Hvað slær klukkan? Þorbjörg Gunnlaugsdóttir skrifar 31. janúar 2019 07:00 Stóra klukkumálið er svo spennandi því það kynnir ekki bara til leiks þá hugmynd að klukkan geti verið það sem við viljum að hún sé. Klukkuumræðan býður okkur jafnframt þá nýju heimsmynd að hægt sé að breyta því sem hingað til hefur verið greypt í stein. Þegar það er orðið matsatriði hvað klukkan er þá breytast líka væntingarnar um hvað má setja á óskalistann. Ef við fáum nýja klukku, þá myndi ég líka vilja nýja krónu. Og svo myndi ég biðja um annað veður á Íslandi. Að allar fjórar árstíðir væru á dagskrá á einu og sama árinu og jafnvel í réttri röð. Krafan yrði jafnræði milli árstíða. Á Íslandi höfum við dálítið verið að vinna með leikskipulagið haust-vetur-haust eða þegar illa árar, haust í haust. Haustið er eins og freki kallinn í umræðunni sem heldur alltaf að það sé komið að honum, þó hinir hafi ekkert fengið að tala. Öll vitum við að veðrið leikur þýðingarmikið hlutverk í alls konar samhengi, t.d. bara í mannlegum samskiptum. Rigningin hefur það hlutverk að sætta elskendur eins og bíómyndirnar kenna okkur. Í rigningu er misskilningi eytt. Flugvélin var ekki farin eftir allt saman og elskendurnir kyssast fyrir utan flugstöðina í hellidembu. Blaut (og alltaf illa klædd). Eins og ég var sár í sumar þegar haustið frekjaðist inn á okkur með óréttláta rigninguna er ég núna svífandi hamingjusöm með að veturinn stígur á sviðið, á réttum tíma, og af miklum elegans. Veturinn er bestur þegar hann losar sig við feimnina. Kaldur og snjóþungur er veturinn í sínum rétta ham. Loforðið um að á eftir vetri komi vor myndi gera meira fyrir mig en hvort klukkan slær 13 eða 14. Allt hefur sinn tíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Mest lesið Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Stóra klukkumálið er svo spennandi því það kynnir ekki bara til leiks þá hugmynd að klukkan geti verið það sem við viljum að hún sé. Klukkuumræðan býður okkur jafnframt þá nýju heimsmynd að hægt sé að breyta því sem hingað til hefur verið greypt í stein. Þegar það er orðið matsatriði hvað klukkan er þá breytast líka væntingarnar um hvað má setja á óskalistann. Ef við fáum nýja klukku, þá myndi ég líka vilja nýja krónu. Og svo myndi ég biðja um annað veður á Íslandi. Að allar fjórar árstíðir væru á dagskrá á einu og sama árinu og jafnvel í réttri röð. Krafan yrði jafnræði milli árstíða. Á Íslandi höfum við dálítið verið að vinna með leikskipulagið haust-vetur-haust eða þegar illa árar, haust í haust. Haustið er eins og freki kallinn í umræðunni sem heldur alltaf að það sé komið að honum, þó hinir hafi ekkert fengið að tala. Öll vitum við að veðrið leikur þýðingarmikið hlutverk í alls konar samhengi, t.d. bara í mannlegum samskiptum. Rigningin hefur það hlutverk að sætta elskendur eins og bíómyndirnar kenna okkur. Í rigningu er misskilningi eytt. Flugvélin var ekki farin eftir allt saman og elskendurnir kyssast fyrir utan flugstöðina í hellidembu. Blaut (og alltaf illa klædd). Eins og ég var sár í sumar þegar haustið frekjaðist inn á okkur með óréttláta rigninguna er ég núna svífandi hamingjusöm með að veturinn stígur á sviðið, á réttum tíma, og af miklum elegans. Veturinn er bestur þegar hann losar sig við feimnina. Kaldur og snjóþungur er veturinn í sínum rétta ham. Loforðið um að á eftir vetri komi vor myndi gera meira fyrir mig en hvort klukkan slær 13 eða 14. Allt hefur sinn tíma.
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar