Ísland veðjar á þessa fimm afreksþjálfara fyrir framtíðina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2019 17:30 Þessi fimm eru á leiðinni til Noregs en þau eru Arna Þórey Sveinbjörnsdóttir, Hermann Þór Haraldsson, Jón Gunnlaugur Viggósson, Haukur Már Ólafsson og Finnur Freyr Stefánsson. Mynd/ÍSÍ Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur átt fulltrúa í norrænni nefnd um þjálfaramenntun og þróun hennar í allmörg ár. Af því tilefni hefur sambandið veðjað á fimm afreksþjálfara sem fá tækifæri til að sækja sér reynslu og menntun fyrir framtíðina. Framtíðarþjálfararnir í ár koma úr handbolta, körfubolta, golfi, íþróttum fatlaðra og sundi. Að þessu sinni var þar enginn fótboltaþjálfari, fimleikaþjálfari eða frjálsíþróttaþjálfari svo einhverjar íþróttagreinar séu nefndar. Nefndin er nú með verkefni í gangi þar sem fimm afreksþjálfarar frá hverju landi, Íslandi, Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi fá sérstaka fræðslu, bæði í sínum heimalöndum og svo á tveggja daga fræðslufundi í Olympiatoppen í Noregi í lok janúar. Íslensku þjálfararnir sem taka þátt í verkefninu fyrir hönd Íslands eru þau Arna Þórey Sveinbjörnsdóttir (Sundsamband Íslands-SSÍ), Finnur Freyr Stefánsson (Körfuknattleikssamband Íslands-KKÍ), Haukur Már Ólafsson (Golfsamband Íslands-GSÍ), Hermann Þór Haraldsson (Íþróttasamband fatlaðra-ÍF) og Jón Gunnlaugur Viggósson (Handknattleikssamband Íslands-HSÍ). Þjálfararnir fimm sátu fræðslufund í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal föstudaginn 18. janúar síðastliðinn. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Fyrirlesarar á fræðslufundinum á dögunum voru þeir Viðar Halldórsson íþróttafélagsfræðingur og Daði Rafnsson íþróttasálfræðingur. Fulltrúi ÍSÍ í norrænu nefndinni er Viðar Sigurjónsson skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri og mun hann fara með þjálfarahópnum til Noregs seinna í þessum mánuði. Íþróttir Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Handbolti Fleiri fréttir Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Sjá meira
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur átt fulltrúa í norrænni nefnd um þjálfaramenntun og þróun hennar í allmörg ár. Af því tilefni hefur sambandið veðjað á fimm afreksþjálfara sem fá tækifæri til að sækja sér reynslu og menntun fyrir framtíðina. Framtíðarþjálfararnir í ár koma úr handbolta, körfubolta, golfi, íþróttum fatlaðra og sundi. Að þessu sinni var þar enginn fótboltaþjálfari, fimleikaþjálfari eða frjálsíþróttaþjálfari svo einhverjar íþróttagreinar séu nefndar. Nefndin er nú með verkefni í gangi þar sem fimm afreksþjálfarar frá hverju landi, Íslandi, Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi fá sérstaka fræðslu, bæði í sínum heimalöndum og svo á tveggja daga fræðslufundi í Olympiatoppen í Noregi í lok janúar. Íslensku þjálfararnir sem taka þátt í verkefninu fyrir hönd Íslands eru þau Arna Þórey Sveinbjörnsdóttir (Sundsamband Íslands-SSÍ), Finnur Freyr Stefánsson (Körfuknattleikssamband Íslands-KKÍ), Haukur Már Ólafsson (Golfsamband Íslands-GSÍ), Hermann Þór Haraldsson (Íþróttasamband fatlaðra-ÍF) og Jón Gunnlaugur Viggósson (Handknattleikssamband Íslands-HSÍ). Þjálfararnir fimm sátu fræðslufund í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal föstudaginn 18. janúar síðastliðinn. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Fyrirlesarar á fræðslufundinum á dögunum voru þeir Viðar Halldórsson íþróttafélagsfræðingur og Daði Rafnsson íþróttasálfræðingur. Fulltrúi ÍSÍ í norrænu nefndinni er Viðar Sigurjónsson skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri og mun hann fara með þjálfarahópnum til Noregs seinna í þessum mánuði.
Íþróttir Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Handbolti Fleiri fréttir Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Sjá meira