Fékk milljón í styrk en hátíðin fór aldrei fram Sigurður Mikael Jónsson skrifar 30. janúar 2019 06:00 Borgin getur krafið Kolfinnu Von um endurgreiðslu á útgreiddum styrk til RFF þar sem ekki var staðið við skilmála veitingarinnar. Vísir/vilhelm Reykjavík Fashion Festival fékk eina milljón króna úthlutaða í styrk frá menningar-, íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkurborgar í fyrra. Hátíðin fór hins vegar aldrei fram. Áður en ljóst varð að messufall yrði hjá hátíðinni hafði faghópur lagt til að hún fengi líka eina og hálfa milljón í ár. Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkurborgar hefur ákveðið að fresta úthlutun til verkefnisins meðan málið er skoðað. Aðspurður hverjar reglurnar séu varðandi það þegar styrkþegar standi ekki við sitt segir Pawel Bartoszek, formaður ráðsins, að hægt sé að krefjast endurgreiðslu og þá geti slík vanskil haft áhrif á styrkveitingar í framtíðinni. Í sameiginlegri bókun allra fulltrúa ráðsins í fyrradag segir: „Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð gerir fyrirvara við samþykkt úthlutunar til Reykjavík Fashion Festival með hliðsjón af því að hátíðin fékk styrk í fyrra en fór ekki fram. Úthlutun verkefnisins er frestað meðan aflað er frekari gagna.“ Tilkynnt er um styrkveitingarnar í janúar ár hvert en Reykjavík Fashion Festival-hátíðina stóð til að halda í loks árs. Þegar faghópur, skipaður fulltrúum Bandalags íslenskra listamanna og Hönnunarmiðstöðvar, fór yfir umsóknir fyrir árið 2019 lá hins vegar ekki fyrir að RFF myndi ekki uppfylla skilyrði fyrri umsóknar og ekki fara fram. Að sögn Pawels verður óskað skýringa frá forsvarsfólki RFF. Eigandi og stjórnandi RFF er athafnakonan Kolfinna Von Arnardóttir en fjárfestingarverkefni hennar og eiginmanns hennar, Björns Inga Hrafnssonar, lentu nýverið í kastljósi fjölmiðla. Knattspyrnumaðurinn Aron Einar Gunnarsson skrifaði um misheppnað viðskiptaævintýri sem hann fór í ásamt eiginkonu sinni með hjónunum í ævisögu sinni sem kom út í fyrra. Viðskiptin tengdust einkahlutafélaginu JÖR og áðurnefndri tískuhátíð, RFF. Þeim viðskiptum lauk eins og verst verður á kosið, með deilum, málaferlum og vinslitum. Kolfinna Von keypti RFF árið 2016 af Jóni Ólafssyni, athafnamanni og vatnsframleiðanda. RFF var stofnað árið 2009. Félagið Reykjavík Fashion Festival ehf. hefur ekki skilað ársreikningi síðan 2015. Ekki náðist í Kolfinnu Von við vinnslu fréttarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Menning Tíska og hönnun Tengdar fréttir Aron Einar fer fram á gjaldþrot Kolfinnu Landsliðsfyrirliðinn telur Kolfinnu Von Arnardóttur hafa hlunnfarið sig í tengslum við fjárfestingu í fatamerkinu JÖR. 3. janúar 2019 12:00 Segir sjálfsagt að Aron og Kristbjörg beri fjárhagslega áhættu eins og aðrir Kolfinna Von Arnardóttir segir að hún hafi ítrekað reynt að semja við Aron Einar Gunnarsson og Kristbjörgu Jónasdóttur, en án árangurs. 3. janúar 2019 14:36 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Fleiri fréttir Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Sjá meira
Reykjavík Fashion Festival fékk eina milljón króna úthlutaða í styrk frá menningar-, íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkurborgar í fyrra. Hátíðin fór hins vegar aldrei fram. Áður en ljóst varð að messufall yrði hjá hátíðinni hafði faghópur lagt til að hún fengi líka eina og hálfa milljón í ár. Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkurborgar hefur ákveðið að fresta úthlutun til verkefnisins meðan málið er skoðað. Aðspurður hverjar reglurnar séu varðandi það þegar styrkþegar standi ekki við sitt segir Pawel Bartoszek, formaður ráðsins, að hægt sé að krefjast endurgreiðslu og þá geti slík vanskil haft áhrif á styrkveitingar í framtíðinni. Í sameiginlegri bókun allra fulltrúa ráðsins í fyrradag segir: „Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð gerir fyrirvara við samþykkt úthlutunar til Reykjavík Fashion Festival með hliðsjón af því að hátíðin fékk styrk í fyrra en fór ekki fram. Úthlutun verkefnisins er frestað meðan aflað er frekari gagna.“ Tilkynnt er um styrkveitingarnar í janúar ár hvert en Reykjavík Fashion Festival-hátíðina stóð til að halda í loks árs. Þegar faghópur, skipaður fulltrúum Bandalags íslenskra listamanna og Hönnunarmiðstöðvar, fór yfir umsóknir fyrir árið 2019 lá hins vegar ekki fyrir að RFF myndi ekki uppfylla skilyrði fyrri umsóknar og ekki fara fram. Að sögn Pawels verður óskað skýringa frá forsvarsfólki RFF. Eigandi og stjórnandi RFF er athafnakonan Kolfinna Von Arnardóttir en fjárfestingarverkefni hennar og eiginmanns hennar, Björns Inga Hrafnssonar, lentu nýverið í kastljósi fjölmiðla. Knattspyrnumaðurinn Aron Einar Gunnarsson skrifaði um misheppnað viðskiptaævintýri sem hann fór í ásamt eiginkonu sinni með hjónunum í ævisögu sinni sem kom út í fyrra. Viðskiptin tengdust einkahlutafélaginu JÖR og áðurnefndri tískuhátíð, RFF. Þeim viðskiptum lauk eins og verst verður á kosið, með deilum, málaferlum og vinslitum. Kolfinna Von keypti RFF árið 2016 af Jóni Ólafssyni, athafnamanni og vatnsframleiðanda. RFF var stofnað árið 2009. Félagið Reykjavík Fashion Festival ehf. hefur ekki skilað ársreikningi síðan 2015. Ekki náðist í Kolfinnu Von við vinnslu fréttarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Menning Tíska og hönnun Tengdar fréttir Aron Einar fer fram á gjaldþrot Kolfinnu Landsliðsfyrirliðinn telur Kolfinnu Von Arnardóttur hafa hlunnfarið sig í tengslum við fjárfestingu í fatamerkinu JÖR. 3. janúar 2019 12:00 Segir sjálfsagt að Aron og Kristbjörg beri fjárhagslega áhættu eins og aðrir Kolfinna Von Arnardóttir segir að hún hafi ítrekað reynt að semja við Aron Einar Gunnarsson og Kristbjörgu Jónasdóttur, en án árangurs. 3. janúar 2019 14:36 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Fleiri fréttir Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Sjá meira
Aron Einar fer fram á gjaldþrot Kolfinnu Landsliðsfyrirliðinn telur Kolfinnu Von Arnardóttur hafa hlunnfarið sig í tengslum við fjárfestingu í fatamerkinu JÖR. 3. janúar 2019 12:00
Segir sjálfsagt að Aron og Kristbjörg beri fjárhagslega áhættu eins og aðrir Kolfinna Von Arnardóttir segir að hún hafi ítrekað reynt að semja við Aron Einar Gunnarsson og Kristbjörgu Jónasdóttur, en án árangurs. 3. janúar 2019 14:36