Ofureinföldun Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 22. janúar 2019 07:30 Í nýlegri skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða er að finna ævintýralega einföldun á þeim flóknu líffræðilegu ferlum sem eiga sér stað í vistkerfum sjávar við Íslandsstrendur. Í skýrslunni eru víðtækar ályktanir dregnar af einföldum reiknidæmum um afrán hvala sem byggja á tveggja áratuga gömlum gögnum og aðferðum. Í raun sætir það furðu að skýrsluhöfundar hafi ekki vandað betur til verka í útreikningum sínum, til dæmis með víðtækara samráði við sérfræðinga í sjávarlíffræði og vistfræði, og með því að afla sér nýjustu þekkingar á hlutverki hvala í lífkerfum sjávar, enda er sá kafli skýrslunnar sá eini sem í raun krefst vísindalegrar nálgunar og vinnubragða. Aðrir kaflar hennar — sem eru ágætir — byggja ýmist á opinberum gögnum, sögulegu yfirliti eða túlkun höfunda. Ef markmiðið var að færa atvinnuvegaráðuneytinu leiðarvísi að mótun framtíðarskipulags hvalveiða hér á landi þá hefur Hagfræðistofnun mistekist ætlunarverkið, og ráðuneytið fengið í hendurnar plagg sem ætti undir öllum eðlilegum kringumstæðum að hafa lítið sem ekkert vægi í umræðunni um framtíð hvalveiða á Íslandi. Það eru þó ekki aðeins sjálfar niðurstöður skýrslunnar og aðferðir höfunda hennar sem eru vafasamar. Það sem ekki er fjallað um skiptir máli. Í skýrslunni er ekki minnst einu orði á þær miklu breytingar sem eiga sér stað í lífríki hafsins með hlýnun sjávar. Breytingar sem meðal annars taka til útbreiðslu fiskistofna og munu „torvelda mjög allt mat á áhrifum hvalveiða á lífríkið og afrakstur fiskistofna“, eins og segir í frétt Hafrannsóknastofnunar. Óvissuþættirnir eru einfaldlega of margir til þess að hægt sé að horfa fram hjá þeim. Sú staðreynd að það sé gert gerir skýrslu Hagfræðistofnunar að litlu öðru en hugaræfingu um hvalveiðar í heimi sem ekki stendur frammi fyrir hrörnun og breytingu vistkerfa á heimsvísu. Jafnframt er ómögulegt að horfa fram hjá siðferðilegum álitamálum þegar hvalveiðar eru annars vegar. Ef hægt er að velta upp hugmyndum um lagasetningu til að sporna við hryðjuverkastarfsemi róttækra náttúruverndarsinna, líkt og gert er í skýrslunni, þá ætti sannarlega að vera hægt að fjalla um ný vísindi um vitsmuni þessara spendýra og margslungið hegðunarmynstur. Skýrslan dregur óneitanlega dám af þeirri skaðlegu og aldagömlu hugmynd að manneskjan sé á einhvern hátt ofar öðrum lífverum sett. Að náttúran sé auðlind sem óhætt sé að hagnýta út í hið ýtrasta. Blessunarlega eru slíkar hugmyndir á undanhaldi. Það að einblína aðeins á stofnstærð eða heildaráhrif og hundsa velferð hvers einstaklings er vitnisburður um bjagað gildismat, það gengur þvert gegn nútíma þekkingu og á lítið erindi í upplýsta umræðu um samspil mannskepnunnar og náttúrunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Skoðun Mest lesið Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Í nýlegri skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða er að finna ævintýralega einföldun á þeim flóknu líffræðilegu ferlum sem eiga sér stað í vistkerfum sjávar við Íslandsstrendur. Í skýrslunni eru víðtækar ályktanir dregnar af einföldum reiknidæmum um afrán hvala sem byggja á tveggja áratuga gömlum gögnum og aðferðum. Í raun sætir það furðu að skýrsluhöfundar hafi ekki vandað betur til verka í útreikningum sínum, til dæmis með víðtækara samráði við sérfræðinga í sjávarlíffræði og vistfræði, og með því að afla sér nýjustu þekkingar á hlutverki hvala í lífkerfum sjávar, enda er sá kafli skýrslunnar sá eini sem í raun krefst vísindalegrar nálgunar og vinnubragða. Aðrir kaflar hennar — sem eru ágætir — byggja ýmist á opinberum gögnum, sögulegu yfirliti eða túlkun höfunda. Ef markmiðið var að færa atvinnuvegaráðuneytinu leiðarvísi að mótun framtíðarskipulags hvalveiða hér á landi þá hefur Hagfræðistofnun mistekist ætlunarverkið, og ráðuneytið fengið í hendurnar plagg sem ætti undir öllum eðlilegum kringumstæðum að hafa lítið sem ekkert vægi í umræðunni um framtíð hvalveiða á Íslandi. Það eru þó ekki aðeins sjálfar niðurstöður skýrslunnar og aðferðir höfunda hennar sem eru vafasamar. Það sem ekki er fjallað um skiptir máli. Í skýrslunni er ekki minnst einu orði á þær miklu breytingar sem eiga sér stað í lífríki hafsins með hlýnun sjávar. Breytingar sem meðal annars taka til útbreiðslu fiskistofna og munu „torvelda mjög allt mat á áhrifum hvalveiða á lífríkið og afrakstur fiskistofna“, eins og segir í frétt Hafrannsóknastofnunar. Óvissuþættirnir eru einfaldlega of margir til þess að hægt sé að horfa fram hjá þeim. Sú staðreynd að það sé gert gerir skýrslu Hagfræðistofnunar að litlu öðru en hugaræfingu um hvalveiðar í heimi sem ekki stendur frammi fyrir hrörnun og breytingu vistkerfa á heimsvísu. Jafnframt er ómögulegt að horfa fram hjá siðferðilegum álitamálum þegar hvalveiðar eru annars vegar. Ef hægt er að velta upp hugmyndum um lagasetningu til að sporna við hryðjuverkastarfsemi róttækra náttúruverndarsinna, líkt og gert er í skýrslunni, þá ætti sannarlega að vera hægt að fjalla um ný vísindi um vitsmuni þessara spendýra og margslungið hegðunarmynstur. Skýrslan dregur óneitanlega dám af þeirri skaðlegu og aldagömlu hugmynd að manneskjan sé á einhvern hátt ofar öðrum lífverum sett. Að náttúran sé auðlind sem óhætt sé að hagnýta út í hið ýtrasta. Blessunarlega eru slíkar hugmyndir á undanhaldi. Það að einblína aðeins á stofnstærð eða heildaráhrif og hundsa velferð hvers einstaklings er vitnisburður um bjagað gildismat, það gengur þvert gegn nútíma þekkingu og á lítið erindi í upplýsta umræðu um samspil mannskepnunnar og náttúrunnar.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun