Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Stjarnan 58-79 | Stjarnan yfirspilaði Tindastól á Króknum Árni Jóhannsson skrifar 8. febrúar 2019 22:45 vísir/bára Það voru vonir um að leikur Tindastóls og Stjörnunnar yrði hörkuleikur í 40 mínútur þegar liðin mættust í Síkinu á Sauðárkróki fyrr í kvöld. Fyrri hálfleikur stóðst undir væntingum en sá seinni var fljótur að fjara út í átt að sigri Stjörnunnar. Góður varnarleikur var í fyrirrúmi þar sem hittni liðanna var ekki góð og nokkuð margir tapaðir boltar litu dagsins ljós. Stólarnir voru betri í fyrsta leikhluta en misstu dampinn undir lok hans þar sem gestirnir náðu að jafna metin 19-19. Stjarnan náði undirtökunum í öðrum leikhluta en leikurinn var mjög jafn og ákafur varnarleikur var enn í fyrirrúmi þannig að stigaskor var lágt. Heimamenn náðu ekki að taka forskotið þar sem Stjörnumenn náðu að loka á þá og var munurinn sex stig þegar gengið var til búningsherbergja. Staðan 30-36 fyrir Stjörnuna. Stjörnumenn komu dýrvitlausir út í seinni hálfleik, fóru á 11-0 sprett og litu aldrei til baka. Stólarnir náðu að minnka muninn í örskamma stund og virtust ætla að gera þetta aftur að leik en sóknarleikur liðsins rann í sandinn á sama tíma og leikurinn. Fjórði leikhlut var bara formsatriði að klára. Stjarnan lokaði í heimamenn í varnarleiknum og hittu mun betur þannig að forskotið óx þangað til minni spámenn fengu mínútur í lokin. Lokastaðan 58-79 og Stjarnan vann 10. leikinn í röð og eru til alls líklegir.Afhverju vann Stjarnan?Stjarnan spilaði á öllum styrkleikum sínum á meðan Tindastóll var bara að nýta styrkleika sína í varnarleiknum. Bæði lið áttu kannski í vandræðum sóknarlega í fyrri háfleik en þegar Stjarnan náði vopnum sínum í síðari hálfleik þá sundurspiluðu þeir Stólana í sóknarleiknum, stoppuðu þá í varnarleiknum og stigunum tveimur siglt heim næsta auðveldlega.Hverjir voru bestir á vellinum?Það má heldur betur segja að liðsheildin hafi verið það sem skilaði sigrinum. Fjórir leikmenn skoruðu meira en 10 stig og fimm leikmenn voru með meira en 10 í framlag. Þegar lið fær framlag frá öllum þá gerast góðir hlutir. 26 stig komu svo af bekknum.Hvað gekk illa?Sóknarleikur Stólanna gekk mjög illa. Hann var taktlaus og þeir fundu engar leiðir til að komast framhjá Stjörnumönnum sem spiluðu vörnina vel. Þriggja stiga nýtingin var ekki nema 16% og vítanýtingin var 42% og er það ekki sérlega gott. Þegar þeir reyndu svo að brydda upp á nýjungum þá litu þeir bara út fyrir að geta það ekki. Mjög skrýtin stemmning hjá Stólunum þessa stundina og það þarf að hrista ansi vel upp í þessu hjá Tindastóli.Tölfræði sem vakti athygli?Það er nú oft þannig að liðið sem tekur fleiri sóknarfráköst og tapar boltanum sjaldnar vinni leikinn. Það var ekki raunin í kvöld. Tindastóll tók 25 sóknarfráköst á móti 15 Stjörnunnar og töpuðu þeir 11 boltum á móti 16 töpuðum boltum Stjörnunnar. Þeir fengu hins vegar ekki nema 12 stig út úr þessum sóknarfráköstum á meðan Stjarnan skoraði 13 stig úr sóknarfráköstum. Að auki fengu þeir ekki nema fjögur stig út úr töpuðu boltum Stjörnunnar en Stjarnan skoraði níu þannig stig.Hvað næst?Tindastóll er á leiðinni í langt frí þar sem þeir þurfa að hugsa sinn gang og það harkalega. Næsti leikur er þann 3. mars næstkomandi í Breiðholtinu og þar þurfa þeir að starta hraðmótinu á fullum krafti. Stjarnan er að fara í bikarhelgi og mæta ÍR í undanúrslitum og það er bikar í boði og það kæmi mér ekki á óvart að þeir fari alla leið í þeirri keppni. Þeir spila síðan á móti Njarðvík þann 4. mars og það gæti bara verið úrslitaleikur um deildarmeistaratitilinn. Brynjar Þór: Við kokgleyptum við öllu sem þeir vildu að við gerðum„Já þetta eru gríðarleg vonbrigði og það er engin spurning. Það er eitthvað að og þetta var bara körfubolta skólun sem við fengum í dag“, sagði grautfúll Brynjar Þór Björnsson eftir vont tap Tindastóls á móti Stjörnunni fyrr í kvöld. „Við sjáum þarna lið sem er á fleygiferð í átt að deildarmeistaratitlinum. Gríðarlega vel mannaðir og kunna leikinn upp á tíu. Vita hverja þeir eiga að dekka vel og vita hvert þeir eiga að gefa hann til að fá færin. Sóknarlega voru þeir kannski ekkert stórkostlegir, hittu ekkert rosalega vel en þetta var bara körfuboltaskóli. Körfubolti 101“. Brynjari var bent á að hans lið væri nú líka vel mannað lið sem hafi verið á toppi deildarinnar um áramót en niðursveiflan eftir áramót væri rosaleg. Hvað er það sem veldur að mati Brynjars? „Ákveðnar breytingar áttu sér stað hérna, við vorum í góðu flæði og það var góður andi í öllu þar sem menn brugðust rétt við þegar á móti blés. Núna erum við bara að hlaupa frá A til B. Það sem Stjarnan var að gera við okkur í kvöld til dæmis var bara að senda mig til dæmis á einhvern ákveðinn stað og ég bara kokgleypti við því og ég fór að gera eitthvað annað til að þannig hreyfa vörnina. Við bara kokgleyptum allt sem Stjarnan vildi að við gerðum og þegar þú gerir það þá lítur þú bara illa út“. “Við erum búin að spila 80 mínútur saman í vetur og þeir bara kunna kerfin okkar upp á 10 og þeir búnir að gera allt upp á 10 og þá þarf að lesa leikinn og þar kemur að einum hlut sem við höfum ekki verið góðir í eftir áramót og það er að bregðast við aðstæðum og bregðast við því þegar varnarmaður fer frá manni að maður hlaupi ekki bara í fangið á honum heldur stoppi og fái þannig opið skot“. Tindastóll er í vandræðum og það er klárt og var Brynjar sammála því að ógnin væri lítil inn í teig og að lesturinn á vörninni væri ekki nógu góður. „Þetta er það sem ég var að reyna að segja eftir seinasta leik að við erum ekki djúpir og förum ekki djúpt í sóknarleikinn og erum ekki að hreyfa boltann nógu vel. Varnarlega, spilum við nokkuð góða vörn og það vantaði ekkert upp á ákefðina sérstaklega framan af en það vantar að skora boltanum og þar gátum við bara einfaldlega ekki skorað“.Hlynur: Menn eru sáttir með sitt„Í dag vorum við besta útgáfan af okkur sjálfum. Ég er yfirleitt bara skítsæmileg útgáfa af sjálfum mér en það voru margir mjög flottir í dag hjá okkur“, sagði sigurreifur Hlynur Bæringsson eftir frábæran sigur Stjörnunnar á Tindastól fyrr í kvöld. „Vörnin hjá okkur var frábær. Við hleyptum þeim í mörg sóknarfráköst í byrjun og enda leiks en eftir það var þetta frábær vörn af okkar hálfu. Mér fannst þeir aldrei fá opið skot og heilt yfir var þetta mjög gott hjá okkur“. Stjarnan breytti liði sínu um áramót og Hlynur fór yfir það hvernig menn eru að smella saman í þessu liði. „Hlutverkaskipanin er mjög skýr og menn eru sáttir með sín hlutverk. Sumir og eða margir hafa þurft að taka það á sig að taka skref til baka í sóknarábyrgð. Við nýtum okkur það náttúrlega að vera með vopn eins og Brandon. Lykillinn að þessu er eins og góð lið gera er að við erum með lið þar sem við erum með góða leikmenn í minni hlutverkum en þeir gætu verið með annarsstaðar. Þetta er lýsandi fyrir góð lið að menn eru sáttir með sitt“. Dominos-deild karla
Það voru vonir um að leikur Tindastóls og Stjörnunnar yrði hörkuleikur í 40 mínútur þegar liðin mættust í Síkinu á Sauðárkróki fyrr í kvöld. Fyrri hálfleikur stóðst undir væntingum en sá seinni var fljótur að fjara út í átt að sigri Stjörnunnar. Góður varnarleikur var í fyrirrúmi þar sem hittni liðanna var ekki góð og nokkuð margir tapaðir boltar litu dagsins ljós. Stólarnir voru betri í fyrsta leikhluta en misstu dampinn undir lok hans þar sem gestirnir náðu að jafna metin 19-19. Stjarnan náði undirtökunum í öðrum leikhluta en leikurinn var mjög jafn og ákafur varnarleikur var enn í fyrirrúmi þannig að stigaskor var lágt. Heimamenn náðu ekki að taka forskotið þar sem Stjörnumenn náðu að loka á þá og var munurinn sex stig þegar gengið var til búningsherbergja. Staðan 30-36 fyrir Stjörnuna. Stjörnumenn komu dýrvitlausir út í seinni hálfleik, fóru á 11-0 sprett og litu aldrei til baka. Stólarnir náðu að minnka muninn í örskamma stund og virtust ætla að gera þetta aftur að leik en sóknarleikur liðsins rann í sandinn á sama tíma og leikurinn. Fjórði leikhlut var bara formsatriði að klára. Stjarnan lokaði í heimamenn í varnarleiknum og hittu mun betur þannig að forskotið óx þangað til minni spámenn fengu mínútur í lokin. Lokastaðan 58-79 og Stjarnan vann 10. leikinn í röð og eru til alls líklegir.Afhverju vann Stjarnan?Stjarnan spilaði á öllum styrkleikum sínum á meðan Tindastóll var bara að nýta styrkleika sína í varnarleiknum. Bæði lið áttu kannski í vandræðum sóknarlega í fyrri háfleik en þegar Stjarnan náði vopnum sínum í síðari hálfleik þá sundurspiluðu þeir Stólana í sóknarleiknum, stoppuðu þá í varnarleiknum og stigunum tveimur siglt heim næsta auðveldlega.Hverjir voru bestir á vellinum?Það má heldur betur segja að liðsheildin hafi verið það sem skilaði sigrinum. Fjórir leikmenn skoruðu meira en 10 stig og fimm leikmenn voru með meira en 10 í framlag. Þegar lið fær framlag frá öllum þá gerast góðir hlutir. 26 stig komu svo af bekknum.Hvað gekk illa?Sóknarleikur Stólanna gekk mjög illa. Hann var taktlaus og þeir fundu engar leiðir til að komast framhjá Stjörnumönnum sem spiluðu vörnina vel. Þriggja stiga nýtingin var ekki nema 16% og vítanýtingin var 42% og er það ekki sérlega gott. Þegar þeir reyndu svo að brydda upp á nýjungum þá litu þeir bara út fyrir að geta það ekki. Mjög skrýtin stemmning hjá Stólunum þessa stundina og það þarf að hrista ansi vel upp í þessu hjá Tindastóli.Tölfræði sem vakti athygli?Það er nú oft þannig að liðið sem tekur fleiri sóknarfráköst og tapar boltanum sjaldnar vinni leikinn. Það var ekki raunin í kvöld. Tindastóll tók 25 sóknarfráköst á móti 15 Stjörnunnar og töpuðu þeir 11 boltum á móti 16 töpuðum boltum Stjörnunnar. Þeir fengu hins vegar ekki nema 12 stig út úr þessum sóknarfráköstum á meðan Stjarnan skoraði 13 stig úr sóknarfráköstum. Að auki fengu þeir ekki nema fjögur stig út úr töpuðu boltum Stjörnunnar en Stjarnan skoraði níu þannig stig.Hvað næst?Tindastóll er á leiðinni í langt frí þar sem þeir þurfa að hugsa sinn gang og það harkalega. Næsti leikur er þann 3. mars næstkomandi í Breiðholtinu og þar þurfa þeir að starta hraðmótinu á fullum krafti. Stjarnan er að fara í bikarhelgi og mæta ÍR í undanúrslitum og það er bikar í boði og það kæmi mér ekki á óvart að þeir fari alla leið í þeirri keppni. Þeir spila síðan á móti Njarðvík þann 