Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Skallagrímur 96-95 | ÍR marði sigur Axel Örn Sæmundsson skrifar 24. janúar 2019 22:15 Hákon Örn Hjálmarsson. Vísir/Daníel ÍR-ingar fengu nú í kvöld lið Skallagríms í heimsókn í Seljaskóla í 15.umferð Dominos deild karla. ÍR voru fyrir leik í 8.sæti deildarinnar með 12 stig á meðan að Skallagrímur sat í 11.sæti með 4 stig. Bæði lið þurftu mikið á sigri að halda í þessum leik. Leikurinn fór jafnt og skemmtilega af stað. Bæði lið voru að skora til skiptis og halda í hvort annað en það var sterkt áhlaup í fyrsta leikhluta sem gaf ÍR-ingum góða forystu strax í leiknum. Staðan eftir fyrsta leikhluta 31-19 ÍR í vil. Skallagrímsmenn fóru aðeins að herða varnarleikinn í 2.leikhluta og náðu að minnka muninn niður í 8 stig fyrir hálfleik. Leikurinn var ennþá mjög hraður og skemmtilegur, liðin tóku kafla þar sem þau skoruðu og virtust svo á tímum vera alveg frosin í sókn. Sigurður Þorsteinsson var búinn að spila frábærlega í fyrri hálfleik og var með 12 stig en hann fékk sína 3.villu og svo strax tæknivillu í kjölfarið og var því kominn 4 villur eftir einungis 18 mínútna leik. Staðan í hálfleik 51-43 ÍR í vil. Borgnesingar stigu rækilega á bensíngjöfina í þriðja leikhluta og náðu í fyrsta sinn í langan tíma að komast yfir í leiknum. Hraðinn var ennþá mikill og var leikurinn hrikalega spennandi og skemmtilegur. Borgnesingar náðu mest að búa sér til 5 stiga forystu í leikhlutanum sem sýnir hversu ofboðslega jafn leikurinn var. Spennan var í algleymingi í fjórða leikhluta, bæði lið voru hníjöfn og það náðist aldrei myndast nein almennileg forysta hjá hvorugu liðinu. Úrslitin réðust á síðustu 8 sekúndum leiksins eftir ótrúlega taugatrekkjandi fjórða leikhluta. Lokatölur úr Seljaskóla ÍR 96-95 Skallagrímur. Af hverju vann ÍR? ÍR-ingar voru svalari í lokin. Þeir voru með gæðin til þess að klára leikinn sem var það sem Sköllunum vantaði. Ég verð líka að nefna það að Ghetto Hooligans voru gjörsamlega geggjaðir í kvöld. Eiga stóran hlut í þessum sigri. Hver stóð upp úr? Kevin Capers var sturlaður í kvöld. Setur niður 34 stig var með 15 stoðsendingar og var frábær. Sköllum gekk ekkert að stoppa hann hér í kvöld! Hvað gekk illa? Fyrsti leikhluti Borgnesinga verður þeim svolítið að falli. Ef þeir hefðu spilað fyrsta leikhlutann nákvæmlega eins og þeir gerðu hina þrjá leihklutana þá hefðu þeir sigrað hér í kvöld. Vel spilaður leikur hjá Sköllum sem dugði því miður ekki fyrir þá. Hvað gerist næst? ÍR fer og spilar næsta leik í Keflavík á meðan að Skallagrímur fær Breiðablik í heimsókn. Borche Ilievski: Ég vil biðja Matthías Orra afsökunar „Ég er mjög ánægður en ég vil byrja á að biðja Matthías Orra afsökunar á að spila svona mikið, hann spilar 38 mínútur og er að jafna sig af meiðslum, það voru mistök af minni hálfu,“ sagði Borche Ilievski þjálfari ÍR eftir sigur gegn Skallagrím hér í kvöld. Sigurður Þorsteinsson fékk í öðrum leikhluta sína 3. og 4.villu í leiknum og þurfti því að sitja útaf allan þriðja leikhlutann. „Mér fannst það algjör vendipunktur í leiknum þegar Siggi fær 4.villuna sína. Þá komast þeir í takt við leikinn og taka yfir og við sitjum eftir. En blessunarlega vorum við nógu sterkir til þess að koma til baka og vinna leikinn.“ Kevin Capers átti hreint út sagt frábæran leik hér í kvöld og skorar 34 stig og gefur 15 stoðsendingar í leiknum. Borche var gríðarlega ánægður með kappan í leikslok og hrósaði honum í hástert. „Kevin var gjörsamlega frábær hér í kvöld, hann tók völdin, skoraði mikið og vildi fá að stjórna. Ég er mjög ánægður með það þar sem hann er ennþá „nýji gaurinn“ og er ennþá að læra inn á okkur. Hann var frábær og ég er mjög stoltur af hans frammistöðu.