Minnihlutinn í borginni æfur yfir pálmatrjám Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 31. janúar 2019 20:00 Sjálfstæðismenn í borginni lögðu fram tillögu á fundi Borgarráðs í morgun um að ráðið endurskoði áform um að setja upp verkið Pálmatré í Vogabyggð en kostnaður við verkið er áætlaður 140 milljónir króna og er fjármagnaður með innviðagjöldum lóðahafa. Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðismanna í borginni gerir ýmsar athugasemdir. „Þetta er tíu sinnum hærri fjárhæð en varið er til listaverkakaupa í borginni og svo eru margir sem efast um að þetta gangi upp sem listaverk. Þá eru innviðagjöld skattur á hús og við efumst um að það sé lögmætt að taka svona mikið hlutfall af þeim í listaverkakaup, þetta leggst einfaldlega á íbúðaverð,“ segir Eyþór. Vigdís Haukdsdóttir oddviti Miðflokksins í borginni tekur í sama streng. „Það sjá allir að þetta er óraunhæft og ég spaugaði með það í morgun á borgarráðisfundi að það hefði átt að tala við mig ég er garðyrkjumaður. Fólki er ofboðið yfir þessari hugmynd,“ segir Vigdís. Kolbrún Baldursdóttir oddivit Flokks fólksins er á sama máli. „Þetta kom eins og kjaftshögg á mig og okkur. Maður er rétt að rísa upp eftir þennan braggaskandal. Mér svelgdist á kvöldmatnum þegar ég heyrði af verkinu. Hugmyndin er firring og fáranleg og það sem fólk er búið að lýsa er ekki raunhæft fyrir fimm aura,“ segir Kolbrún. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir formaður borgarráðs segir að málið fari til skipulagsráðs og tillaga Sjálfstæðismanna verði afgreidd á fundi borgarráðs. „Við munum skoða þetta í skipulagsráði, það þarf að koma verkinu fyrir, aðlaga að umhverfinu og kostnaðarmeta það,“ segir Þórdís. Viðhaldskostnaður við verkið Pálmatré hefur ekki verið áætlaður en það verður gert á framkvæmdartíma. „Við höfum ekki velt því fyrir okkur því þetta var dómnefnd að skila sýnum niðurstöðum í listasamkeppni,“ segir Þórdís. Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Styttur og útilistaverk Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Tvær á toppnum Innlent Fleiri fréttir Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sjá meira
Sjálfstæðismenn í borginni lögðu fram tillögu á fundi Borgarráðs í morgun um að ráðið endurskoði áform um að setja upp verkið Pálmatré í Vogabyggð en kostnaður við verkið er áætlaður 140 milljónir króna og er fjármagnaður með innviðagjöldum lóðahafa. Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðismanna í borginni gerir ýmsar athugasemdir. „Þetta er tíu sinnum hærri fjárhæð en varið er til listaverkakaupa í borginni og svo eru margir sem efast um að þetta gangi upp sem listaverk. Þá eru innviðagjöld skattur á hús og við efumst um að það sé lögmætt að taka svona mikið hlutfall af þeim í listaverkakaup, þetta leggst einfaldlega á íbúðaverð,“ segir Eyþór. Vigdís Haukdsdóttir oddviti Miðflokksins í borginni tekur í sama streng. „Það sjá allir að þetta er óraunhæft og ég spaugaði með það í morgun á borgarráðisfundi að það hefði átt að tala við mig ég er garðyrkjumaður. Fólki er ofboðið yfir þessari hugmynd,“ segir Vigdís. Kolbrún Baldursdóttir oddivit Flokks fólksins er á sama máli. „Þetta kom eins og kjaftshögg á mig og okkur. Maður er rétt að rísa upp eftir þennan braggaskandal. Mér svelgdist á kvöldmatnum þegar ég heyrði af verkinu. Hugmyndin er firring og fáranleg og það sem fólk er búið að lýsa er ekki raunhæft fyrir fimm aura,“ segir Kolbrún. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir formaður borgarráðs segir að málið fari til skipulagsráðs og tillaga Sjálfstæðismanna verði afgreidd á fundi borgarráðs. „Við munum skoða þetta í skipulagsráði, það þarf að koma verkinu fyrir, aðlaga að umhverfinu og kostnaðarmeta það,“ segir Þórdís. Viðhaldskostnaður við verkið Pálmatré hefur ekki verið áætlaður en það verður gert á framkvæmdartíma. „Við höfum ekki velt því fyrir okkur því þetta var dómnefnd að skila sýnum niðurstöðum í listasamkeppni,“ segir Þórdís.
Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Styttur og útilistaverk Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Tvær á toppnum Innlent Fleiri fréttir Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sjá meira