Hvers vegna stundum við minna kynlíf? Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 31. janúar 2019 07:30 Opin sambönd hafa verið mikið í umræðunni á meðal kynfræðinga. Kynfræðingar um allan heim merkja breytingar á samböndum og hjónaböndum. Yngra fólk giftir sig í minni mæli og virðist að einhverju leyti líta á sambönd sem tímabundnari en áður. Getty/Bilyana Stoyanovska Merkja má breytingu á kynlífshegðun fólks hér á landi. Þetta segir Áslaug Kristjánsdóttir, kynfræðingur og hjúkrunarfræðingur. Fólk virðist vera farið að skoða þann kost að vera í opnu sambandi. „Ég hef tekið eftir aukningu í því að fólk sem leitar til mín er í opnum samböndum eða vill ræða þann möguleika. Ég legg til að fólk ræði mörkin sem sambandi þeirra séu sett í upphafi sambands og svo reglulega eftir það. Sambönd eru lifandi og breytast með fólkinu sem er í þeim. Ég hef ekki trú á því að með því að ræða hvort sambandið eigi að vera opið eða lokað aukist líkurnar á því að fólk opni samböndin. Langflestir eiga enn erfitt með þessa hugmynd, að deila maka sínum, þó að við séum að sjá örlitla breytingu á því,“ segir Áslaug.Áslaug Kristjánsdóttir, kynfræðingur og hjúkrunarfræðingur.„En fólk er líka almennt opnara fyrir fjölbreytileika í dag en fyrir nokkrum árum, hvað þá áratugum. Fólk sem leitar til mín og er í opnum samböndum er oftast að takast á við svipaða hluti og þeir sem eru í lokuðum samböndum.“ Hjónaband er sáttmáli sem á að rofna við dauða annars aðilans og ekki fyrr. Á undanförnum áratugum hefur hugmyndin um hjónaband verið að breytast og fólk er hætt að líta svo alvarlega á þennan sáttmála og skilnaðir eru orðnir tíðir. „Það fylgir því ekki skömm í dag að skilja eins og áður var. Nýja skömmin er að halda út lélegt hjónaband þegar annað og betra er í boði,“ segir hún. „Með tilkomu skilnaða breytist fjölskyldumynstur líka. Við erum farin að deila börnunum okkar með öðrum foreldrum sem við köllum stjúpforeldra. Umræðan hjá kynfræðingum er um það hvaða breytingar séu næstar á hjónaböndum og fjölskyldum. Er það að við förum að deila maka okkar í auknum mæli?“ Áslaug segir það afar misjafnt hvað opið samband þýðir. Það þurfi að semja um það eins og annað í samböndum. Sumir vilja aðeins stunda kynlíf með öðrum en aðrir vilja dýpri sambönd með öðrum en frummaka. Þessar samningaviðræður eru svipaðar þeim sem gerast í lokuðum samböndum, við erum alltaf að semja um mörk innan sambandsins. Hvað má og hvað ekki.Í mörg horn þarf að líta ef tekin er ákvörðun um að opna sambandið.Getty/franckreporteÁslaug hjálpar fólki að skoða fyrirkomulag og leiðbeinir því í þá átt sem hentar hverjum og einum. „Ég hugsa að það sé flókið að hefja umræðuna um opið samband en ekkert flókið að vera í því þegar fyrirkomulagið er skýrt. Þegar fólk leitar til mín til að fá leiðbeiningar um það hvernig sé best að láta opin sambönd ganga upp þá ræði ég hugsanlegar hindranir. Hvernig skuli tekið á því þegar afbrýðisemi kemur upp, hvernig skal tekið á því ef samningurinn er rofinn. En fyrst og fremst þarf fólk að gera upp sinn hug, hvort það treysti sér í opið samband og gera þetta út frá eigin gildum,“ segir hún. „Það er erfitt ef annar vill opið samband en ekki hinn. Ég mæli ekki með að prófa og búa svo til reglur. Né að prófa og gá svo hvað þér finnst um þetta. Svo ræði ég praktíska hluti eins og hvað má og hvað ekki, hverju er deilt innan sambands og hverju ekki.“ Smæð samfélagsins þykir stundum málið þar sem erfiðara er að halda opnum samböndum fyrir sig. „Við búum enn í samfélagi sem telur parsamband tveggja vera normið og fólk óttast því stundum álit annarra. En það er samt að aukast að fólk sé opnara með önnur sambandsform enda komið hér samfélag fjölkærra (e. poly).