“Finnur Jónsson: Það er voða lítið hægt að segja „Það er voða lítið hægt að segja eftir svona leik, ég er hundsvekktur og við náðum ekki að klára þennan leik hér í dag,“ sagði svekktur Finnur Jónsson þjálfari Skallagríms eftir naumt tap gegn ÍR í kvöld. Leikurinn í kvöld var ofboðslega jafn og spennandi. Fyrsti leikhluti Borgnesinga var ekki nægilega góður en þeir gáfu vel í eftir það og enda á því að tapa þessum leik með einu stigi. „Leikurinn tapast bara hérna í lokin, þetta var bara eitt play í aðra hvora áttina. Við ætluðum að sækja á körfuna þar sem við vorum í bónus en náðum því ekki og við verðum bara að sætta okkur við það.“ Gerald Robinson og Sigurður Þorsteinsson reyndust Borgnesingum erfiðir í kvöld og settu þeir samanlagt 41 stig hér í kvöld. „Við áttum ofboðslega erfitt með stóru mennina þeirra. Robinson og Siggi voru góðir hér í kvöld og Kevin átti líka stórkostlegan leik, þeir eru bara með hörkulið en það fór ekki eins og við vildum.“ Skallagrímur tapaði núna sínum 11.leik í röð og er róðurinn að verða nokkuð þungur fyrir Borgnesinga. Finnur hafði þetta um það að segja: „Við vorum í hörkuleik núna sem við ætluðum að vinna og vorum nálægt því, við erum kannski langt niðri núna strax eftir leik en við reynum að berja okkur saman og vinna næsta leik.“ Kevin Capers: Við kláruðum leikinn vel „Það var frábært að ná að koma til baka og sigra þennan leik, þjálfarinn hafði trú á okkur og við kláruðum þetta vel,“ sagði sáttur Kevin Capers eftir sigur gegn Skallagrím í kvöld. „Við fórum bara eftir leikplaninu og það skóp þennan sigur. Þegar við vorum ekki að fara eftir því þá tóku þeir öll völd á leiknum en um leið og við fylgdum plani aftur þá tókum við yfir og sigruðum“ sagði Kevin þegar hann var spurður hvernig þeir sigruðu þennan leik. Kevin átti frábæran leik í kvöld og skoraði 34 stig ásamt því að gefa 15 stoðsendingar. Aðspurður út í eigin leik sagði hann: „Það skiptir engu máli hvernig ég spila á meðan að liðið vinnur, það er fyrir öllu. Ég er ánægður hérna, þjálfarinn flottur og við með gott lið.“ Dominos-deild karla
ÍR-ingar fengu nú í kvöld lið Skallagríms í heimsókn í Seljaskóla í 15.umferð Dominos deild karla. ÍR voru fyrir leik í 8.sæti deildarinnar með 12 stig á meðan að Skallagrímur sat í 11.sæti með 4 stig. Bæði lið þurftu mikið á sigri að halda í þessum leik. Leikurinn fór jafnt og skemmtilega af stað. Bæði lið voru að skora til skiptis og halda í hvort annað en það var sterkt áhlaup í fyrsta leikhluta sem gaf ÍR-ingum góða forystu strax í leiknum. Staðan eftir fyrsta leikhluta 31-19 ÍR í vil. Skallagrímsmenn fóru aðeins að herða varnarleikinn í 2.leikhluta og náðu að minnka muninn niður í 8 stig fyrir hálfleik. Leikurinn var ennþá mjög hraður og skemmtilegur, liðin tóku kafla þar sem þau skoruðu og virtust svo á tímum vera alveg frosin í sókn. Sigurður Þorsteinsson var búinn að spila frábærlega í fyrri hálfleik og var með 12 stig en hann fékk sína 3.villu og svo strax tæknivillu í kjölfarið og var því kominn 4 villur eftir einungis 18 mínútna leik. Staðan í hálfleik 51-43 ÍR í vil. Borgnesingar stigu rækilega á bensíngjöfina í þriðja leikhluta og náðu í fyrsta sinn í langan tíma að komast yfir í leiknum. Hraðinn var ennþá mikill og var leikurinn hrikalega spennandi og skemmtilegur. Borgnesingar náðu mest að búa sér til 5 stiga forystu í leikhlutanum sem sýnir hversu ofboðslega jafn leikurinn var. Spennan var í algleymingi í fjórða leikhluta, bæði lið voru hníjöfn og það náðist aldrei myndast nein almennileg forysta hjá hvorugu liðinu. Úrslitin réðust á síðustu 8 sekúndum leiksins eftir ótrúlega taugatrekkjandi fjórða leikhluta. Lokatölur úr Seljaskóla ÍR 96-95 Skallagrímur. Af hverju vann ÍR? ÍR-ingar voru svalari í lokin. Þeir voru með gæðin til þess að klára leikinn sem var það sem Sköllunum vantaði. Ég verð líka að nefna það að Ghetto Hooligans voru gjörsamlega geggjaðir í kvöld. Eiga stóran hlut í þessum sigri. Hver stóð upp úr? Kevin Capers var sturlaður í kvöld. Setur niður 34 stig var með 15 stoðsendingar og var frábær. Sköllum gekk ekkert að stoppa hann hér í kvöld! Hvað gekk illa? Fyrsti leikhluti Borgnesinga verður þeim svolítið að falli. Ef þeir hefðu spilað fyrsta leikhlutann nákvæmlega eins og þeir gerðu hina þrjá leihklutana þá hefðu þeir sigrað hér í kvöld. Vel spilaður leikur hjá Sköllum sem dugði því miður ekki fyrir þá. Hvað gerist næst? ÍR fer og spilar næsta leik í Keflavík á meðan að Skallagrímur fær Breiðablik í heimsókn. Borche Ilievski: Ég vil biðja Matthías Orra afsökunar „Ég er mjög ánægður en ég vil byrja á að biðja Matthías Orra afsökunar á að spila svona mikið, hann spilar 38 mínútur og er að jafna sig af meiðslum, það voru mistök af minni hálfu,“ sagði Borche Ilievski þjálfari ÍR eftir sigur gegn Skallagrím hér í kvöld. Sigurður Þorsteinsson fékk í öðrum leikhluta sína 3. og 4.villu í leiknum og þurfti því að sitja útaf allan þriðja leikhlutann. „Mér fannst það algjör vendipunktur í leiknum þegar Siggi fær 4.villuna sína. Þá komast þeir í takt við leikinn og taka yfir og við sitjum eftir. En blessunarlega vorum við nógu sterkir til þess að koma til baka og vinna leikinn.“ Kevin Capers átti hreint út sagt frábæran leik hér í kvöld og skorar 34 stig og gefur 15 stoðsendingar í leiknum. Borche var gríðarlega ánægður með kappan í leikslok og hrósaði honum í hástert. „Kevin var gjörsamlega frábær hér í kvöld, hann tók völdin, skoraði mikið og vildi fá að stjórna. Ég er mjög ánægður með það þar sem hann er ennþá „nýji gaurinn“ og er ennþá að læra inn á okkur. Hann var frábær og ég er mjög stoltur af hans frammistöðu.“Finnur Jónsson: Það er voða lítið hægt að segja „Það er voða lítið hægt að segja eftir svona leik, ég er hundsvekktur og við náðum ekki að klára þennan leik hér í dag,“ sagði svekktur Finnur Jónsson þjálfari Skallagríms eftir naumt tap gegn ÍR í kvöld. Leikurinn í kvöld var ofboðslega jafn og spennandi. Fyrsti leikhluti Borgnesinga var ekki nægilega góður en þeir gáfu vel í eftir það og enda á því að tapa þessum leik með einu stigi. „Leikurinn tapast bara hérna í lokin, þetta var bara eitt play í aðra hvora áttina. Við ætluðum að sækja á körfuna þar sem við vorum í bónus en náðum því ekki og við verðum bara að sætta okkur við það.“ Gerald Robinson og Sigurður Þorsteinsson reyndust Borgnesingum erfiðir í kvöld og settu þeir samanlagt 41 stig hér í kvöld. „Við áttum ofboðslega erfitt með stóru mennina þeirra. Robinson og Siggi voru góðir hér í kvöld og Kevin átti líka stórkostlegan leik, þeir eru bara með hörkulið en það fór ekki eins og við vildum.“ Skallagrímur tapaði núna sínum 11.leik í röð og er róðurinn að verða nokkuð þungur fyrir Borgnesinga. Finnur hafði þetta um það að segja: „Við vorum í hörkuleik núna sem við ætluðum að vinna og vorum nálægt því, við erum kannski langt niðri núna strax eftir leik en við reynum að berja okkur saman og vinna næsta leik.“ Kevin Capers: Við kláruðum leikinn vel „Það var frábært að ná að koma til baka og sigra þennan leik, þjálfarinn hafði trú á okkur og við kláruðum þetta vel,“ sagði sáttur Kevin Capers eftir sigur gegn Skallagrím í kvöld. „Við fórum bara eftir leikplaninu og það skóp þennan sigur. Þegar við vorum ekki að fara eftir því þá tóku þeir öll völd á leiknum en um leið og við fylgdum plani aftur þá tókum við yfir og sigruðum“ sagði Kevin þegar hann var spurður hvernig þeir sigruðu þennan leik. Kevin átti frábæran leik í kvöld og skoraði 34 stig ásamt því að gefa 15 stoðsendingar. Aðspurður út í eigin leik sagði hann: „Það skiptir engu máli hvernig ég spila á meðan að liðið vinnur, það er fyrir öllu. Ég er ánægður hérna, þjálfarinn flottur og við með gott lið.“
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum