Mannræningjarnir höfðu samband við fjölskylduna þann 16. janúar Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. janúar 2019 13:28 Anne-Elisabeth Falkevik Hagen var rænt af heimili sínu þann 31. október síðastliðinn. Mannræningjarnir hafa krafist yfir milljarðs íslenskra króna í órekjanlegri rafmynt. Lögmaður fjölskyldu Anne-Elisabeth Hagen, konunnar sem rænt var af heimili sínu í Lørenskógi, segir að mannræningjarnir hafi sett sig í samband við fjölskylduna fyrr í þessum mánuði. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem lögmaðurinn boðaði til í Ósló í dag. „Miðvikudaginn 16. janúar fékk fjölskyldan skilaboð frá þeim sem segjast hafa rænt Anne-Elisabeth Hagen,“ sagði Svein Holden, lögmaður Hagen-fjölskyldunnar á blaðamannafundinum í dag. „Við höfum farið vandlega yfir þessi skilaboð með lögreglu og ákváðum að nú væri rétti tíminn fyrir mig að koma fram í fjölmiðlum og greina frá því að skilaboðin bárust í gegnum sama stafræna vettvang og ræningjarnir hafa áður notað til að hafa samband. Skilaboðin voru hvorki sönnun þess efnis að Anne-Elisabeth sé á lífi né að sendandi hafi Anne-Elisbaeth í haldi í dag.“Svein Holden, lögmaður Hagen-fjölskyldunnar, á blaðamannafundi þann 9. janúar síðastliðinn.EPA/TORE MEEKHolden kveðst ekki munu tjá sig frekar um efni skilaboðanna eða hvaða skilaboðaforrit ræningjarnir notuðu til að setja sig í samband við fjölskylduna. Þó túlki fjölskyldan skilaboðin sem svo að Anne-Elisabeth sé á lífi og að henni verði komið heilu og höldnu í faðm fjölskyldunnar á ný. Aðspurður vildi Holden ekki svara því hvort Hagen-fjölskyldan sé tilbúin til þess að borga lausnargjaldið sem mannræningjarnir hafa krafist, sem jafngildir yfir milljarði íslenskra króna í órekjanlegri rafmynt. Þó hafi lausnargjaldið verið rætt innan fjölskyldunnar. Þá sé það afar mikilvægt fyrir fjölskylduna að fá það staðfest að Anne-Elisabeth sé á lífi áður en lengra er haldið í viðræðum við ræningjana. Anne-Elisabeth er ein ríkasta kona Noregs og gift milljarðamæringnum Tom Hagen. Ekkert hefur spurst til hennar síðan 31. október síðastliðinn en gengið er út frá því að henni hafi verið rænt af heimili sínu. Í gær hófst leit við Langavatn, stöðuvatn um hundrað metrum frá húsi hjónanna í Lørenskógi, en lögregla leitar þar að vísbendingum í tengslum við hvarfið.Fréttin hefur verið uppfærð. Mannrán í Noregi Noregur Tengdar fréttir Sá dularfulla menn með aðdráttarlinsu við vatnið sem nú er leitað í Íbúi í Lørenskógi og nágranni Anne-Elisabeth Falkevik Hagen, sem rænt var af heimili sínu þann 31. október síðastliðinn, segist hafa séð til tveggja grunsamlegra manna við stöðuvatn fyrir aftan húsið í haust. 23. janúar 2019 14:36 Telur glæpagengi af Balkanskaga bera ábyrgð á hvarfi Anne Elisabeth Ola Kaldager, fyrrverandi yfirmaður hjá norsku leyniþjónustunni, segir í samtali við norska ríkisútvarpið NRK að allt bendi til þess að fagmenn hafi rænt Anne Elisabeth. 21. janúar 2019 15:09 Nágranni lýsir dularfullum ferðum bíls daginn sem Anne-Elisabeth hvarf Síðast heyrðist frá Anne-Elisabeth klukkan 9:14 að morgni 31. október í fyrra. 16. janúar 2019 09:05 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Lögmaður fjölskyldu Anne-Elisabeth Hagen, konunnar sem rænt var af heimili sínu í Lørenskógi, segir að mannræningjarnir hafi sett sig í samband við fjölskylduna fyrr í þessum mánuði. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem lögmaðurinn boðaði til í Ósló í dag. „Miðvikudaginn 16. janúar fékk fjölskyldan skilaboð frá þeim sem segjast hafa rænt Anne-Elisabeth Hagen,“ sagði Svein Holden, lögmaður Hagen-fjölskyldunnar á blaðamannafundinum í dag. „Við höfum farið vandlega yfir þessi skilaboð með lögreglu og ákváðum að nú væri rétti tíminn fyrir mig að koma fram í fjölmiðlum og greina frá því að skilaboðin bárust í gegnum sama stafræna vettvang og ræningjarnir hafa áður notað til að hafa samband. Skilaboðin voru hvorki sönnun þess efnis að Anne-Elisabeth sé á lífi né að sendandi hafi Anne-Elisbaeth í haldi í dag.“Svein Holden, lögmaður Hagen-fjölskyldunnar, á blaðamannafundi þann 9. janúar síðastliðinn.EPA/TORE MEEKHolden kveðst ekki munu tjá sig frekar um efni skilaboðanna eða hvaða skilaboðaforrit ræningjarnir notuðu til að setja sig í samband við fjölskylduna. Þó túlki fjölskyldan skilaboðin sem svo að Anne-Elisabeth sé á lífi og að henni verði komið heilu og höldnu í faðm fjölskyldunnar á ný. Aðspurður vildi Holden ekki svara því hvort Hagen-fjölskyldan sé tilbúin til þess að borga lausnargjaldið sem mannræningjarnir hafa krafist, sem jafngildir yfir milljarði íslenskra króna í órekjanlegri rafmynt. Þó hafi lausnargjaldið verið rætt innan fjölskyldunnar. Þá sé það afar mikilvægt fyrir fjölskylduna að fá það staðfest að Anne-Elisabeth sé á lífi áður en lengra er haldið í viðræðum við ræningjana. Anne-Elisabeth er ein ríkasta kona Noregs og gift milljarðamæringnum Tom Hagen. Ekkert hefur spurst til hennar síðan 31. október síðastliðinn en gengið er út frá því að henni hafi verið rænt af heimili sínu. Í gær hófst leit við Langavatn, stöðuvatn um hundrað metrum frá húsi hjónanna í Lørenskógi, en lögregla leitar þar að vísbendingum í tengslum við hvarfið.Fréttin hefur verið uppfærð.
Mannrán í Noregi Noregur Tengdar fréttir Sá dularfulla menn með aðdráttarlinsu við vatnið sem nú er leitað í Íbúi í Lørenskógi og nágranni Anne-Elisabeth Falkevik Hagen, sem rænt var af heimili sínu þann 31. október síðastliðinn, segist hafa séð til tveggja grunsamlegra manna við stöðuvatn fyrir aftan húsið í haust. 23. janúar 2019 14:36 Telur glæpagengi af Balkanskaga bera ábyrgð á hvarfi Anne Elisabeth Ola Kaldager, fyrrverandi yfirmaður hjá norsku leyniþjónustunni, segir í samtali við norska ríkisútvarpið NRK að allt bendi til þess að fagmenn hafi rænt Anne Elisabeth. 21. janúar 2019 15:09 Nágranni lýsir dularfullum ferðum bíls daginn sem Anne-Elisabeth hvarf Síðast heyrðist frá Anne-Elisabeth klukkan 9:14 að morgni 31. október í fyrra. 16. janúar 2019 09:05 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Sá dularfulla menn með aðdráttarlinsu við vatnið sem nú er leitað í Íbúi í Lørenskógi og nágranni Anne-Elisabeth Falkevik Hagen, sem rænt var af heimili sínu þann 31. október síðastliðinn, segist hafa séð til tveggja grunsamlegra manna við stöðuvatn fyrir aftan húsið í haust. 23. janúar 2019 14:36
Telur glæpagengi af Balkanskaga bera ábyrgð á hvarfi Anne Elisabeth Ola Kaldager, fyrrverandi yfirmaður hjá norsku leyniþjónustunni, segir í samtali við norska ríkisútvarpið NRK að allt bendi til þess að fagmenn hafi rænt Anne Elisabeth. 21. janúar 2019 15:09
Nágranni lýsir dularfullum ferðum bíls daginn sem Anne-Elisabeth hvarf Síðast heyrðist frá Anne-Elisabeth klukkan 9:14 að morgni 31. október í fyrra. 16. janúar 2019 09:05