“ Fjölkær sambönd eða fjölsambönd eru ástarsambönd þar sem fleiri en tveir einstaklingar eru í spilinu. Það geta verið margs konar samsetningar á þeim. Fleira yngra fólk er í opnum samböndum eða ræðir þann möguleika að opna sambandið. Það styður við þá hugmynd að sambönd séu að taka breytingum, yngra fólk er móttækilegra fyrir breytingum alla jafna. Án þess þó að ætla að flest yngra fólk kjósi annað en hefðbundið sambandsform eða að eldra fólk velji ekki stundum annað en það sem talið er eðli okkar.Ástin er eins og sinueldur. Ástin er segulstálGetty/Westend61Eins er óljóst hvort konur kjósi frekar opið samband eða hvort karlar séu frekar að kalla eftir því, þó segir Áslaug hugmyndina frekar konunnar megin. „Mín tilfinning er að það séu frekar konur sem hefja umræðuna. En kannski er það bara af því að konur eru oftar betur þjálfaðar í samskiptum og eiga frekar frumkvæðið að yrtum samskiptum.“ Áslaug þekkir bæði dæmi þess að opið samband hafi hentað parinu betur og gengið vel upp en einnig þar sem parið hafi ákveðið að skilja eða enda sambandið vegna ólíkra langana og skoðana á sambandsforminu. „Opin sambönd reyna oft á hugmyndir okkar um sambönd og ástina. Fólk á ekki að reyna að bjarga sambandi með því að opna það. Ef sambandið stendur höllum fæti er ekki lausnin að auka álagið á það. Það að opna samband útheimtir góð samskipti og traust,“ segir Áslaug. „Trúnaðarbrot verða innan opinna sambanda líkt og lokaðra. Framhjáhald innan opinna sambanda snúast um það þegar annar aðilinn í frumsambandinu gerir eitthvað sem var út fyrir samninginn. Þessu er alveg eins farið í lokuðu sambandi, annar aðilinn brýtur sáttmálann. Öll sambönd hafa sínar reglur og úrvinnslan á framhjáhaldi er svipuð í öllum samböndum. Það er ekkert auðveldara að upplifa trúnaðarbrot í opnu sambandi.“Sigríður Dögg Arnarsdóttir, eða Sigga Dögg, er með þekktari kynfræðingum landsins.Fréttablaðið/StefánMargar ástæður fyrir minnkandi kynlífi Nýjustu gögn virðast benda til þess að ungt fólki stundi minna kynlíf nú en áður. Hvað veldur er mögulega að fólk hafi minni félagsfærni eða samskiptafærni á þessari gervihnattaöld. Jafnvel er ein af ástæðunum einnig sú að fólki standi meira úrval til boða í gegnum samfélagsmiðla og að þetta sé jafnvel form af valkvíða, því að fólk ætli sér að ná því besta sem í boði er og möguleiki er á því að alltaf geti eitthvað betra staðið til boða. En það er víst engin ein ástæða til að útskýra þessa breyttu kynhegðun ungs fólks. Þetta segir Sigríður Dögg Arnardóttir, betur þekkt sem Sigga Dögg kynfræðingur. „Kannski gerir unga fólkið meiri kröfur um fullnægjandi kynlíf og sættir sig því ekki við hvað sem er. Það er svo margt sem kemur til greina því tölfræðin er nokkuð ný og fólk áttar sig ekki alveg á því af hverju þetta stafar því ástæðurnar eru svo margar. Það má líka skoða hvernig ungt fólk skilgreinir kynlíf, kannski hefur skilgreiningin breyst og tölurnar eru að endurspegla það frekar en minni áhuga á kynlífi,“ segir Sigga Dögg. „En þetta spilar allt saman, búseta, sambandsform, kynsjúkdómar, menntun, rafræn pressa og samanburður. Ungt fólk í dag er líka líklegra til að vera kvíðið og þunglynt og það getur nánast gert út af við kynlífið að upplifa slíkar tilfinningar. Þannig að þetta er flókin flétta sem þarf örugglega að skoða nokkuð einstaklingsmiðað.