May leitar leiða til þess að losa um Brexit-hnútinn Gunnar Reynir Valþórsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 21. janúar 2019 13:38 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, leitar nú allra leiða til þess að leysa deilurnar á þingi um Brexit. vísir/getty Theresa May, forsætisráðherra Breta, mun í dag kynna næstu skref varðandi Brexit eftir að breska þingið hafnaði útgöngusamningnum sem ríkisstjórn hennar og Evrópusambandið náðu samkomulagi um á síðasta ári.BBC greinir frá því að May muni reyna að sannfæra samflokksmenn sína í Íhaldsflokknum sem og þingmenn Norður-írska sambandsflokksins (DUP) um að snúast á sveif með sér og útgöngusamningnum við ESB. Mun hún reyna að eyða áhyggjum þeirra af framtíðarlandamærum Írlands og Norður-Írlands, sem hafa verið helsti ásteitingarsteinninn í Brexit-málunum öllum. Fyrir helgi talaði May mikið um að vinna að lausn Brexit þvert á flokka en nú virðist ljóst að Verkamannaflokkurinn ætli ekki í þá vegferð. Því á hún aðeins þann kost í stöðunni að reyna að vinna samflokksmenn sína, sem hingað til hafa verið henni andsnúnir, á sitt band. Í umfjöllun BBC segir að hún freisti þess nú að sýna leiðtogum Evrópusambandsins fram á að samflokksmenn hennar allir séu reiðubúnir til að greiða útgöngusamningi við ESB sitt atkvæði, þrátt fyrir að samningurinn tryggi ekki að landamærin á Írlandi verði opin um alla framtíð. Samþykki breska þingið ekki neinn útgöngusamning gæti það farið svo að Bretland yfirgefi ESB þann 29. mars næstkomandi án samnings eða nokkurs aðlögunartímabils. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Corbyn hundsaði boð May um viðræður Formaður Verkamannaflokksins segir viðræður forsætisráðherra um framhaldið í Brexit-málinu sýndarmennsku. Vill að samningslaus útganga sé fyrst tekin af borðinu. Það vill May ekki gera. 18. janúar 2019 07:15 Theresa May ræðir við ESB-leiðtoga Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, og Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, ræddust í gær við í síma um næstu skref í Brexit-málinu. 19. janúar 2019 07:45 May reynir að ná þverpólitískri sátt um Brexit Breski forsætisráðherrann ræðir við pólitíska samherja og andstæðinga um framhald Brexit í dag. 17. janúar 2019 10:41 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Breta, mun í dag kynna næstu skref varðandi Brexit eftir að breska þingið hafnaði útgöngusamningnum sem ríkisstjórn hennar og Evrópusambandið náðu samkomulagi um á síðasta ári.BBC greinir frá því að May muni reyna að sannfæra samflokksmenn sína í Íhaldsflokknum sem og þingmenn Norður-írska sambandsflokksins (DUP) um að snúast á sveif með sér og útgöngusamningnum við ESB. Mun hún reyna að eyða áhyggjum þeirra af framtíðarlandamærum Írlands og Norður-Írlands, sem hafa verið helsti ásteitingarsteinninn í Brexit-málunum öllum. Fyrir helgi talaði May mikið um að vinna að lausn Brexit þvert á flokka en nú virðist ljóst að Verkamannaflokkurinn ætli ekki í þá vegferð. Því á hún aðeins þann kost í stöðunni að reyna að vinna samflokksmenn sína, sem hingað til hafa verið henni andsnúnir, á sitt band. Í umfjöllun BBC segir að hún freisti þess nú að sýna leiðtogum Evrópusambandsins fram á að samflokksmenn hennar allir séu reiðubúnir til að greiða útgöngusamningi við ESB sitt atkvæði, þrátt fyrir að samningurinn tryggi ekki að landamærin á Írlandi verði opin um alla framtíð. Samþykki breska þingið ekki neinn útgöngusamning gæti það farið svo að Bretland yfirgefi ESB þann 29. mars næstkomandi án samnings eða nokkurs aðlögunartímabils.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Corbyn hundsaði boð May um viðræður Formaður Verkamannaflokksins segir viðræður forsætisráðherra um framhaldið í Brexit-málinu sýndarmennsku. Vill að samningslaus útganga sé fyrst tekin af borðinu. Það vill May ekki gera. 18. janúar 2019 07:15 Theresa May ræðir við ESB-leiðtoga Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, og Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, ræddust í gær við í síma um næstu skref í Brexit-málinu. 19. janúar 2019 07:45 May reynir að ná þverpólitískri sátt um Brexit Breski forsætisráðherrann ræðir við pólitíska samherja og andstæðinga um framhald Brexit í dag. 17. janúar 2019 10:41 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Sjá meira
Corbyn hundsaði boð May um viðræður Formaður Verkamannaflokksins segir viðræður forsætisráðherra um framhaldið í Brexit-málinu sýndarmennsku. Vill að samningslaus útganga sé fyrst tekin af borðinu. Það vill May ekki gera. 18. janúar 2019 07:15
Theresa May ræðir við ESB-leiðtoga Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, og Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, ræddust í gær við í síma um næstu skref í Brexit-málinu. 19. janúar 2019 07:45
May reynir að ná þverpólitískri sátt um Brexit Breski forsætisráðherrann ræðir við pólitíska samherja og andstæðinga um framhald Brexit í dag. 17. janúar 2019 10:41
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent