Mike Ashley vill kaupa plötuverslunarkeðjuna HMV Kristinn Ingi Jónsson skrifar 23. janúar 2019 08:00 Mike Ashley, eigandi íþróttavörukeðjunnar Sports Direct. Nordicphotos/Getty Breski kaupsýslumaðurinn Mike Ashley, eigandi Sports Direct, hefur gert tilboð í bresku hljómplötuverslunarkeðjuna HMV sem fór í gjaldþrot í síðasta mánuði. Þetta herma heimildir Financial Times. Ashley, sem hefur látið til sín taka á breskum smásölumarkaði undanfarin misseri, er sagður hafa verið einn „nokkurra“ fjárfesta sem gerðu kauptilboð í HMV. Skiptastjóri á vegum KPMG tók við rekstri keðjunnar, sem rekur um 125 verslanir víða í Bretlandi, í kjölfar þess að hún var tekin til gjaldþrotaskipta í desember. Um tvö þúsund manns starfa hjá HMV. Í frétt Financial Times er bent á að Ashley, sem á jafnframt knattspyrnufélagið Newcastle United, hafi á undanförnum sex mánuðum eignast keðjurnar House of Fraser og Evans Cycles í kjölfar þess að þær fóru í þrot. Jafnframt fer Sports Direct með hlut í tískukeðjunum French Connection og Debenhams. Samkvæmt heimildum Sky News hefur Ashley átt í viðræðum við helstu viðskiptavini og birgja HMV á síðustu tveimur vikum og rætt þar áhuga sinn á því að eignast plötuverslunarkeðjuna. Ekki liggur fyrir hvort eignarhaldið á keðjunni, ef tilboð Ashleys verður samþykkt, verði í gegnum Sports Direct eða annað félag á hans vegum. Keðjan hefur tvisvar sinnum verið tekin til gjaldþrotaskipta á undanförnum sex árum en rekstrarumhverfi hennar hefur versnað hratt á tímabilinu, sér í lagi eftir að streymisveitur hófu að selja aðgang að tónlist á netinu. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Tónlist Mest lesið Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Slógu lán hjá Útvegsbankanum og bankastjórinn hló Atvinnulíf Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Breski kaupsýslumaðurinn Mike Ashley, eigandi Sports Direct, hefur gert tilboð í bresku hljómplötuverslunarkeðjuna HMV sem fór í gjaldþrot í síðasta mánuði. Þetta herma heimildir Financial Times. Ashley, sem hefur látið til sín taka á breskum smásölumarkaði undanfarin misseri, er sagður hafa verið einn „nokkurra“ fjárfesta sem gerðu kauptilboð í HMV. Skiptastjóri á vegum KPMG tók við rekstri keðjunnar, sem rekur um 125 verslanir víða í Bretlandi, í kjölfar þess að hún var tekin til gjaldþrotaskipta í desember. Um tvö þúsund manns starfa hjá HMV. Í frétt Financial Times er bent á að Ashley, sem á jafnframt knattspyrnufélagið Newcastle United, hafi á undanförnum sex mánuðum eignast keðjurnar House of Fraser og Evans Cycles í kjölfar þess að þær fóru í þrot. Jafnframt fer Sports Direct með hlut í tískukeðjunum French Connection og Debenhams. Samkvæmt heimildum Sky News hefur Ashley átt í viðræðum við helstu viðskiptavini og birgja HMV á síðustu tveimur vikum og rætt þar áhuga sinn á því að eignast plötuverslunarkeðjuna. Ekki liggur fyrir hvort eignarhaldið á keðjunni, ef tilboð Ashleys verður samþykkt, verði í gegnum Sports Direct eða annað félag á hans vegum. Keðjan hefur tvisvar sinnum verið tekin til gjaldþrotaskipta á undanförnum sex árum en rekstrarumhverfi hennar hefur versnað hratt á tímabilinu, sér í lagi eftir að streymisveitur hófu að selja aðgang að tónlist á netinu.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Tónlist Mest lesið Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Slógu lán hjá Útvegsbankanum og bankastjórinn hló Atvinnulíf Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira