Vilja fara í fjögur skattþrep og hærri skattleysismörk Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. janúar 2019 15:20 Drífa Snædal er formaður ASÍ. Vísir/Vilhelm ASÍ vill fjölga skattþrepum í fjögur og að fjórða þrepið verði hátekjuþrep. Skattleysismörk hækki og fylgi launaþróun. Breytingarnar eiga að auka ráðstöfunartekjur hjá þeim sem hafa laun undir hálfa milljón króna á mánuði. Svo segir í tilkynningu frá ASÍ. ASÍ telur að skattkerfið eigi á hverjum tíma að tryggja jöfnuð og réttláta skiptingu á fjármögnun velferðar og sameiginlegra verkefna. Það er staðreynd að á síðustu árum hefur skattbyrði launafólks aukist umtalsvert. „Aukningin er lang mest hjá þeim sem hafa lægstar tekjur. Þetta hefur gerst á sama tíma og verkalýðshreyfingin hefur gert kjarasamninga sem var sérstaklega ætlað að bæta kjör lægst launuðu hópanna. Skattkerfið hefur því beinlínis unnið gegn markmiðum kjarasamninga um að bæta stöðu láglaunafólks og auka jöfnuð. Við þetta verður ekki unað,“ segir í tilkynningu. ASÍ leggur áherslu á að gerðar verði gagngerar breytingar á tekjuskattskerfinu samhliða verulegri hækkun barnabóta og húsnæðisstuðnings. Þannig verði jöfnunarhlutverk skattkerfisins aukið til muna og dregið úr skattbyrði lág- og millitekjufólks.Skattatillögur ASÍ • Í skýrslu hagdeildar ASÍ sem gefin var út haustið 2017 var skattbyrði launafólks rakin frá árinu 1998. Niðurstaða skýrslunnar var að skattbyrði launafólks hefur aukist á síðustu áratugum og mest hefur aukningin orðið hjá tekjulægstu hópunum. • Rekja má þróunina til þriggja þátta: o Samspils launaþróunar og persónuafsláttar sem leitt hefur til raunlækkunar skattleysismarka yfir tíma. o Minni fjölskyldustuðnings í gegnum veikingu barnabótakerfisins með minni fjármunum og auknum skerðingum. o Minni húsnæðisstuðnings í gegnum veikingu vaxta- og húsnæðisbótakerfisins með minni fjármunum og auknum skerðingum. • Skatta- og tilfærslukerfin gegna lykilhlutverki í að draga úr ójöfnuði og hefur skattastefna undanfarinna áratuga því unnið gegn markmiðum um jöfnuð og dregið úr ábata þeirrar kjarastefnu sem miðað hefur að því að bæta kjör hinna tekjulægstu.Skattbreytingar í þágu vinnandi fólks • ASÍ leggur til breytingar á tekjuskattskerfinu sem auka jöfnuð og bæta lífskjör þorra almennings. Breytingarnar hefðu jákvæð eða hlutlaus áhrif á 95% einstaklinga á vinnumarkaði. Tillögurnar byggja á að: o Skattþrepum verði fjölgað í fjögur og fjórða þrepið verði hátekjuþrep. o Skattleysismörk hækki og fylgi launaþróun. o Breytingarnar auki ráðstöfunartekjur mest hjá einstaklingum sem hafa laun undir 500 þúsund kr. á mánuði. • Barnabótakerfið verði eflt til muna þannig að það styðji við meginþorra barnafólks. o Dregið verði verulega úr tekjuskerðingum og tekjuskerðingamörk fylgi launaþróun. • Endurreisa þarf húsnæðisstuðningskerfin. o Koma þarf í veg fyrir að sveiflur í eignaverði hafi áhrif á húsnæðisstuðning og afkomu þeirra sem reiða sig á kerfið.Ekki verði þrengt að samneyslu og félagslegum innviðum • Tryggja þarf að skattkerfisbreytingin leiði ekki til þess þess að þrengt verði að samneyslunni og innviðum velferðar. Til að mæta tillögunum getur hið opinbera horft til nokkurra mögulegra tekjuöflunarleiða: o Auknar ráðstöfunartekjur hinna tekjulágu munu koma fram í auknum neyslusköttum hins opinbera. o Hækka þarf fjármagnstekjuskatt og auka samræmi í skattlagningu á fjármagn og launatekjur. o Tekinn verði upp auðlegðarskattur. o Notendur sameiginlegra auðlinda greiði fyrir það eðlilegt afgjald. o Skattaeftirlit verði aukið til muna og brugðist verði við kennitöluflakki. Kjaramál Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
ASÍ vill fjölga skattþrepum í fjögur og að fjórða þrepið verði hátekjuþrep. Skattleysismörk hækki og fylgi launaþróun. Breytingarnar eiga að auka ráðstöfunartekjur hjá þeim sem hafa laun undir hálfa milljón króna á mánuði. Svo segir í tilkynningu frá ASÍ. ASÍ telur að skattkerfið eigi á hverjum tíma að tryggja jöfnuð og réttláta skiptingu á fjármögnun velferðar og sameiginlegra verkefna. Það er staðreynd að á síðustu árum hefur skattbyrði launafólks aukist umtalsvert. „Aukningin er lang mest hjá þeim sem hafa lægstar tekjur. Þetta hefur gerst á sama tíma og verkalýðshreyfingin hefur gert kjarasamninga sem var sérstaklega ætlað að bæta kjör lægst launuðu hópanna. Skattkerfið hefur því beinlínis unnið gegn markmiðum kjarasamninga um að bæta stöðu láglaunafólks og auka jöfnuð. Við þetta verður ekki unað,“ segir í tilkynningu. ASÍ leggur áherslu á að gerðar verði gagngerar breytingar á tekjuskattskerfinu samhliða verulegri hækkun barnabóta og húsnæðisstuðnings. Þannig verði jöfnunarhlutverk skattkerfisins aukið til muna og dregið úr skattbyrði lág- og millitekjufólks.Skattatillögur ASÍ • Í skýrslu hagdeildar ASÍ sem gefin var út haustið 2017 var skattbyrði launafólks rakin frá árinu 1998. Niðurstaða skýrslunnar var að skattbyrði launafólks hefur aukist á síðustu áratugum og mest hefur aukningin orðið hjá tekjulægstu hópunum. • Rekja má þróunina til þriggja þátta: o Samspils launaþróunar og persónuafsláttar sem leitt hefur til raunlækkunar skattleysismarka yfir tíma. o Minni fjölskyldustuðnings í gegnum veikingu barnabótakerfisins með minni fjármunum og auknum skerðingum. o Minni húsnæðisstuðnings í gegnum veikingu vaxta- og húsnæðisbótakerfisins með minni fjármunum og auknum skerðingum. • Skatta- og tilfærslukerfin gegna lykilhlutverki í að draga úr ójöfnuði og hefur skattastefna undanfarinna áratuga því unnið gegn markmiðum um jöfnuð og dregið úr ábata þeirrar kjarastefnu sem miðað hefur að því að bæta kjör hinna tekjulægstu.Skattbreytingar í þágu vinnandi fólks • ASÍ leggur til breytingar á tekjuskattskerfinu sem auka jöfnuð og bæta lífskjör þorra almennings. Breytingarnar hefðu jákvæð eða hlutlaus áhrif á 95% einstaklinga á vinnumarkaði. Tillögurnar byggja á að: o Skattþrepum verði fjölgað í fjögur og fjórða þrepið verði hátekjuþrep. o Skattleysismörk hækki og fylgi launaþróun. o Breytingarnar auki ráðstöfunartekjur mest hjá einstaklingum sem hafa laun undir 500 þúsund kr. á mánuði. • Barnabótakerfið verði eflt til muna þannig að það styðji við meginþorra barnafólks. o Dregið verði verulega úr tekjuskerðingum og tekjuskerðingamörk fylgi launaþróun. • Endurreisa þarf húsnæðisstuðningskerfin. o Koma þarf í veg fyrir að sveiflur í eignaverði hafi áhrif á húsnæðisstuðning og afkomu þeirra sem reiða sig á kerfið.Ekki verði þrengt að samneyslu og félagslegum innviðum • Tryggja þarf að skattkerfisbreytingin leiði ekki til þess þess að þrengt verði að samneyslunni og innviðum velferðar. Til að mæta tillögunum getur hið opinbera horft til nokkurra mögulegra tekjuöflunarleiða: o Auknar ráðstöfunartekjur hinna tekjulágu munu koma fram í auknum neyslusköttum hins opinbera. o Hækka þarf fjármagnstekjuskatt og auka samræmi í skattlagningu á fjármagn og launatekjur. o Tekinn verði upp auðlegðarskattur. o Notendur sameiginlegra auðlinda greiði fyrir það eðlilegt afgjald. o Skattaeftirlit verði aukið til muna og brugðist verði við kennitöluflakki.
Kjaramál Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira