Vilja fara í fjögur skattþrep og hærri skattleysismörk Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. janúar 2019 15:20 Drífa Snædal er formaður ASÍ. Vísir/Vilhelm ASÍ vill fjölga skattþrepum í fjögur og að fjórða þrepið verði hátekjuþrep. Skattleysismörk hækki og fylgi launaþróun. Breytingarnar eiga að auka ráðstöfunartekjur hjá þeim sem hafa laun undir hálfa milljón króna á mánuði. Svo segir í tilkynningu frá ASÍ. ASÍ telur að skattkerfið eigi á hverjum tíma að tryggja jöfnuð og réttláta skiptingu á fjármögnun velferðar og sameiginlegra verkefna. Það er staðreynd að á síðustu árum hefur skattbyrði launafólks aukist umtalsvert. „Aukningin er lang mest hjá þeim sem hafa lægstar tekjur. Þetta hefur gerst á sama tíma og verkalýðshreyfingin hefur gert kjarasamninga sem var sérstaklega ætlað að bæta kjör lægst launuðu hópanna. Skattkerfið hefur því beinlínis unnið gegn markmiðum kjarasamninga um að bæta stöðu láglaunafólks og auka jöfnuð. Við þetta verður ekki unað,“ segir í tilkynningu. ASÍ leggur áherslu á að gerðar verði gagngerar breytingar á tekjuskattskerfinu samhliða verulegri hækkun barnabóta og húsnæðisstuðnings. Þannig verði jöfnunarhlutverk skattkerfisins aukið til muna og dregið úr skattbyrði lág- og millitekjufólks.Skattatillögur ASÍ • Í skýrslu hagdeildar ASÍ sem gefin var út haustið 2017 var skattbyrði launafólks rakin frá árinu 1998. Niðurstaða skýrslunnar var að skattbyrði launafólks hefur aukist á síðustu áratugum og mest hefur aukningin orðið hjá tekjulægstu hópunum. • Rekja má þróunina til þriggja þátta: o Samspils launaþróunar og persónuafsláttar sem leitt hefur til raunlækkunar skattleysismarka yfir tíma. o Minni fjölskyldustuðnings í gegnum veikingu barnabótakerfisins með minni fjármunum og auknum skerðingum. o Minni húsnæðisstuðnings í gegnum veikingu vaxta- og húsnæðisbótakerfisins með minni fjármunum og auknum skerðingum. • Skatta- og tilfærslukerfin gegna lykilhlutverki í að draga úr ójöfnuði og hefur skattastefna undanfarinna áratuga því unnið gegn markmiðum um jöfnuð og dregið úr ábata þeirrar kjarastefnu sem miðað hefur að því að bæta kjör hinna tekjulægstu.Skattbreytingar í þágu vinnandi fólks • ASÍ leggur til breytingar á tekjuskattskerfinu sem auka jöfnuð og bæta lífskjör þorra almennings. Breytingarnar hefðu jákvæð eða hlutlaus áhrif á 95% einstaklinga á vinnumarkaði. Tillögurnar byggja á að: o Skattþrepum verði fjölgað í fjögur og fjórða þrepið verði hátekjuþrep. o Skattleysismörk hækki og fylgi launaþróun. o Breytingarnar auki ráðstöfunartekjur mest hjá einstaklingum sem hafa laun undir 500 þúsund kr. á mánuði. • Barnabótakerfið verði eflt til muna þannig að það styðji við meginþorra barnafólks. o Dregið verði verulega úr tekjuskerðingum og tekjuskerðingamörk fylgi launaþróun. • Endurreisa þarf húsnæðisstuðningskerfin. o Koma þarf í veg fyrir að sveiflur í eignaverði hafi áhrif á húsnæðisstuðning og afkomu þeirra sem reiða sig á kerfið.Ekki verði þrengt að samneyslu og félagslegum innviðum • Tryggja þarf að skattkerfisbreytingin leiði ekki til þess þess að þrengt verði að samneyslunni og innviðum velferðar. Til að mæta tillögunum getur hið opinbera horft til nokkurra mögulegra tekjuöflunarleiða: o Auknar ráðstöfunartekjur hinna tekjulágu munu koma fram í auknum neyslusköttum hins opinbera. o Hækka þarf fjármagnstekjuskatt og auka samræmi í skattlagningu á fjármagn og launatekjur. o Tekinn verði upp auðlegðarskattur. o Notendur sameiginlegra auðlinda greiði fyrir það eðlilegt afgjald. o Skattaeftirlit verði aukið til muna og brugðist verði við kennitöluflakki. Kjaramál Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Fleiri fréttir Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Sjá meira
ASÍ vill fjölga skattþrepum í fjögur og að fjórða þrepið verði hátekjuþrep. Skattleysismörk hækki og fylgi launaþróun. Breytingarnar eiga að auka ráðstöfunartekjur hjá þeim sem hafa laun undir hálfa milljón króna á mánuði. Svo segir í tilkynningu frá ASÍ. ASÍ telur að skattkerfið eigi á hverjum tíma að tryggja jöfnuð og réttláta skiptingu á fjármögnun velferðar og sameiginlegra verkefna. Það er staðreynd að á síðustu árum hefur skattbyrði launafólks aukist umtalsvert. „Aukningin er lang mest hjá þeim sem hafa lægstar tekjur. Þetta hefur gerst á sama tíma og verkalýðshreyfingin hefur gert kjarasamninga sem var sérstaklega ætlað að bæta kjör lægst launuðu hópanna. Skattkerfið hefur því beinlínis unnið gegn markmiðum kjarasamninga um að bæta stöðu láglaunafólks og auka jöfnuð. Við þetta verður ekki unað,“ segir í tilkynningu. ASÍ leggur áherslu á að gerðar verði gagngerar breytingar á tekjuskattskerfinu samhliða verulegri hækkun barnabóta og húsnæðisstuðnings. Þannig verði jöfnunarhlutverk skattkerfisins aukið til muna og dregið úr skattbyrði lág- og millitekjufólks.Skattatillögur ASÍ • Í skýrslu hagdeildar ASÍ sem gefin var út haustið 2017 var skattbyrði launafólks rakin frá árinu 1998. Niðurstaða skýrslunnar var að skattbyrði launafólks hefur aukist á síðustu áratugum og mest hefur aukningin orðið hjá tekjulægstu hópunum. • Rekja má þróunina til þriggja þátta: o Samspils launaþróunar og persónuafsláttar sem leitt hefur til raunlækkunar skattleysismarka yfir tíma. o Minni fjölskyldustuðnings í gegnum veikingu barnabótakerfisins með minni fjármunum og auknum skerðingum. o Minni húsnæðisstuðnings í gegnum veikingu vaxta- og húsnæðisbótakerfisins með minni fjármunum og auknum skerðingum. • Skatta- og tilfærslukerfin gegna lykilhlutverki í að draga úr ójöfnuði og hefur skattastefna undanfarinna áratuga því unnið gegn markmiðum um jöfnuð og dregið úr ábata þeirrar kjarastefnu sem miðað hefur að því að bæta kjör hinna tekjulægstu.Skattbreytingar í þágu vinnandi fólks • ASÍ leggur til breytingar á tekjuskattskerfinu sem auka jöfnuð og bæta lífskjör þorra almennings. Breytingarnar hefðu jákvæð eða hlutlaus áhrif á 95% einstaklinga á vinnumarkaði. Tillögurnar byggja á að: o Skattþrepum verði fjölgað í fjögur og fjórða þrepið verði hátekjuþrep. o Skattleysismörk hækki og fylgi launaþróun. o Breytingarnar auki ráðstöfunartekjur mest hjá einstaklingum sem hafa laun undir 500 þúsund kr. á mánuði. • Barnabótakerfið verði eflt til muna þannig að það styðji við meginþorra barnafólks. o Dregið verði verulega úr tekjuskerðingum og tekjuskerðingamörk fylgi launaþróun. • Endurreisa þarf húsnæðisstuðningskerfin. o Koma þarf í veg fyrir að sveiflur í eignaverði hafi áhrif á húsnæðisstuðning og afkomu þeirra sem reiða sig á kerfið.Ekki verði þrengt að samneyslu og félagslegum innviðum • Tryggja þarf að skattkerfisbreytingin leiði ekki til þess þess að þrengt verði að samneyslunni og innviðum velferðar. Til að mæta tillögunum getur hið opinbera horft til nokkurra mögulegra tekjuöflunarleiða: o Auknar ráðstöfunartekjur hinna tekjulágu munu koma fram í auknum neyslusköttum hins opinbera. o Hækka þarf fjármagnstekjuskatt og auka samræmi í skattlagningu á fjármagn og launatekjur. o Tekinn verði upp auðlegðarskattur. o Notendur sameiginlegra auðlinda greiði fyrir það eðlilegt afgjald. o Skattaeftirlit verði aukið til muna og brugðist verði við kennitöluflakki.
Kjaramál Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Fleiri fréttir Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Sjá meira