Erlent

Vildi drepa sem flesta vantrúaða en engin börn

Samúel Karl Ólason skrifar
Lögreglan réðst til atlögu gegn mönnunum í morgun.
Lögreglan réðst til atlögu gegn mönnunum í morgun. AP/Karsten Schroeder
Lögreglan í Þýskalandi handtók í morgun þrjá menn frá Írak sem ætluðu sér að fremja hryðjuverk þar í landi. Saksóknarar segja tvo af mönnunum hafa ákveðið í fyrra að fremja árás með sprengiefnum, skotvopnum og bíl. Þeir munu þó ekki hafa valið sér skotmark enn og voru ekki komnir langt við skipulagningu árásarinnar.

Samkvæmt AFP fréttaveitunni vinnur lögreglan nú að því uppgötva hvort mennirnir tilheyra hryðjuverkasamtökum.-



Mennirnir eru sagðir heita Shahin F og Hersh F og eru þeir báðir 23 ára gamlir. Sá þriðji er sagður vera 36 ára stuðningsmaður þeirra og heita Rauf S. Ekki er búið að opinbera full nöfn þeirra en þeir voru handteknir í Dithmarschen nærri landamærum Danmerkur.

Shahin F er sagður hafa skoðað leiðbeiningar á netinu um hvernig búa megi til sprengjur og bað hann tengilið sinn í Bretlandi um að senda sér mikilvægan hlut fyrir sprengjugerðina. Lögreglan í Bretlandi komst þó á snoðir um það og kom í veg fyrir sendinguna. Báðir munu þeir hafa safnað púðri úr flugeldum og báðu þeir Rauf S. um að útvega þeim skotvopn. Þar að auki var annar þeirra að læra að keyra bíl vegna árásarinnar sem þeir vildu framkvæma.

Spiegel segir hina meintu hryðjuverkamenn tvo hafa komið til Þýskalands sem flóttamenn árið 2015. Þá hefur fjölmiðillinn þýski eftir heimildarmönnum sínum að annar árásarmannanna hafi sagst vilja myrða sem flesta vantrúaða en engin börn.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×