KR gekk frá Snæfell í stórleik átjándu umferðar Dominos-deildar kvenna í kvöld en KR hafði betur, 90-54, í DHL-höllinni í kvöld.
KR-liðið byrjaði af miklum krafti og voru tíu stigum eftir fyrsta leikhlutann. Þær stigu enn frekar á bensíngjöfina í öðrum leikhlutanum og leiddu 44-23 í hálfleik.
Þá var björninn í raun unninn og formsatriði fyrir nýliðana að klára leikinn í síðari hálfleik gegn sterku liði Snæfells sem fann engan veginn taktinn í kvöld. Munurinn að endingu 36 stig.
Kiana Johnson var stórkostleg í liði KR. Hún skoraði 28 stig, tók níu fráköst og gaf átta stoðsendingar en KR er áfram í öðru sætinu, tveimur stigum á eftir toppliði Keflavíkur og tveimur stigum á undan Val sem er komið í þriðja sætið.
Kristen Denise McCarthy var einu sinni sem oftar stigahæst í liði Snæfells. Hún gerði átján stig, tók þrettán fráköst og gaf fimm stoðsendingar.
Snæfell er í fjórða sætinu með 22 stig og er í harðri baráttu um úrslitakeppnissæti en Stjarnan eltir þær og er tveimur stigum frá þeim eftir tap í Borgarnesi í kvöld.
Mesta spenna kvöldsins var í Hafnarfirði er topplið Keflavíkur vann nauman sigur á Haukum, 76-74, en mikil spenna var allt fram á lokasekúndur leiksins. Að lokum höfðu gestirnir betur.
Keflavík er áfram á toppnum með tveggja stiga forskot á nýliða KR en stigahæst í kvöld var Brittanny Dinkins en hún var var með myndarlega þrefalda tvennu; nítján stig, sautján fráköst og tíu stoðsendingar.
Haukar eru í sjöunda og næst neðsta sæti deildarinnar en Klaziena Guijt var stigahæst með tuttugu stig. LeLe Hardy bætti við átján stigum, átta fráköstum og sjö stoðsendingum.
Valur burstaði Breiðablik í Origo-höllinni í kvöld en lokatölur urðu 47 stiga sigur Valsstúlkna, 111-64, en þær gerðu út um leikinn í fyrri hálfleik. Þriðja leikhlutann unnu þær 33-5.
Heather Butler var stigahæst í liði Vals með 32 stig auk þess sem hún tók átta fráköst. Dagbjört Dögg Karlsdóttir bætti við nítján stigum og Helena Sverrisdóttir átján en Valur er komið í þriðja sætið.
Breiðablik er á botninum með tvö stig en Ivory Crawford var stigahæst þeirra grænklæddu í kvöld. Hún gerði nítján stig og tók sex fráköst en Sanja Orazovic bætti við fjórtán stigum.
Burst hjá KR og Val en Keflavík heldur toppsætinu
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið


Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið
Handbolti


Styrmir skoraði tólf í naumum sigri
Körfubolti

„Betri ára yfir okkur“
Handbolti

Haukar fóru illa með botnliðið
Handbolti

Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ
Körfubolti


Lærisveinar Alfreðs að stinga af
Handbolti

Fleiri fréttir
