Sigmundur segir ákvörðun Alþingis sorglega Heimir Már Pétursson skrifar 22. janúar 2019 19:30 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Vísir/Vilhelm Alþingi kaus í dag tvo nýja varaforseta í bráðabirgða til að fara með mál Klaustur-þingmanna og Ágústs Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, í siðamálum. Formaður Miðflokksins segir málatilbúnað forseta Alþingis sorglegan. Forsætisnefnd Alþingis komst að þeirri niðurstöðu fyrir áramót að hún væri vanhæf, eins og þorri þingmanna, til að fjalla um mögulegt brot sex þingmanna Miðflokksins og þáverandi þingmanna Flokks fólksins á siðareglum Alþingis í Klausturmálinu svo kallaða þar sem nefndarfólk hafi allt tjáð sig um málið á opinberum vettvangi. Síðan þá hefur mögulegu broti Ágústs Ólafs Ágústssonar einnig verið vísað til nefndarinnar. Því var ákveðið að tilnefna þau Steinunni Þóru Árnadóttur og Harald Benediktsson í embætti varaforseta til að fara með þessi mál og voru þau kosin til þess á Alþingi í dag. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis rakti í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar hvernig kosning tveggja nýrra varaforseta samrýmdist þingskapalögum. „Ég vil svo láta þess getið að það er einróma afstaða bæði í forsætisnefnd og á vettvangi með formönnum þingflokka að taka beri stöðu forsætisnefndar að þessu leyti gagnvart siðareglunum til endurskoðunar,” sagði Steingrímur. Þingmenn Miðflokksins og þeir þingmenn sem reknir voru úr Flokki fólksins eftir Klaustur málið voru einir um að tjá sig um málatilbúnað forseta Alþingis og kosningu varaforsetanna tveggja. En þau telja kosningu þeirra ekki samræmast þingskapalögum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins sagði forseta hafa lýst því yfir fyrir áramót að hann hygðist láta breyta lögum. „Og beita þeim svo afturvirkt til að ná ákveðinni niðurstöðu. Einhver hefur sagt honum að það gengi ekki upp. Þá kynnir hann aðra leið sem gengur heldur engan veginn upp og er hreint út sagt fráleit. Nánast fyndin ef hún væri ekki sorgleg vegna þess að hún varðar heiður þingsins,” sagði Sigmundur Davíð. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Sökuðu forseta Alþingis um valdníðslu og lögbrot Alþingi kaus í dag tvo nýja varaforseta tímabundið til að fara með Klaustursmálið svokallaða þar sem forsætisnefnd þingsins hafði lýst sig vanhæfa til að fara með málið. 22. janúar 2019 15:06 Segir Steingrím nýta stöðu sína til að setja upp pólitísk réttarhöld í Klaustursmálinu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, telur að málsmeðferð Alþingis á Klaustursmálinu svokallaða séu pólitísk réttarhöld í boði Steingríms J. Sigfússonar, forseta alþingis. Hann segir að Steingrímur telji sig eiga harma að hefna og sé nú að nýta stöðu sína sem forseti í þeim tilgangi. 21. janúar 2019 07:39 Segir Steingrím J. Sigfússon einhvern mesta popúlista íslenskra stjórnmála Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að viðhorf Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis og þingmanns Vinstri grænna, í sinn garð sé vel þekkt. Það þýði samt ekki forseti þingsins geti nú leyft sér það að nota aðstöðu sína í einhverja prívat herferð gegn Sigmundi Davíð. 22. janúar 2019 10:45 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fleiri fréttir Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Sjá meira
Alþingi kaus í dag tvo nýja varaforseta í bráðabirgða til að fara með mál Klaustur-þingmanna og Ágústs Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, í siðamálum. Formaður Miðflokksins segir málatilbúnað forseta Alþingis sorglegan. Forsætisnefnd Alþingis komst að þeirri niðurstöðu fyrir áramót að hún væri vanhæf, eins og þorri þingmanna, til að fjalla um mögulegt brot sex þingmanna Miðflokksins og þáverandi þingmanna Flokks fólksins á siðareglum Alþingis í Klausturmálinu svo kallaða þar sem nefndarfólk hafi allt tjáð sig um málið á opinberum vettvangi. Síðan þá hefur mögulegu broti Ágústs Ólafs Ágústssonar einnig verið vísað til nefndarinnar. Því var ákveðið að tilnefna þau Steinunni Þóru Árnadóttur og Harald Benediktsson í embætti varaforseta til að fara með þessi mál og voru þau kosin til þess á Alþingi í dag. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis rakti í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar hvernig kosning tveggja nýrra varaforseta samrýmdist þingskapalögum. „Ég vil svo láta þess getið að það er einróma afstaða bæði í forsætisnefnd og á vettvangi með formönnum þingflokka að taka beri stöðu forsætisnefndar að þessu leyti gagnvart siðareglunum til endurskoðunar,” sagði Steingrímur. Þingmenn Miðflokksins og þeir þingmenn sem reknir voru úr Flokki fólksins eftir Klaustur málið voru einir um að tjá sig um málatilbúnað forseta Alþingis og kosningu varaforsetanna tveggja. En þau telja kosningu þeirra ekki samræmast þingskapalögum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins sagði forseta hafa lýst því yfir fyrir áramót að hann hygðist láta breyta lögum. „Og beita þeim svo afturvirkt til að ná ákveðinni niðurstöðu. Einhver hefur sagt honum að það gengi ekki upp. Þá kynnir hann aðra leið sem gengur heldur engan veginn upp og er hreint út sagt fráleit. Nánast fyndin ef hún væri ekki sorgleg vegna þess að hún varðar heiður þingsins,” sagði Sigmundur Davíð.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Sökuðu forseta Alþingis um valdníðslu og lögbrot Alþingi kaus í dag tvo nýja varaforseta tímabundið til að fara með Klaustursmálið svokallaða þar sem forsætisnefnd þingsins hafði lýst sig vanhæfa til að fara með málið. 22. janúar 2019 15:06 Segir Steingrím nýta stöðu sína til að setja upp pólitísk réttarhöld í Klaustursmálinu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, telur að málsmeðferð Alþingis á Klaustursmálinu svokallaða séu pólitísk réttarhöld í boði Steingríms J. Sigfússonar, forseta alþingis. Hann segir að Steingrímur telji sig eiga harma að hefna og sé nú að nýta stöðu sína sem forseti í þeim tilgangi. 21. janúar 2019 07:39 Segir Steingrím J. Sigfússon einhvern mesta popúlista íslenskra stjórnmála Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að viðhorf Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis og þingmanns Vinstri grænna, í sinn garð sé vel þekkt. Það þýði samt ekki forseti þingsins geti nú leyft sér það að nota aðstöðu sína í einhverja prívat herferð gegn Sigmundi Davíð. 22. janúar 2019 10:45 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fleiri fréttir Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Sjá meira
Sökuðu forseta Alþingis um valdníðslu og lögbrot Alþingi kaus í dag tvo nýja varaforseta tímabundið til að fara með Klaustursmálið svokallaða þar sem forsætisnefnd þingsins hafði lýst sig vanhæfa til að fara með málið. 22. janúar 2019 15:06
Segir Steingrím nýta stöðu sína til að setja upp pólitísk réttarhöld í Klaustursmálinu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, telur að málsmeðferð Alþingis á Klaustursmálinu svokallaða séu pólitísk réttarhöld í boði Steingríms J. Sigfússonar, forseta alþingis. Hann segir að Steingrímur telji sig eiga harma að hefna og sé nú að nýta stöðu sína sem forseti í þeim tilgangi. 21. janúar 2019 07:39
Segir Steingrím J. Sigfússon einhvern mesta popúlista íslenskra stjórnmála Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að viðhorf Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis og þingmanns Vinstri grænna, í sinn garð sé vel þekkt. Það þýði samt ekki forseti þingsins geti nú leyft sér það að nota aðstöðu sína í einhverja prívat herferð gegn Sigmundi Davíð. 22. janúar 2019 10:45