Erlent

Evrópuþingið viðurkennir Guaidó sem forseta

Kjartan Kjartansson skrifar
Afgerandi meirihluti þingmanna á Evrópuþinginu samþykkti ályktun um að þingið viðurkenndi Juan Guaidó, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Venesúela, sem forseta landsins til bráðabirgða í dag. Hvatti þingið aðildarríki Evrópusambandsins til þess að viðurkenna Guaidó.

Guaidó lýsti sjálfan sig forseta til bráðabirgða í síðustu viku. Bandarísk og kanadísk stjórnvöld hafa þegar viðurkennt hann sem forseta. Ályktunin í Evrópuþinginu var samþykkt með atkvæðum 429 þingmanna, 104 kusu gegn henni og 88 sátu hjá, að sögn Reuters-fréttastofunnar.

Evrópusambandið er sagt hikandi við að viðurkenna Guaidó þar sem það óttist hvers konar fordæmi það væri í ljósi þess að Guaidó lýsti sjálfan sig forseta. Bresk, frönsk, þýsk og spænsk stjórnvöld hafa hins vegar hótað því að viðurkenna Guaidó nema Nicolas Maduro, forseti Venesúela, boði til kosninga innan átta daga.

Maduro, sem sakaður er um að hafa unnið endurkjör sem forseti með svikum, hefur hafnað því að boða til kosninga.


Tengdar fréttir

Á leynifundum með hernum í Venesúela

Juan Guaido leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela hefur haldið leynifundi með yfirmönnum hersins í landinu til að reyna að fá herinn á sitt band, en spennan magnast nú ört í landinu.

Venesúelamenn vilja vestræn vopn

Liðhlaupar úr venesúelska hernum leita á náðir Bandaríkjanna og biðja um að stjórnarandstæðingum í Venesúela séu send vopn svo hægt sé að steypa Nic­olás Maduro forseta af stóli.

Guaidó í farbann og eignir frystar

Hæstiréttur Venesúela hefur bannað leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu, Juan Guaídó, að yfirgefa landið og þá hafa bankareikningar hans verið frystir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×