Segir ekki standa til boða að breyta Brexit sáttmálanum Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 30. janúar 2019 19:00 „Útgöngusáttmálinn er besti og eini mögulegi samningurinn,“ sagði Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í ræðu sinni á fundi Evrópuþingsins í Brussel í dag. „Evrópusambandið sagði það í nóvember, við sögðum það í desember og við sögðum það eftir fyrstu atkvæðagreiðsluna um sáttmálann í breska þinginu í janúar.“ Juncker segir að umræður og atkvæðagreiðslur í breska þinginu í gærkvöldi og umboð Theresu May frá þinginu til að semja aftur við ESB breyti engu. Undir það tók aðalsamningamaður Evrópusambandsins Michel Barnier. May hafði gert sér vonir um að fara til Brussel til að breyta innihaldi sáttmálans sem var felldur í breska þinginu fyrr í mánuðinum. Þingið samþykkti í gærkvöldi breytingartillögur við útgöngusáttmála May sem var felldur fyrr í mánuðinum. Þær fela í sér að fjarlægja skuli svokallað „backstop“ ákvæði um tilhögun landamæra Norður Írlands úr sáttmálanum og að forðast skuli útgöngu úr Evrópusambandinu án samnings. „backstop“ ákvæðið er það sem hefur staðið í vegi fyrir því að flokksfélagar May í Íhaldsflokknum greiði atkvæði með sáttmálanum. Leiðtogar Evrópusambandsins hafa brugðist við ákvörðun breska þingsins í dag en það lítur út fyrir að reynast þrautinni þyngra að fá fulltrúa ESB að samningaborðinu. Ríkisstjórnir Þýskalands og Frakklands segja að núverandi sáttmáli sé besta lausnin. Utanríkisráðherra Írlands, Simon Coveney, sagði þá í dag að ef til væri betri lausn en „backstop“ ákvæðið væri þegar búið að leggja það til. „Trúið mér. Þetta hefur verið kannað endalaust síðastliðin tvö ár á meðan samningar hafa staðið yfir,“ sagði hann.Hvað er þetta „backstop“ ákvæði og afhverju eru Íhaldsmenn á móti því? „Backstop“ ákvæðið í útgöngusáttmála May snýr að tilhögun norður írsku landsmæranna eftir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Í dag eru opin landamæri á milli Írlands og Norður Írlands, engin landamæragæsla, frjálst flæði varnings og fólks á milli landanna. Eftir að Bretland gengur úr ESB skapast hörð landamæri milli Norður Írlands og Írlands ef ekki er samið um neitt annað. Bæði Evrópusambandið og Breska ríkisstjórnin vilja koma í veg fyrir það. „Backstop“ ákvæðið er einskonar öryggisnet sem heldur Norður Írlandi og raunar öllu Bretlandi innan tollasambandsins ótímabundið ef ekki næst að semja um framtíðarsamskipti Bretlands og Evrópusambandsins eftir útgöngu (t.d með fríverslunarsamningi). Stór hluti þingmanna Íhaldsflokksins telja þetta óásættanlegt. Ef „Backstop“ ákvæðið yrði virkjað myndi það í reynd festa Bretland innan regluverks Evrópusambandsins að þeirra mati. Það þætti óásættanlegt gagnvart þeim kjósendum sem kusu með útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu og ekki fullnægjandi Brexit. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Breska þingið fjallar um fimmtán breytingartillögur við Brexit-samning Fimmtán breytingartillögur við lagafrumvarp um útgöngusamning Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, úr Evrópusambandinu verða til umræðu á breska þinginu í dag. Líkurnar á því að Bretar hætti í Evrópusambandinu án samnings eru taldar aukast á hverjum degi. 29. janúar 2019 12:30 May fær umboð til að semja aftur við ESB sem virðist þó ekki vilja semja Meirihluti þingmanna breska þingsins samþykkti tillögu þess efnis að fella út svokallað Backstop ákvæði úr úrsagnarsamningi Bretlands úr Evrópusambandinu. Theresa May hefur nú umboð til að semja á ný við ESB en forseti Evrópuráðsins segir að ekki sé í boði að semja upp á nýtt. 29. janúar 2019 22:09 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Sjá meira
„Útgöngusáttmálinn er besti og eini mögulegi samningurinn,“ sagði Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í ræðu sinni á fundi Evrópuþingsins í Brussel í dag. „Evrópusambandið sagði það í nóvember, við sögðum það í desember og við sögðum það eftir fyrstu atkvæðagreiðsluna um sáttmálann í breska þinginu í janúar.“ Juncker segir að umræður og atkvæðagreiðslur í breska þinginu í gærkvöldi og umboð Theresu May frá þinginu til að semja aftur við ESB breyti engu. Undir það tók aðalsamningamaður Evrópusambandsins Michel Barnier. May hafði gert sér vonir um að fara til Brussel til að breyta innihaldi sáttmálans sem var felldur í breska þinginu fyrr í mánuðinum. Þingið samþykkti í gærkvöldi breytingartillögur við útgöngusáttmála May sem var felldur fyrr í mánuðinum. Þær fela í sér að fjarlægja skuli svokallað „backstop“ ákvæði um tilhögun landamæra Norður Írlands úr sáttmálanum og að forðast skuli útgöngu úr Evrópusambandinu án samnings. „backstop“ ákvæðið er það sem hefur staðið í vegi fyrir því að flokksfélagar May í Íhaldsflokknum greiði atkvæði með sáttmálanum. Leiðtogar Evrópusambandsins hafa brugðist við ákvörðun breska þingsins í dag en það lítur út fyrir að reynast þrautinni þyngra að fá fulltrúa ESB að samningaborðinu. Ríkisstjórnir Þýskalands og Frakklands segja að núverandi sáttmáli sé besta lausnin. Utanríkisráðherra Írlands, Simon Coveney, sagði þá í dag að ef til væri betri lausn en „backstop“ ákvæðið væri þegar búið að leggja það til. „Trúið mér. Þetta hefur verið kannað endalaust síðastliðin tvö ár á meðan samningar hafa staðið yfir,“ sagði hann.Hvað er þetta „backstop“ ákvæði og afhverju eru Íhaldsmenn á móti því? „Backstop“ ákvæðið í útgöngusáttmála May snýr að tilhögun norður írsku landsmæranna eftir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Í dag eru opin landamæri á milli Írlands og Norður Írlands, engin landamæragæsla, frjálst flæði varnings og fólks á milli landanna. Eftir að Bretland gengur úr ESB skapast hörð landamæri milli Norður Írlands og Írlands ef ekki er samið um neitt annað. Bæði Evrópusambandið og Breska ríkisstjórnin vilja koma í veg fyrir það. „Backstop“ ákvæðið er einskonar öryggisnet sem heldur Norður Írlandi og raunar öllu Bretlandi innan tollasambandsins ótímabundið ef ekki næst að semja um framtíðarsamskipti Bretlands og Evrópusambandsins eftir útgöngu (t.d með fríverslunarsamningi). Stór hluti þingmanna Íhaldsflokksins telja þetta óásættanlegt. Ef „Backstop“ ákvæðið yrði virkjað myndi það í reynd festa Bretland innan regluverks Evrópusambandsins að þeirra mati. Það þætti óásættanlegt gagnvart þeim kjósendum sem kusu með útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu og ekki fullnægjandi Brexit.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Breska þingið fjallar um fimmtán breytingartillögur við Brexit-samning Fimmtán breytingartillögur við lagafrumvarp um útgöngusamning Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, úr Evrópusambandinu verða til umræðu á breska þinginu í dag. Líkurnar á því að Bretar hætti í Evrópusambandinu án samnings eru taldar aukast á hverjum degi. 29. janúar 2019 12:30 May fær umboð til að semja aftur við ESB sem virðist þó ekki vilja semja Meirihluti þingmanna breska þingsins samþykkti tillögu þess efnis að fella út svokallað Backstop ákvæði úr úrsagnarsamningi Bretlands úr Evrópusambandinu. Theresa May hefur nú umboð til að semja á ný við ESB en forseti Evrópuráðsins segir að ekki sé í boði að semja upp á nýtt. 29. janúar 2019 22:09 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Sjá meira
Breska þingið fjallar um fimmtán breytingartillögur við Brexit-samning Fimmtán breytingartillögur við lagafrumvarp um útgöngusamning Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, úr Evrópusambandinu verða til umræðu á breska þinginu í dag. Líkurnar á því að Bretar hætti í Evrópusambandinu án samnings eru taldar aukast á hverjum degi. 29. janúar 2019 12:30
May fær umboð til að semja aftur við ESB sem virðist þó ekki vilja semja Meirihluti þingmanna breska þingsins samþykkti tillögu þess efnis að fella út svokallað Backstop ákvæði úr úrsagnarsamningi Bretlands úr Evrópusambandinu. Theresa May hefur nú umboð til að semja á ný við ESB en forseti Evrópuráðsins segir að ekki sé í boði að semja upp á nýtt. 29. janúar 2019 22:09