“ Þú getur gert það snemma að morgni, getur gert það út í horni, þú getur gert það þó’ann þorni, þú getur gert það hvar sem er.Getty/PeopleImagesAlgengara er orðið að fólk sé í óhefðbundnari samböndum líkt og fjarsamböndum eða í sambandi en samt ekki í sambúð og fólk býr lengur í foreldrahúsum meðal annars vegna fasteignaverðs og aukinnar menntunar. Sigga Dögg segir að skilgreiningin á bak við sambönd hafi því ef til vill breyst. Aðspurð hvort þetta sé áhyggjuefni ef litið er til lækkandi fæðingartíðni eða fagnaðarefni ef horft er til kynsjúkdóma segir hún það óljóst. „Það fer í raun bara eftir því á hvað er horft. Það er ekki minna um kynsjúkdómasmit heldur virðist það vera upp á við svo þetta er ekki að skila sér þar og þegar kemur að barneignum þá eru aðrir hlutir uppi á teningnum eins og að konur í dag verða ekki að eignast börn heldur mega kjósa að vera barnlausar. Það er frekar nýlegt að samfélagið opni fyrir slíkar hugmyndir.“ Með öllum þeim tækniframförum sem hafa orðið til og tilkomu samfélagsmiðla, hvernig sýnir fólk hvert öðru áhuga? „Samskiptin byrja yfirleitt rafrænt eða þau geta byrjað á því að rekast á manneskju en fyrsta skref er þá að fletta viðkomandi upp, eða finna á Tinder. Svo er spjallað aðeins þar og svo færir fólk sig yfir á Instagram og fylgist með story hjá hvort öðru þar og líkar við myndir. Svo fer það jafnvel á stefnumót í raunveruleikanum, og ef það gengur vel þá mögulega fer fólk á Messenger á Facebook og heldur áfram í rafrænum samskiptum þangað til það kannski hittist aftur en rafrænt virðist Facebook vera oft seinasta vígið,“ segir Sigga Dögg. „En það virðist ekki vera meira um framhjáhöld þrátt fyrir tilkomu samfélagsmiðla. Þessar tölur hafa haldist nokkuð stöðugar en skilgreiningin á framhjáhaldi og sambandsformum er að breytast svo kannski þurfum við að fara að endurskilgreina okkur til að skilja um hvað málið raunverulega snýst. Birtist í Fréttablaðinu Fjölskyldumál Kynlíf Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Fleiri fréttir Lifandi tónlist og kósý væb í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Sjá meira
Merkja má breytingu á kynlífshegðun fólks hér á landi. Þetta segir Áslaug Kristjánsdóttir, kynfræðingur og hjúkrunarfræðingur. Fólk virðist vera farið að skoða þann kost að vera í opnu sambandi. „Ég hef tekið eftir aukningu í því að fólk sem leitar til mín er í opnum samböndum eða vill ræða þann möguleika. Ég legg til að fólk ræði mörkin sem sambandi þeirra séu sett í upphafi sambands og svo reglulega eftir það. Sambönd eru lifandi og breytast með fólkinu sem er í þeim. Ég hef ekki trú á því að með því að ræða hvort sambandið eigi að vera opið eða lokað aukist líkurnar á því að fólk opni samböndin. Langflestir eiga enn erfitt með þessa hugmynd, að deila maka sínum, þó að við séum að sjá örlitla breytingu á því,“ segir Áslaug.Áslaug Kristjánsdóttir, kynfræðingur og hjúkrunarfræðingur.„En fólk er líka almennt opnara fyrir fjölbreytileika í dag en fyrir nokkrum árum, hvað þá áratugum. Fólk sem leitar til mín og er í opnum samböndum er oftast að takast á við svipaða hluti og þeir sem eru í lokuðum samböndum.“ Hjónaband er sáttmáli sem á að rofna við dauða annars aðilans og ekki fyrr. Á undanförnum áratugum hefur hugmyndin um hjónaband verið að breytast og fólk er hætt að líta svo alvarlega á þennan sáttmála og skilnaðir eru orðnir tíðir. „Það fylgir því ekki skömm í dag að skilja eins og áður var. Nýja skömmin er að halda út lélegt hjónaband þegar annað og betra er í boði,“ segir hún. „Með tilkomu skilnaða breytist fjölskyldumynstur líka. Við erum farin að deila börnunum okkar með öðrum foreldrum sem við köllum stjúpforeldra. Umræðan hjá kynfræðingum er um það hvaða breytingar séu næstar á hjónaböndum og fjölskyldum. Er það að við förum að deila maka okkar í auknum mæli?“ Áslaug segir það afar misjafnt hvað opið samband þýðir. Það þurfi að semja um það eins og annað í samböndum. Sumir vilja aðeins stunda kynlíf með öðrum en aðrir vilja dýpri sambönd með öðrum en frummaka. Þessar samningaviðræður eru svipaðar þeim sem gerast í lokuðum samböndum, við erum alltaf að semja um mörk innan sambandsins. Hvað má og hvað ekki.Í mörg horn þarf að líta ef tekin er ákvörðun um að opna sambandið.Getty/franckreporteÁslaug hjálpar fólki að skoða fyrirkomulag og leiðbeinir því í þá átt sem hentar hverjum og einum. „Ég hugsa að það sé flókið að hefja umræðuna um opið samband en ekkert flókið að vera í því þegar fyrirkomulagið er skýrt. Þegar fólk leitar til mín til að fá leiðbeiningar um það hvernig sé best að láta opin sambönd ganga upp þá ræði ég hugsanlegar hindranir. Hvernig skuli tekið á því þegar afbrýðisemi kemur upp, hvernig skal tekið á því ef samningurinn er rofinn. En fyrst og fremst þarf fólk að gera upp sinn hug, hvort það treysti sér í opið samband og gera þetta út frá eigin gildum,“ segir hún. „Það er erfitt ef annar vill opið samband en ekki hinn. Ég mæli ekki með að prófa og búa svo til reglur. Né að prófa og gá svo hvað þér finnst um þetta. Svo ræði ég praktíska hluti eins og hvað má og hvað ekki, hverju er deilt innan sambands og hverju ekki.“ Smæð samfélagsins þykir stundum málið þar sem erfiðara er að halda opnum samböndum fyrir sig. „Við búum enn í samfélagi sem telur parsamband tveggja vera normið og fólk óttast því stundum álit annarra. En það er samt að aukast að fólk sé opnara með önnur sambandsform enda komið hér samfélag fjölkærra (e. poly).“ Fjölkær sambönd eða fjölsambönd eru ástarsambönd þar sem fleiri en tveir einstaklingar eru í spilinu. Það geta verið margs konar samsetningar á þeim. Fleira yngra fólk er í opnum samböndum eða ræðir þann möguleika að opna sambandið. Það styður við þá hugmynd að sambönd séu að taka breytingum, yngra fólk er móttækilegra fyrir breytingum alla jafna. Án þess þó að ætla að flest yngra fólk kjósi annað en hefðbundið sambandsform eða að eldra fólk velji ekki stundum annað en það sem talið er eðli okkar.Ástin er eins og sinueldur. Ástin er segulstálGetty/Westend61Eins er óljóst hvort konur kjósi frekar opið samband eða hvort karlar séu frekar að kalla eftir því, þó segir Áslaug hugmyndina frekar konunnar megin. „Mín tilfinning er að það séu frekar konur sem hefja umræðuna. En kannski er það bara af því að konur eru oftar betur þjálfaðar í samskiptum og eiga frekar frumkvæðið að yrtum samskiptum.“ Áslaug þekkir bæði dæmi þess að opið samband hafi hentað parinu betur og gengið vel upp en einnig þar sem parið hafi ákveðið að skilja eða enda sambandið vegna ólíkra langana og skoðana á sambandsforminu. „Opin sambönd reyna oft á hugmyndir okkar um sambönd og ástina. Fólk á ekki að reyna að bjarga sambandi með því að opna það. Ef sambandið stendur höllum fæti er ekki lausnin að auka álagið á það. Það að opna samband útheimtir góð samskipti og traust,“ segir Áslaug. „Trúnaðarbrot verða innan opinna sambanda líkt og lokaðra. Framhjáhald innan opinna sambanda snúast um það þegar annar aðilinn í frumsambandinu gerir eitthvað sem var út fyrir samninginn. Þessu er alveg eins farið í lokuðu sambandi, annar aðilinn brýtur sáttmálann. Öll sambönd hafa sínar reglur og úrvinnslan á framhjáhaldi er svipuð í öllum samböndum. Það er ekkert auðveldara að upplifa trúnaðarbrot í opnu sambandi.“Sigríður Dögg Arnarsdóttir, eða Sigga Dögg, er með þekktari kynfræðingum landsins.Fréttablaðið/StefánMargar ástæður fyrir minnkandi kynlífi Nýjustu gögn virðast benda til þess að ungt fólki stundi minna kynlíf nú en áður. Hvað veldur er mögulega að fólk hafi minni félagsfærni eða samskiptafærni á þessari gervihnattaöld. Jafnvel er ein af ástæðunum einnig sú að fólki standi meira úrval til boða í gegnum samfélagsmiðla og að þetta sé jafnvel form af valkvíða, því að fólk ætli sér að ná því besta sem í boði er og möguleiki er á því að alltaf geti eitthvað betra staðið til boða. En það er víst engin ein ástæða til að útskýra þessa breyttu kynhegðun ungs fólks. Þetta segir Sigríður Dögg Arnardóttir, betur þekkt sem Sigga Dögg kynfræðingur. „Kannski gerir unga fólkið meiri kröfur um fullnægjandi kynlíf og sættir sig því ekki við hvað sem er. Það er svo margt sem kemur til greina því tölfræðin er nokkuð ný og fólk áttar sig ekki alveg á því af hverju þetta stafar því ástæðurnar eru svo margar. Það má líka skoða hvernig ungt fólk skilgreinir kynlíf, kannski hefur skilgreiningin breyst og tölurnar eru að endurspegla það frekar en minni áhuga á kynlífi,“ segir Sigga Dögg. „En þetta spilar allt saman, búseta, sambandsform, kynsjúkdómar, menntun, rafræn pressa og samanburður. Ungt fólk í dag er líka líklegra til að vera kvíðið og þunglynt og það getur nánast gert út af við kynlífið að upplifa slíkar tilfinningar. Þannig að þetta er flókin flétta sem þarf örugglega að skoða nokkuð einstaklingsmiðað.“ Þú getur gert það snemma að morgni, getur gert það út í horni, þú getur gert það þó’ann þorni, þú getur gert það hvar sem er.Getty/PeopleImagesAlgengara er orðið að fólk sé í óhefðbundnari samböndum líkt og fjarsamböndum eða í sambandi en samt ekki í sambúð og fólk býr lengur í foreldrahúsum meðal annars vegna fasteignaverðs og aukinnar menntunar. Sigga Dögg segir að skilgreiningin á bak við sambönd hafi því ef til vill breyst. Aðspurð hvort þetta sé áhyggjuefni ef litið er til lækkandi fæðingartíðni eða fagnaðarefni ef horft er til kynsjúkdóma segir hún það óljóst. „Það fer í raun bara eftir því á hvað er horft. Það er ekki minna um kynsjúkdómasmit heldur virðist það vera upp á við svo þetta er ekki að skila sér þar og þegar kemur að barneignum þá eru aðrir hlutir uppi á teningnum eins og að konur í dag verða ekki að eignast börn heldur mega kjósa að vera barnlausar. Það er frekar nýlegt að samfélagið opni fyrir slíkar hugmyndir.“ Með öllum þeim tækniframförum sem hafa orðið til og tilkomu samfélagsmiðla, hvernig sýnir fólk hvert öðru áhuga? „Samskiptin byrja yfirleitt rafrænt eða þau geta byrjað á því að rekast á manneskju en fyrsta skref er þá að fletta viðkomandi upp, eða finna á Tinder. Svo er spjallað aðeins þar og svo færir fólk sig yfir á Instagram og fylgist með story hjá hvort öðru þar og líkar við myndir. Svo fer það jafnvel á stefnumót í raunveruleikanum, og ef það gengur vel þá mögulega fer fólk á Messenger á Facebook og heldur áfram í rafrænum samskiptum þangað til það kannski hittist aftur en rafrænt virðist Facebook vera oft seinasta vígið,“ segir Sigga Dögg. „En það virðist ekki vera meira um framhjáhöld þrátt fyrir tilkomu samfélagsmiðla. Þessar tölur hafa haldist nokkuð stöðugar en skilgreiningin á framhjáhaldi og sambandsformum er að breytast svo kannski þurfum við að fara að endurskilgreina okkur til að skilja um hvað málið raunverulega snýst.
Birtist í Fréttablaðinu Fjölskyldumál Kynlíf Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Fleiri fréttir Lifandi tónlist og kósý væb í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Sjá meira