4. mars og það gæti bara verið úrslitaleikur um deildarmeistaratitilinn. Brynjar Þór: Við kokgleyptum við öllu sem þeir vildu að við gerðum„Já þetta eru gríðarleg vonbrigði og það er engin spurning. Það er eitthvað að og þetta var bara körfubolta skólun sem við fengum í dag“, sagði grautfúll Brynjar Þór Björnsson eftir vont tap Tindastóls á móti Stjörnunni fyrr í kvöld. „Við sjáum þarna lið sem er á fleygiferð í átt að deildarmeistaratitlinum. Gríðarlega vel mannaðir og kunna leikinn upp á tíu. Vita hverja þeir eiga að dekka vel og vita hvert þeir eiga að gefa hann til að fá færin. Sóknarlega voru þeir kannski ekkert stórkostlegir, hittu ekkert rosalega vel en þetta var bara körfuboltaskóli. Körfubolti 101“. Brynjari var bent á að hans lið væri nú líka vel mannað lið sem hafi verið á toppi deildarinnar um áramót en niðursveiflan eftir áramót væri rosaleg. Hvað er það sem veldur að mati Brynjars? „Ákveðnar breytingar áttu sér stað hérna, við vorum í góðu flæði og það var góður andi í öllu þar sem menn brugðust rétt við þegar á móti blés. Núna erum við bara að hlaupa frá A til B. Það sem Stjarnan var að gera við okkur í kvöld til dæmis var bara að senda mig til dæmis á einhvern ákveðinn stað og ég bara kokgleypti við því og ég fór að gera eitthvað annað til að þannig hreyfa vörnina. Við bara kokgleyptum allt sem Stjarnan vildi að við gerðum og þegar þú gerir það þá lítur þú bara illa út“. “Við erum búin að spila 80 mínútur saman í vetur og þeir bara kunna kerfin okkar upp á 10 og þeir búnir að gera allt upp á 10 og þá þarf að lesa leikinn og þar kemur að einum hlut sem við höfum ekki verið góðir í eftir áramót og það er að bregðast við aðstæðum og bregðast við því þegar varnarmaður fer frá manni að maður hlaupi ekki bara í fangið á honum heldur stoppi og fái þannig opið skot“. Tindastóll er í vandræðum og það er klárt og var Brynjar sammála því að ógnin væri lítil inn í teig og að lesturinn á vörninni væri ekki nógu góður. „Þetta er það sem ég var að reyna að segja eftir seinasta leik að við erum ekki djúpir og förum ekki djúpt í sóknarleikinn og erum ekki að hreyfa boltann nógu vel. Varnarlega, spilum við nokkuð góða vörn og það vantaði ekkert upp á ákefðina sérstaklega framan af en það vantar að skora boltanum og þar gátum við bara einfaldlega ekki skorað“.Hlynur: Menn eru sáttir með sitt„Í dag vorum við besta útgáfan af okkur sjálfum. Ég er yfirleitt bara skítsæmileg útgáfa af sjálfum mér en það voru margir mjög flottir í dag hjá okkur“, sagði sigurreifur Hlynur Bæringsson eftir frábæran sigur Stjörnunnar á Tindastól fyrr í kvöld. „Vörnin hjá okkur var frábær. Við hleyptum þeim í mörg sóknarfráköst í byrjun og enda leiks en eftir það var þetta frábær vörn af okkar hálfu. Mér fannst þeir aldrei fá opið skot og heilt yfir var þetta mjög gott hjá okkur“. Stjarnan breytti liði sínu um áramót og Hlynur fór yfir það hvernig menn eru að smella saman í þessu liði. „Hlutverkaskipanin er mjög skýr og menn eru sáttir með sín hlutverk. Sumir og eða margir hafa þurft að taka það á sig að taka skref til baka í sóknarábyrgð. Við nýtum okkur það náttúrlega að vera með vopn eins og Brandon. Lykillinn að þessu er eins og góð lið gera er að við erum með lið þar sem við erum með góða leikmenn í minni hlutverkum en þeir gætu verið með annarsstaðar. Þetta er lýsandi fyrir góð lið að menn eru sáttir með sitt“.
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum