Drottningin sögð hafa haft óbeit á hraðakstri prinsins Birgir Olgeirsson skrifar 24. janúar 2019 10:05 Elísabet Englandsdrottning ræðir hér við Filipp prins. Vísir/Getty Breskir fjölmiðlar eru enn að velta sér upp úr akstri Filippusar prins eftir að hann lenti í árekstri á fimmtudag í síðustu viku. Þar hafnaði Land Rover Freelander-jeppi hans á KIA-bifreið með þeim afleiðingum að ökumaður og farþegi KIA-bílsins slösuðust en Filippus slapp ómeiddur.Í tímaritinu People er rætt við ævisagnaritarann Ingrid Seward, höfund bókarinnar My Husband and I sem fjallaði um hjónaband Elísabetar Englandsdrottningar og Filippusar, hertogans af Edinborg. Seward er spurð hvað Elísabet hafi mögulega sagt við hinn 97 ára gamla eiginmann sinn eftir að hann lenti í þessu slysi. „Ég er viss um að hún hafi beðið hann um að hætta,“ segir Seward þegar hún reynir að geta til um hvað drottningin hefur sagt við prinsinn eftir áreksturinn. „Hann mun hlusta, en hvort hann geri eitthvað í því veit ég ekki,“ segir Seward. Þau hafa verið saman í 71 ár en í grein People er fjallað um dálæti prinsins á hraðskreiðum bílum. Hann keypti sér til dæmis nýjan sportbíl í ágúst 1947, þremur mánuðum áður en þau gengu í hjónaband, er haft eftir Seward í People. „Hann keyrði alltaf mjög hratt og hún hataði það og hann átti það til að segja: „Ef þér líkar ekki við það, getur þú farið út.“ Emma Fairweather var farþegi í bílnum sem Filippus prins ók á en hún hefur kvartað undan því að hafa ekki fengið afsökunarbeiðni frá prinsinum eða drottningunni. Tengiliður lögreglunnar við konungsfjölskylduna segist þó hafa sett sig í samband við Fairweather og skilað kveðju frá hjónunum.Breska dagblaðið Express ræðir við James Brookes, sem er sérfræðingur þegar kemur að málefnum konungsfjölskyldunnar, en hann vil meina að það sé of snemmt fyrir hertogann að biðjast afsökunar vegna þess að rannsókn lögreglunnar á tildrögum slyssins stendur enn yfir. Það að biðjast afsökunar væri ávísun á sekt í augum almennings. Ef það kemur hins vegar í ljós að hann ber ábyrgð á árekstrinum þá megi búast við afsökunarbeiðni. Vitni á vettvangi sagði við fjölmiðla að það hefði heyrt prinsinn segja við lögreglu að hann hefði blindast af sólinni rétt fyrir áreksturinn. Emma Fairweather dró þá útskýringu í efa því lágskýjað var þegar áreksturinn varð. Bretland England Kóngafólk Tengdar fréttir Filippus prins slapp ómeiddur úr bílslysi Filippus prins, hertoginn af Edinborg og eiginmaður Elísabetar II Bretadrottningar, lenti í bílslysi í gær nálægt Sandringham-höll drottningarinnar. 18. janúar 2019 07:44 Fylgjast náið með ferðum prinsins: „Hefur ekki einu sinni beðist afsökunar“ Prinsinn myndaður einn í nýjum Land Rover og án sætisbeltis tveimur dögum eftir áreksturinn. 19. janúar 2019 23:45 Munu ekki veita Filippusi prins afslátt við rannsókn bílslyss Drottningamaðurinn slapp ómeiddur frá bílslysi á fimmtudaginn. 19. janúar 2019 19:21 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Breskir fjölmiðlar eru enn að velta sér upp úr akstri Filippusar prins eftir að hann lenti í árekstri á fimmtudag í síðustu viku. Þar hafnaði Land Rover Freelander-jeppi hans á KIA-bifreið með þeim afleiðingum að ökumaður og farþegi KIA-bílsins slösuðust en Filippus slapp ómeiddur.Í tímaritinu People er rætt við ævisagnaritarann Ingrid Seward, höfund bókarinnar My Husband and I sem fjallaði um hjónaband Elísabetar Englandsdrottningar og Filippusar, hertogans af Edinborg. Seward er spurð hvað Elísabet hafi mögulega sagt við hinn 97 ára gamla eiginmann sinn eftir að hann lenti í þessu slysi. „Ég er viss um að hún hafi beðið hann um að hætta,“ segir Seward þegar hún reynir að geta til um hvað drottningin hefur sagt við prinsinn eftir áreksturinn. „Hann mun hlusta, en hvort hann geri eitthvað í því veit ég ekki,“ segir Seward. Þau hafa verið saman í 71 ár en í grein People er fjallað um dálæti prinsins á hraðskreiðum bílum. Hann keypti sér til dæmis nýjan sportbíl í ágúst 1947, þremur mánuðum áður en þau gengu í hjónaband, er haft eftir Seward í People. „Hann keyrði alltaf mjög hratt og hún hataði það og hann átti það til að segja: „Ef þér líkar ekki við það, getur þú farið út.“ Emma Fairweather var farþegi í bílnum sem Filippus prins ók á en hún hefur kvartað undan því að hafa ekki fengið afsökunarbeiðni frá prinsinum eða drottningunni. Tengiliður lögreglunnar við konungsfjölskylduna segist þó hafa sett sig í samband við Fairweather og skilað kveðju frá hjónunum.Breska dagblaðið Express ræðir við James Brookes, sem er sérfræðingur þegar kemur að málefnum konungsfjölskyldunnar, en hann vil meina að það sé of snemmt fyrir hertogann að biðjast afsökunar vegna þess að rannsókn lögreglunnar á tildrögum slyssins stendur enn yfir. Það að biðjast afsökunar væri ávísun á sekt í augum almennings. Ef það kemur hins vegar í ljós að hann ber ábyrgð á árekstrinum þá megi búast við afsökunarbeiðni. Vitni á vettvangi sagði við fjölmiðla að það hefði heyrt prinsinn segja við lögreglu að hann hefði blindast af sólinni rétt fyrir áreksturinn. Emma Fairweather dró þá útskýringu í efa því lágskýjað var þegar áreksturinn varð.
Bretland England Kóngafólk Tengdar fréttir Filippus prins slapp ómeiddur úr bílslysi Filippus prins, hertoginn af Edinborg og eiginmaður Elísabetar II Bretadrottningar, lenti í bílslysi í gær nálægt Sandringham-höll drottningarinnar. 18. janúar 2019 07:44 Fylgjast náið með ferðum prinsins: „Hefur ekki einu sinni beðist afsökunar“ Prinsinn myndaður einn í nýjum Land Rover og án sætisbeltis tveimur dögum eftir áreksturinn. 19. janúar 2019 23:45 Munu ekki veita Filippusi prins afslátt við rannsókn bílslyss Drottningamaðurinn slapp ómeiddur frá bílslysi á fimmtudaginn. 19. janúar 2019 19:21 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Filippus prins slapp ómeiddur úr bílslysi Filippus prins, hertoginn af Edinborg og eiginmaður Elísabetar II Bretadrottningar, lenti í bílslysi í gær nálægt Sandringham-höll drottningarinnar. 18. janúar 2019 07:44
Fylgjast náið með ferðum prinsins: „Hefur ekki einu sinni beðist afsökunar“ Prinsinn myndaður einn í nýjum Land Rover og án sætisbeltis tveimur dögum eftir áreksturinn. 19. janúar 2019 23:45
Munu ekki veita Filippusi prins afslátt við rannsókn bílslyss Drottningamaðurinn slapp ómeiddur frá bílslysi á fimmtudaginn. 19. janúar 2019 19:21