60-64, en að nýju voru Valsmenn mjög gestrisnir og hleyptu ÍR-ingum langt frá sér bara til þess að minnka muninn að nýju í 5. Skiptið í leiknum. Lokasekúndurnar voru ágætlega spennandi en eftir að hafa brennt mig á endurkomu Valsmanna í fjölmörg skipti fyrr í leiknum var alltaf tilfinningin sú að liðið gæti einfaldlega ekki klárað endurkomu að alvöru. Það reyndist rétt því ÍR-ingar lönduðu á endanum eins stigs sigur, 82-83, sem lætur leikinn hljóma mun jafnari en hann var í raun og veru. Fyllilega verðskuldaður sigur ÍR staðreynd.Afhverju vann ÍR? ÍR var betra liðið frá upphafi til enda en tókst einhvern veginn að hleypa Valsmönnum aftur í leikinn í fjölmörg skipti. ÍR átti góðar 7-8 mínútur í röð og byggði upp forystu bara til þess að missa hana á tveimur mínútum. ÍR var með töluvert betri nýtingu í tveggja stiga skotum og af vítalínunni en hinsvegar var þriggja stiga nýtingin þeirra alveg hrikalega slöpp 12% úr 16 skotum. Hverjir stóðu upp úr? Sigurður Gunnar Þorsteinnson átti virkilega flottan leik eins og við er að búast en Ísfirðingurinn skoraði 17 stig og tók 11 fráköst. Hjá Valsmönnum var Dion Rambo mjög áberandi og átti 10 stoðsendingar ásamt því að skora 17 stig og stela boltanum fjórum sinnum. Hvað gekk illa? Það hinsvegar breytir ekki því að Dion Rambo, þrátt fyrir að vera góður að leggja upp og stela boltanum þá er skotnýtingin hans ekki boðleg. Hann skoraði einungis úr 6 af 21 skotum sínum í leiknum. Fjórir, og stundum galopnir, þristar fóru forgörðu úr fjórum tilraunum og hann skoraði einunigs úr 5/10 vítaskotum sínum. Fyrir mann sem er gífurlega flinkur með boltann og jafn mikilvægur fyrir sóknarleik Valsmanna þá er það stór hængur á hans leik að hann gæti varla sett boltann ofan í körfuna þó líf hans lægi við. Hvað gerist næst? Valsmenn fara í langt hlé áður en liðið mætir Skallagrím í næsta mánuði í risa leik en ÍR mætir Stjörnunni á fimmtudaginn næsta í undanúrslitum bikarsins.Ágúst: Vantaði upp á einbeitinguna okkar „Ég er vonsvikinn. Ég held við áttum að ná betri úrslitum en þetta,“ sagði Ágúst Björgvinsson, þjálfari Val í leikslok. „Það vantaði upp á einbeitinguna og við tókum ekki nógu góðar ákvarðanir og sérstaklega þegar þeir náðu nokkrum körfum í röð. Þeir áttu nokkur 10-0 áhlaup á okkur og stærsta var held ég 14-0,“ sagði Ágúst en Valsmenn misstu ÍR ítrekað langt frá sér á stuttum tíma. „Úrslitakeppnin virtist vera úr sögunni fyrir leikinn í kvöld miðað við hvernig leikirnir í kringum okkur voru að þróast. Ég hef sagt það nokkrum sinnum en við erum bara að taka einn leik fyrir í einu og það vantaði grátlega lítið upp á í kvöld,“ sagði Ágúst en þó svo að úrslitakeppnin sé endanlega úr sögunni þá er ljóst að síðustu fjórir leikir liðsins í deildinni verða mikilvægir en liðið er í bullandi fallbaráttu. „Það voru mörg atriði í kvöld sem voru alls ekki nógu góð hjá okkur sem ég skrifa á skort á einbeitingu,“ sagði Ágúst en það er ljóst að einbeitingin þarf að vera í lagi er liðið mætir Skallagrím í næstu umferð í sannkölluðum fallbaráttuslag.Borche: Óska Valsmönnum alls hins besta Borche Ilievski, þjálfari ÍR, var skiljanlega sáttur eftir sigur hans manna á Val í kvöld. „Ég er mjög ánægður með sigurinn. Við vissum að þetta yrði erfitt í kvöld. Leikurinn var mikilvægur fyrir bæði lið og nú munum við berjast við Hauka um sæti í úrslitakeppninni og Valur við Skallagrím um sæti í deildinni,“ sagði Borche en þar að auki mun ÍR berjast við Grindavík en þessi þrjú lið eru með jafnmörg stig í deildinni í 9.-7. sætum deildarinnar. Borche tók undir með undirrituðum að hvernig ÍR hleypti Val aftur og aftur inn í leikinn væri áhyggjuefni. „Við stjórnuðum leiknum heilt yfir vel en það veldur mér áhyggjum að ítrekað þá misstum við niður 10 stiga forskot á 1-2 mínútum,“ sagði Borche og segir að hans menn verði að laga þetta í framtíðinni og þá sérstaklega gegn Stjörnunni í undanúrslitum bikarsins næsta fimmtudag. „Við þurfum að vera snjallari. Stjarnan eru líklegri á pappírnum en við ætlum að keppa, skemmta okkur og gera okkar besta,“ sagði Borche áður en hann óskaði Valsmönnum góðs gengis það sem eftir lifir vetri. „Ég óska Valsmönnum alls hin besta en núna næst er það undanúrslitin í bikarnum hjá okkur og fjórir risa leikir í deildinni.“Matthías: Munum komast í úrslitakeppnina „Ánægður að vinna svona jafnan leik. Langt síðan við unnum svona leik. Ánægður að vinna líka fríska Valsara. Líklega hollt fyrir okkur að fara í svona jafnan leik með sigur,“ sagði ánægður Matthías Orri, leikmaður ÍR eftir sigur 82-83 sigur liðsins á Val í Dominos deild karla í körfubolta í kvöld. Eins og sést hér fyrir ofan munaði einungis einu stigi á milli liðanna er loka flautan gall en sú staða gaf kannski ekki alveg rétta mynd af gang mála í kvöld. „Við erum óánægðir með að klára bara ekki leikinn. Mér fannst við alltaf vera 10 stigum yfir og svo blikkaði ég augunum og þá var jafnt,“ sagði Matthías en undirritaður getur tekið undir þau orð en ÍR gaf frá sér sterka stöðu ítrekað í leiknum bara til þess eins að endurheimta hana stuttu síðar. Matthías meiddist illa í öðrum leik tímabilsins gegn Haukum þann 12. Október og hefur verið að fá mínútur að nýju í undanförnum leikjum. Aðspurður hvort hann væri að finna gamla formið að nýju viðurkenndi hann að meiðslin plaga hann eilítið ennþá. „Ég þarf frekar marga daga eftir leiki til að jafna mig. Öklinn stríðir mér aðeins eftir leiki en svo tek ég nokkrar íbúfen og paratabs og keyri þetta í gang. Það er lítið eftir af mótinu og það er bara áfram gakk.“ Með sigrinum í kvöld er liðið búið að taka stórt skref í átt að úrslitakeppninni en ÍR er nú með jafn mörg stig og Haukar og Grindvíkingar sem sitja í 7. og 8. Sæti. „Það er ekkert annað í boði hjá ÍR en að komast í úrslitakeppnina. Ég ætla bara að segja það núna: Við ætlum að komast þangað og munum gera það.“
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti