Fjórtán milljarða þota Norwegian föst í Íran Garðar Örn Úlfarsson skrifar 23. janúar 2019 06:45 Ein hinna nýju Boeing 737 Max 8 þotna í litum norska flugfélagsins Norwegian sem á fjórtán slíkar. Mynd/Boeing Glæný Boeing 737 Max 8 þota flugfélagsins Norwegian sem nauðlent var í Shiraz í Íran 14. desember síðastliðinn er enn föst þar í landi. „Flugvélin er enn með tæknilegt vandamál í Íran. Á þessum tímapunkti vitum við ekki með vissu hversu langan tíma það tekur áður en tæknilið okkar getur hafið störf,“ segir Andreas Hjørnholm, upplýsingafulltrúi hjá Norwegian. Þetta segir Andreas hafa verið stöðuna um áramótin og að hún sé enn óbreytt. Ekkert meira sé hægt að gefa upp um málið. Þar með svarar Norwegian ekki spurningum Fréttablaðsins um hvað hafi valdið því að Boeing-þotunni var nauðlent í Shiraz og hvort vandinn við að koma þotunni í loftið á ný sé eingöngu tæknilegs eðlis eða hvort einnig sé snurða á þræðinum vegna viðskiptabanns Bandaríkjanna á Íran og efnahagsþvingana sem landið sé beitt vegna þróunar þess á notkun kjarnorku. Boeing-þotan var nýlögð upp í áætlunarflug Norwegian frá Dúbaí til Óslóar í Noregi þegar upp kom svo alvarleg bilun í öðrum hreyfli vélarinnar að flugstjórinn óskaði leyfis flugmálayfirvalda í Íran til að lenda þar. Farþegarnir og áhöfnin, alls 186 manns, voru sótt daginn eftir og komið til Ósló en skilja þurfti þotuna eftir. Leiddar hafa verið líkur að því að viðskiptabannið gegn Íran flæki stöðuna verulega fyrir Norwegian þar sem bannað er selja varahluti frá Bandaríkjunum til landsins. Þetta fæst þó ekki staðfest hjá flugfélaginu sem fyrr segir. Haft hefur verið eftir fulltrúum félagsins í nokkrum erlendum fjölmiðlum að tafirnar helgist af pappírsvinnu vegna flókins regluverks í Íran. Þess má geta að listaverð á Boeing 737 Max 8 þotum er 117 milljónir dala. Það þýðir að þota að jafnvirði rúmlega 14 milljarða króna, hafi hún verið keypt á listaverði, situr föst á flugvelli í Íran og Norwegian kveðst ekki geta svarað því hvenær hún næst þaðan. Atvikið er einnig athyglisvert fyrir þær sakir að Boeing 737 Max 8 þotan er nákvæmlega sömu tegundar og álíka gömul og þotan sem hrapaði í lok október eftir flugtak í Indónesíu. Allir um borð í þeirri vél fórust. Norwegian flýgur áætlunarflug frá Íslandi til ýmissa borga í Evrópu, meðal þeirra eru Ósló, Alicante, London, Madríd, Róm og Barcelona. Af 160 flugvéla flota félagsins eru fjórtán þotur af gerðinni Boeing 737 Max 8. Ekki fékkst svar frá Norwegian í gær um hvort sú þotutegund er á áætlun til og frá Íslandi.Uppfært 10:20 Í ljósi ábendinga hefur fréttin verið lagfærð, felld var út setning um meinta bilun í hreyfli vélar sem fórst eftir flugtak í Indónesíu. Birtist í Fréttablaðinu Boeing Fréttir af flugi Íran Noregur Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Sjá meira
Glæný Boeing 737 Max 8 þota flugfélagsins Norwegian sem nauðlent var í Shiraz í Íran 14. desember síðastliðinn er enn föst þar í landi. „Flugvélin er enn með tæknilegt vandamál í Íran. Á þessum tímapunkti vitum við ekki með vissu hversu langan tíma það tekur áður en tæknilið okkar getur hafið störf,“ segir Andreas Hjørnholm, upplýsingafulltrúi hjá Norwegian. Þetta segir Andreas hafa verið stöðuna um áramótin og að hún sé enn óbreytt. Ekkert meira sé hægt að gefa upp um málið. Þar með svarar Norwegian ekki spurningum Fréttablaðsins um hvað hafi valdið því að Boeing-þotunni var nauðlent í Shiraz og hvort vandinn við að koma þotunni í loftið á ný sé eingöngu tæknilegs eðlis eða hvort einnig sé snurða á þræðinum vegna viðskiptabanns Bandaríkjanna á Íran og efnahagsþvingana sem landið sé beitt vegna þróunar þess á notkun kjarnorku. Boeing-þotan var nýlögð upp í áætlunarflug Norwegian frá Dúbaí til Óslóar í Noregi þegar upp kom svo alvarleg bilun í öðrum hreyfli vélarinnar að flugstjórinn óskaði leyfis flugmálayfirvalda í Íran til að lenda þar. Farþegarnir og áhöfnin, alls 186 manns, voru sótt daginn eftir og komið til Ósló en skilja þurfti þotuna eftir. Leiddar hafa verið líkur að því að viðskiptabannið gegn Íran flæki stöðuna verulega fyrir Norwegian þar sem bannað er selja varahluti frá Bandaríkjunum til landsins. Þetta fæst þó ekki staðfest hjá flugfélaginu sem fyrr segir. Haft hefur verið eftir fulltrúum félagsins í nokkrum erlendum fjölmiðlum að tafirnar helgist af pappírsvinnu vegna flókins regluverks í Íran. Þess má geta að listaverð á Boeing 737 Max 8 þotum er 117 milljónir dala. Það þýðir að þota að jafnvirði rúmlega 14 milljarða króna, hafi hún verið keypt á listaverði, situr föst á flugvelli í Íran og Norwegian kveðst ekki geta svarað því hvenær hún næst þaðan. Atvikið er einnig athyglisvert fyrir þær sakir að Boeing 737 Max 8 þotan er nákvæmlega sömu tegundar og álíka gömul og þotan sem hrapaði í lok október eftir flugtak í Indónesíu. Allir um borð í þeirri vél fórust. Norwegian flýgur áætlunarflug frá Íslandi til ýmissa borga í Evrópu, meðal þeirra eru Ósló, Alicante, London, Madríd, Róm og Barcelona. Af 160 flugvéla flota félagsins eru fjórtán þotur af gerðinni Boeing 737 Max 8. Ekki fékkst svar frá Norwegian í gær um hvort sú þotutegund er á áætlun til og frá Íslandi.Uppfært 10:20 Í ljósi ábendinga hefur fréttin verið lagfærð, felld var út setning um meinta bilun í hreyfli vélar sem fórst eftir flugtak í Indónesíu.
Birtist í Fréttablaðinu Boeing Fréttir af flugi Íran Noregur Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Sjá meira