Finney hóf leiklistarferil sinn hjá leikhúsinu Royal Shakespeare Company áður en hann sneri sér að leik í sjónvarpsþáttum og kvikmyndum.
Í frétt BBC segir að Finney hafi slegið í gegn sem hinn reiðilegi Arthur Seaton í kvikmyndinni Saturday Night and Sunday Morning frá árinu 1960 sem byggði á samnefndri skáldsögu Alan Sillitoe.

Þá lék hann einnig í Erin Brockovich, James Bond-myndinni Skyfall auk þess að fara með hlutverk læknisins Dr. Albert Hirsch í The Bourne Ultimatum og The Bourne Legacy.
Í yfirlýsingu frá fjölskyldu Finney segir að hann hafi látist í faðmi fjölskyldu sinnar eftir að hafa glímt við veikindi síðustu daga.
Fimm Óskarstilnefningar
Meðal annarra hlutverka Finney má nefna Winston Churchill í myndinni The Gathering Storm, en hann hlaut Golden Globe verðlaun fyrir frammistöðuna.Finney var fjórum sinnum tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir besta karlhlutverk – fyrir Tom Jones (1963), Murder on the Orient Express (1974), The Dresser (1983) og Under the Volcano (1984). Þá hlaut hann tilnefningu fyrir besti karlleikari í aukahlutverk árið 2000 fyrir myndina Erin Brockovich.