Erlent

Salmond ákærður í kjölfar ásakana um kynferðisbrot

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Alex Salmond.
Alex Salmond. vísir/getty
Alex Salmond, fyrrverandi forsætisráðherra í skosku heimastjórninni, hefur verið handtekinn og ákærður í kjölfar ásakana á hendur honum um kynferðisbrot.

Í fréttum breskra miðla kemur fram að þó sé óljóst fyrir hvaða brot hann sætir ákæru þar sem lögreglan í Skotlandi hefur aðeins staðfest að hún hafi handtekið og ákært 64 ára gamlan karlmann.

Á vef Guardian segir að Salmond hafi sætt rannsókn lögreglu í Skotlandi eftir að skoska heimastjórnin rannsakaði ásakanir tveggja kvenna um að ráðherrann fyrrverandi hafi áreitt þær kynferðislega fyrir nokkrum árum.

Heimastjórnin sendi skýrslu sína um málið til lögreglu í ágúst í fyrra. Málið komst þá í hámæli og hefur Salmond statt og stöðugt neitað að hafa brotið af sér. Þá hefur hann sagt að hann hafi reynt að leita sátta við konurnar sem saka hann um áreitni en þær unnu fyrir skosku heimastjórnina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×