Sport

Katrín Tanja: Ég er heppnasta stelpa í heimi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Katrín Tanja Davíðsdóttir.
Katrín Tanja Davíðsdóttir. Mynd/Instagram/katrintanja
Katrín Tanja Davíðsdóttir er himinlifandi með þjálfara sinn Ben Bergeron og umboðsmanninn sinn Matt O'Keefe og skrifar þakkarpistil til þeirra á Instagram.

Katrín Tanja varð um síðustu helgi fyrst Íslendinga til að tryggja sig inn á heimsleikana í CrossFit í ár þegar hann hún vann glæsilegan sigur á CrossFit-mótinu Fittest in Cape Town.

Katrín Tanja fær tækifæri í Madison í ágúst að verða fyrsta konan til að vinna heimsleikana í þriðja sinn en hún vann þá líka 2015 og 2016. Katrín varð í 5. sæti árið 2017 og svo í þriðja sæti í fyrra.

Katrín Tanja er 25 ára gömul og á leið á sína sjöundu heimsleika. Hún hefur undanfarin ár tryggt sinn með því að vera í fyrsta eða öðru sæti í svæðakeppninni í maí en fer nú fyrr inn eftir sigurinn í Höfðaborg.

„Ég elska allt við það að keppa. Ég elska alvöruna á bak við það. Ég elska allan undirbúninginn sem fer í það. Ég elska að skipuleggja keppnina með þjálfara mínum og sjá allt síðan ganga upp,“ skrifar Katrín Tanja og heldur áfram.

„Ég elska að fá háa fimmu og faðmlag frá umboðsmanninum mínum þegar ég kem af gólfinu. Ég elska adrennalínið. Ég elska orkuna og allan spenningin,“ skrifaði Katrín Tanja.

Hún vísar svo í myndina af sér með þjálfara sínum Ben Bergeron og umboðsmanninum Matt O'Keefe.

„Ég elska það að hafa þessa tvo alltaf mér við hlið. Ég er heppnasta stelpa í heimi að vera hluti af þessu liði,“ skrifaði Katrín Tanja eins og sjá má hér fyrir neðan.








Tengdar fréttir

„Við munum sakna þín“

Katrín Tanja Davíðsdóttir á eins og aðrar íslenska CrossFit konur eftir að tryggja sér sæti á heimsleikunum í ágúst en í ár er farin ný leið í baráttunni um laus sæti. Katrín Tanja var ekki með Dúbaí í desember og verður heldur ekki með á Wodapalooza mótinu í Miami um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×