Innlent

Engin for­dæmi fyrir pálma­trés­byggingu á Ís­landi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ingólfur Guðnason, garðyrkjubóndi í Laugási og brautarstjóri í Landbúnaðarháskóla Íslands.
Ingólfur Guðnason, garðyrkjubóndi í Laugási og brautarstjóri í Landbúnaðarháskóla Íslands.
Ingólfur Guðnason, brautarstjóri í Landbúnaðarháskóla Íslands, segir að listaverkið Pálmatré, sem reisa á í nýrri Vogabyggð í austurhluta Reykjavíkur, sé flókið. Ekkert útiloki þó að það sé mögulegt.

Fjallað var um listaverkið í fréttum Stöðvar 2 í gær en um er að ræða tvö pálmatré sem verða inni í glersúlum sem virka svipað og gróðurhús. Fram hefur komið að kostnaður við verkið að frátöldum rekstrar- og viðhaldskostnaði, verður um 140 milljónir króna. Áætlun fyrir rekstrar- og viðhaldskostnað verður gerð á framkvæmdartíma.

„Það eru engin fordæmi fyrir svona byggingu hér á landi sem er í líkingu við þetta, þannig að ég get ekki lagt neitt mat á kostnaðarliðina í framkvæmdinni sjálfri,“ segir Ingólfur.

„Það er flókið mál hreinlega að finna svona tré, koma þeim til landsins og útbúa aðstöðu sem að dugar henni til að lifa þarna um ókomin ár.“

Frétt Stöðvar 2 má sjá að neðan.


Tengdar fréttir

Segir útilistaverkið Pálmatré ekki dýrt

Safnstjóri Listasafns Reykjavíkur segir útilistaverkið Pálmatré sem varð hlutskarpast í samkeppni um útilistaverk ekki dýrt. Um sé að ræða afar metnaðarfullt verk sem muni hafa jákvæð áhrif á mannlíf á svæðinu. Kostnaður við það komi frá innviðagjöldum lóðahafa á svæðinu. Listamaðurinn fær tæpar fimmtán milljónir króna í sinn hlut fyrir uppsetningu, hönnun og eftirfylgni með verkinu.

Gætu ræktað 250 hektara fyrir pálmatrén

Hægt er að gróðursetja nýjan 250 hektara útivistarskóg fyrir þær 135 milljónir sem talið er að kosti að setja niður tvö pálmatré í nýrri Vogabyggð í Reykjavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×