Hvalur kaupir í Marel fyrir um milljarð króna Hörður Ægisson skrifar 23. janúar 2019 07:06 Kristján Loftsson og fjölskylda er stærsti hluthafi Hvals. Félagið Hvalur hf., sem er óbeint að stórum hluta í eigu Kristjáns Loftssonar og fjölskyldu, hefur fest kaup á hlut í Marel fyrir um milljarð króna. Gengið var frá kaupunum þriðjudaginn 15. janúar síðastliðinn, samtals 2,55 milljónir hluta á genginu 390, en það voru Fossar markaðir sem höfðu milligöngu um viðskiptin. Eignarhlutur Hvals í Marel nemur tæplega 0,4 prósentum, samkvæmt nýjum lista yfir alla hluthafa félagsins. Hvalur er eigandi Vogunar en það félag seldi, ásamt Fiskveiðahlutafélaginu Venus, sem kunnugt er samanlagt 34 prósenta hlut sinn í HB Granda í apríl í fyrra fyrir samtals 21,7 milljarða króna. Stærsti hluthafi Vogunar er Venus með rúmlega 30 prósenta hlut en það félag er í eigu Kristjáns og Birnu Loftsdóttur. Vogun er meðal annars stærsti einstaki eigandi Origo með 10,8 prósenta hlut og eins Hampiðjunnar með tæplega 44 prósenta hlut. Þá keypti félagið um 0,4 prósenta hlut í hlutafjárútboði Arion banka á síðasta ári, jafnvirði um 600 milljóna króna miðað við þáverandi gengi bankans. Hvalur átti eignir upp á 19,6 milljarða í lok september 2017 en skuldirnar námu á sama tíma 2,3 milljörðum. Eigið fé félagsins var því um 17,3 milljarðar. Hvalur hagnaðist um tæplega 1,5 milljarða á síðasta rekstrarári og dróst hagnaðurinn saman um ríflega 515 milljónir frá fyrra ári. Hlutabréfaverð Marels hækkaði um tæp 15 prósent í fyrra og miðað við núverandi gengi bréfa félagsins, sem er 393 krónur á hlut, nemur markaðsvirði þess um 268 milljörðum króna. Stjórnendur Marels vinna nú að því að skrá félagið tvíhliða í erlenda kauphöll en til skoðunar er skráning í Amsterdam, Kaupmannahöfn eða London. Líklegt er að niðurstaðan verði kynnt á aðalfundi í mars. Stærsti hluthafi Marels er Eyrir Invest með tæplega 28 prósenta hlut. Þá eiga íslenskir lífeyrissjóðir samanlagt um 38 prósenta hlut. Sjóður í stýringu American Funds, dótturfélags bandaríska eignastýringarfyrirtækisins Capital Group, hefur verið að bæta við sig í Marel að undanförnu og er orðinn níundi stærsti hluthafinn með tveggja prósenta hlut. Birtist í Fréttablaðinu Hvalveiðar Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Fleiri fréttir Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Sjá meira
Félagið Hvalur hf., sem er óbeint að stórum hluta í eigu Kristjáns Loftssonar og fjölskyldu, hefur fest kaup á hlut í Marel fyrir um milljarð króna. Gengið var frá kaupunum þriðjudaginn 15. janúar síðastliðinn, samtals 2,55 milljónir hluta á genginu 390, en það voru Fossar markaðir sem höfðu milligöngu um viðskiptin. Eignarhlutur Hvals í Marel nemur tæplega 0,4 prósentum, samkvæmt nýjum lista yfir alla hluthafa félagsins. Hvalur er eigandi Vogunar en það félag seldi, ásamt Fiskveiðahlutafélaginu Venus, sem kunnugt er samanlagt 34 prósenta hlut sinn í HB Granda í apríl í fyrra fyrir samtals 21,7 milljarða króna. Stærsti hluthafi Vogunar er Venus með rúmlega 30 prósenta hlut en það félag er í eigu Kristjáns og Birnu Loftsdóttur. Vogun er meðal annars stærsti einstaki eigandi Origo með 10,8 prósenta hlut og eins Hampiðjunnar með tæplega 44 prósenta hlut. Þá keypti félagið um 0,4 prósenta hlut í hlutafjárútboði Arion banka á síðasta ári, jafnvirði um 600 milljóna króna miðað við þáverandi gengi bankans. Hvalur átti eignir upp á 19,6 milljarða í lok september 2017 en skuldirnar námu á sama tíma 2,3 milljörðum. Eigið fé félagsins var því um 17,3 milljarðar. Hvalur hagnaðist um tæplega 1,5 milljarða á síðasta rekstrarári og dróst hagnaðurinn saman um ríflega 515 milljónir frá fyrra ári. Hlutabréfaverð Marels hækkaði um tæp 15 prósent í fyrra og miðað við núverandi gengi bréfa félagsins, sem er 393 krónur á hlut, nemur markaðsvirði þess um 268 milljörðum króna. Stjórnendur Marels vinna nú að því að skrá félagið tvíhliða í erlenda kauphöll en til skoðunar er skráning í Amsterdam, Kaupmannahöfn eða London. Líklegt er að niðurstaðan verði kynnt á aðalfundi í mars. Stærsti hluthafi Marels er Eyrir Invest með tæplega 28 prósenta hlut. Þá eiga íslenskir lífeyrissjóðir samanlagt um 38 prósenta hlut. Sjóður í stýringu American Funds, dótturfélags bandaríska eignastýringarfyrirtækisins Capital Group, hefur verið að bæta við sig í Marel að undanförnu og er orðinn níundi stærsti hluthafinn með tveggja prósenta hlut.
Birtist í Fréttablaðinu Hvalveiðar Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Fleiri fréttir Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Sjá meira