Umfjöllun og viðtöl: KR - Valur 96-89 | Stórleikur Rambo dugði ekki til gegn meisturunum Benedikt Grétarsson skrifar 24. janúar 2019 22:00 Pavel Ermolinskij. Vísir/Bára KR vann Val 96-89 þegar liðin mættust í DHL-höllinni í kvöld. Leikurinn var í 15. umferð Dominosdeildar karla í körfubolta og KR hefur nú unnið 10 leiki. Valsmenn hafa unnið fjóra leiki og eru ekki enn öryggir með sæti í efstu deild. Jón Arnór Stefánsson var stigahæstur hjá KR með 24 stig og Julian Boyd skoraði 19 stig. Dominique Rambo var stigahæstur í liði Vals og besti maður vallarins með 42 stig. Valsmenn hafa verið gagnrýndir fyrir að missa niður kraftinn og ákefðina sem einkenndi liðið í fyrra en gestirnir mættu svo sannarlega tilbúnir í kvöld. Valur gaf boltamanninum hjá KR lítinn frið og í sókninni fór Dominique Rambo á kostum. Valsmenn náðu mest níu stiga forystu í fyrsta leikhluta en heimamenn náðu að skora fjögur síðustu stig leikhlutans og staðan að honum loknum var 27-32. Barningurinn og baráttan hélt áfram í öðrum leikhluta og þar ber hæst góð innkoma Pavels Ermolinskijs sem skoraði þrjár þriggja stiga körfur og stýrði liðinu vel. KR byrjaði að sækja meira inn í teiginn og þar áttu Valsmenn fá svör. Góður sprettur KR-inga skilaði þeim naumri forystu að loknum fyrri hálfleik, 49-45. KR hélt undirtökunum i þriðja leikhluta en áðurnefndur Rambo sá til þess að Valsemenn voru aldrei langt undan. Orkan í gestunum virkaði meiri undir lok leikhlutans og staðan að loknum 30 mínútum var hnífjöfn 74-74. Orri Hilmarsson kveikti fínan eld undir KR með fallegri þriggja stiga körfu og góðum varnarleik í upphafi fjórða leikhluta og KR komst fimm stigum yfir. Valsmenn börðust áfram eins og ljón og ég verð að hrósa þeim rauðklæddu fyrir frábært „attitude“ allan leikinn. Spennan var mikil en vendipunktur leiksins kom tveimur mínutum fyrir leikslok. Þá skoraði Emil Barja þriggja stiga körfu og nýr leikmaður Vals, Nicholas Schiltzer, tók illa ígrundað skot og braut svo í kjölfarið klaufalega á Jóni Arnóri Stefánssyni þegar skotklukkan var að renna út. KR kláraði svo leikinn á vítalínunni og mega kannski þakka fyrir stigin tvö.Af hverju vann KR leikinn? Tveir leikfjórðungar þar sem KR spilaði vörn, skildu á milli. Meistararnir voru skelfilegir varnarlega í fyrsta og þriðja leikhluta en fengu aðeins 28 stig á sig í hinum tveimur leikhlutunum. Vörn vinnur titla, sókn selur aðgöngumiða segja spekingar.Hverjir stóðu upp úr? Það er ekkert sérstakt að eiga við Rambo reiðan og það var svo sannarlega málið í kvöld. Kappinn skoraði 42 stig og það er hrikalega erfitt að eiga við hann þar sem kappinn er frábær skotmaður en líka eldsnöggur að koma sér inn í teiginn. Julian Boyd og Jón Arnór skoruðu mest fyrir KR en það var innkoma Pavels í fyrri hálfleik og Orra í þeim seinni, sem gaf KR þann neista sem liðið þurfti. Emil lék líka vel.Tölfræði sem vakti athygli Valur vann frákastabaráttuna 44-41. Ég hefði aldrei sett pening á þá niðurstöðu fyrir leik.Hvað gerist næst? KR fer á erfiðan útivöll og mætir Tindastóli. Valsmenn mæta Grindavík á heimavelli sínum.Ágúst: Margt gott í þessum leik „Það vantaði aðeins upp á þetta en það var engu að síður margt gott í þessum leik hjá okkur,“ sagði Ágúst Björgvinsson eftir tap Vals gegn KR í kvöld. Hvað skyldi hafa glatt þjálfarann mest? „Vörnin var flott en það er svona það sem við höfum verið í mestum vandræðum með í vetur. Við vorum fínir varnarlega í kvöld. Ákvarðanir okkar lungann úr leiknum voru kannski ekki alveg nógu góðar sóknarlega.“ Dominique Rambo skoraði 42 stig og lék afar vel. Gústi vill samt fá meira framlag frá fleiri leikmönnum. „Við spilum ekki nægilega vel saman sem lið. Rambo var frábær í þessum leik en það var bara of mikið um einstaklingsframtak hjá okkur. Viðð þurfum meira samspil, fleiri stoðsendingar og að skora úr okkar leikkerfum,“ sagði Ágúst að lokum.Ingi: Allir þjálfarar vilja leikmenn eins og Orra Ingi Þór Steinþórsson var sáttur við sigurinn gegn Val en það var margt sem mátti bæta í leik KR að mati þjálfarans. „Við erum búnir að sjá leikina sem Valur hefur spilað eftir áramót og þetta er bara nákvæmlega eins og þeir leikir hafa þróast. Þeir eru inni í öllum leikjum og leiða oft lengi í leikjunum.“ „Okkur er bara fyrirmunað að taka varnarfráköst og þessa lausu bolta sem detta dauðir. Þeir pikka þetta upp og fá alltof mikið af öðrum tækifærum og þannig héldu þeir sér á lífi,“ sagði Ingi ennfremur. Breiddin er mikil í KR og það hjálpaði í kvöld. Frammistaða Orra Hilmarssonar var mikilvæg á báðum endum vallarins og Ingi hrósaði Orra sérstaklega. „Við fengum frammistöðu frá lykilmönnum og klárum leikinn á einhverjum stuttum köflum í hvorum hálfleik.“ „Orri kom mjög sterkur inn. Hann kemur í raun frekar seint inn og er bara tilbúinn í það hlutverk sem honum er gefið. Hann nýtir sína sésna og það er akkúrat það sem þjálfarar vilja hafa í sínu liði. Hann er ekkert að spá í hinu og þessu, hann vill bara spila körfubolta og hann steig upp í lokin. Það var mikilvægt fyrir hann og mikilvægt fyrir liðið,“ sagði Ingi. KR er nú með 10 sigurleiki í 15 umferðum og þjálfarinn stefnir hærra með liðið. „Mér er sama hvernig við vinnum leikina, stigin tvö eru bara það dýrmætasta í þessu og við ætlum okkur ofar en við erum í deildinni núna. Þessi tvö stig voru bara rosalega stór fyrir okkur. Pavel snéri leiknum í fyrri hálfleik og við fengum framlag héðan og þaðan. Við vorum ekki að spila okkar besta leik í kvöld. Við vorum frábærir gegn Grindavík á mánudaginn en í kvöld vorum við ekki eins frábærir. Þess vegna er ég ótrúlega sáttur að vinna hérna mjög gott lið Vals,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson.Kristófer: Virkilega slappt í kvöld Kristófer Acox skoraði 7 stig, tók 9 fráköst og gaf 4 stoðsendingar í sigri KR gegn Val. Landsliðsmaðurinn átti einnig afar eftirminnilegt varið skot í seinni hálfleik en Kristófer virkaði samt ekkert sérstaklega sáttur eftir leik. „Við byrjuðum bara aldrei leikinn fannst mér. Við vorum bara þungir allan leikinn og mjög lengi að komast í gang. Það er auðvitað mikið talað um gæðin í liðinu en ég veit ekki alveg hvað við höldum að við séum að mæta svona til leiks og halda bara að þetta komi af sjálfu sér. Við vorum bara heppnir að hafa sloppið með sigur í kvöld,“ sagði Kristófer. KR fékk á sig 32 stig í fyrsta leikhluta. Það er væntanlega ekki boðlegt? „Já, hvað þá þegar einn gæi er að skora einhver 20 stig á okkur í einum leikhluta. Við erum að koma úr virkilega góðum leik á móti Grindavík fyrir þremur dögum og kannski héldum við eftir þá frammistöðu að við værum bara komnir á réttu brautina. Þetta var bara virkilega slappt í kvöld en sigur er sigur.“ Þrátt fyrir sigurinn virkuðu allir KR-ingar ósáttir. Er það ekki merki um hugarfar sigurvegara, að vera ósáttir þrátt fyrir sigur? „Jú jú, við erum búnir að vera upp og niður í allan vetur og erum enn að pússla liðinu saman. En við eigum ekki að sýna svona glæsilegan leik á mánudegi og mæta svo á fimmtudegi sem allt annað lið. Það á ekki að vera þannig,“ sagði frekar brúnaþungur Kristófer Acox.Rambo: Loftið var þungt fyrstu vikurnar Dominique Rambo stóð undir nafni gegn KR í kvöld og sallaði niður andstæðinga sína. Kappinn skoraði 42 stig og virkaði óstöðvandi á köflum. „Ég er búinn að vera duglegur á æfingasvæðinu undanfarið og lagt mikið á mig til að bæta skotið mitt. Loksins finnst mér að ég sé kominn með fullan styrk í fæturnar og þá fylgir sjálfstraustið með,“ sagði Rambo eftir leik. Rambo skoraði 18 stig í fyrsta leikhluta en aðeins fimm stig í öðrum leikhluta. „Þeir bættu sig varnarlega en ég var að reyna að koma kannski fleiri leikmönnum í liðinu inn í leikinn. Ég þarf að halda takti út leikinn og ég mátti ekki sprengja mig of mikið strax í upphafi. Við vönduðum okkur ekki nógu mikið í skotunum og þeir gegnu á lagið með hröðum upphlaupum.“ Rambo líst betur og betur á dvöl sína hjá Val og veru sína á Íslandi. „Já, ég er að byrja að finna taktinn með liðsfélögunum. Mér fannst loftið vera helst til þungt fyrstu tvær vikurnar mínar hérna og líkaminn var smá stund að koma sér í gang. Nú snýst þetta bara um að liðið mitt trúi á mig og ég trúi á liðið mitt.“ Kendall Lamont Anthnoy var forveri Rambo hjá Val en þar var frábær leikmaður á ferð. Rambo er ekki mikið að velta sér upp úr fyrrum leikmönnum Vals. „Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki séð eina mínútu með Kendall og ég þekki ekki hans leik. Ég veit bara að ég mun gefa 100% í öllum leikjum, bæði í sókn og vörn,“ sagði hinn afar geðþekki Dominique Rambo að lokum. Dominos-deild karla
KR vann Val 96-89 þegar liðin mættust í DHL-höllinni í kvöld. Leikurinn var í 15. umferð Dominosdeildar karla í körfubolta og KR hefur nú unnið 10 leiki. Valsmenn hafa unnið fjóra leiki og eru ekki enn öryggir með sæti í efstu deild. Jón Arnór Stefánsson var stigahæstur hjá KR með 24 stig og Julian Boyd skoraði 19 stig. Dominique Rambo var stigahæstur í liði Vals og besti maður vallarins með 42 stig. Valsmenn hafa verið gagnrýndir fyrir að missa niður kraftinn og ákefðina sem einkenndi liðið í fyrra en gestirnir mættu svo sannarlega tilbúnir í kvöld. Valur gaf boltamanninum hjá KR lítinn frið og í sókninni fór Dominique Rambo á kostum. Valsmenn náðu mest níu stiga forystu í fyrsta leikhluta en heimamenn náðu að skora fjögur síðustu stig leikhlutans og staðan að honum loknum var 27-32. Barningurinn og baráttan hélt áfram í öðrum leikhluta og þar ber hæst góð innkoma Pavels Ermolinskijs sem skoraði þrjár þriggja stiga körfur og stýrði liðinu vel. KR byrjaði að sækja meira inn í teiginn og þar áttu Valsmenn fá svör. Góður sprettur KR-inga skilaði þeim naumri forystu að loknum fyrri hálfleik, 49-45. KR hélt undirtökunum i þriðja leikhluta en áðurnefndur Rambo sá til þess að Valsemenn voru aldrei langt undan. Orkan í gestunum virkaði meiri undir lok leikhlutans og staðan að loknum 30 mínútum var hnífjöfn 74-74. Orri Hilmarsson kveikti fínan eld undir KR með fallegri þriggja stiga körfu og góðum varnarleik í upphafi fjórða leikhluta og KR komst fimm stigum yfir. Valsmenn börðust áfram eins og ljón og ég verð að hrósa þeim rauðklæddu fyrir frábært „attitude“ allan leikinn. Spennan var mikil en vendipunktur leiksins kom tveimur mínutum fyrir leikslok. Þá skoraði Emil Barja þriggja stiga körfu og nýr leikmaður Vals, Nicholas Schiltzer, tók illa ígrundað skot og braut svo í kjölfarið klaufalega á Jóni Arnóri Stefánssyni þegar skotklukkan var að renna út. KR kláraði svo leikinn á vítalínunni og mega kannski þakka fyrir stigin tvö.Af hverju vann KR leikinn? Tveir leikfjórðungar þar sem KR spilaði vörn, skildu á milli. Meistararnir voru skelfilegir varnarlega í fyrsta og þriðja leikhluta en fengu aðeins 28 stig á sig í hinum tveimur leikhlutunum. Vörn vinnur titla, sókn selur aðgöngumiða segja spekingar.Hverjir stóðu upp úr? Það er ekkert sérstakt að eiga við Rambo reiðan og það var svo sannarlega málið í kvöld. Kappinn skoraði 42 stig og það er hrikalega erfitt að eiga við hann þar sem kappinn er frábær skotmaður en líka eldsnöggur að koma sér inn í teiginn. Julian Boyd og Jón Arnór skoruðu mest fyrir KR en það var innkoma Pavels í fyrri hálfleik og Orra í þeim seinni, sem gaf KR þann neista sem liðið þurfti. Emil lék líka vel.Tölfræði sem vakti athygli Valur vann frákastabaráttuna 44-41. Ég hefði aldrei sett pening á þá niðurstöðu fyrir leik.Hvað gerist næst? KR fer á erfiðan útivöll og mætir Tindastóli. Valsmenn mæta Grindavík á heimavelli sínum.Ágúst: Margt gott í þessum leik „Það vantaði aðeins upp á þetta en það var engu að síður margt gott í þessum leik hjá okkur,“ sagði Ágúst Björgvinsson eftir tap Vals gegn KR í kvöld. Hvað skyldi hafa glatt þjálfarann mest? „Vörnin var flott en það er svona það sem við höfum verið í mestum vandræðum með í vetur. Við vorum fínir varnarlega í kvöld. Ákvarðanir okkar lungann úr leiknum voru kannski ekki alveg nógu góðar sóknarlega.“ Dominique Rambo skoraði 42 stig og lék afar vel. Gústi vill samt fá meira framlag frá fleiri leikmönnum. „Við spilum ekki nægilega vel saman sem lið. Rambo var frábær í þessum leik en það var bara of mikið um einstaklingsframtak hjá okkur. Viðð þurfum meira samspil, fleiri stoðsendingar og að skora úr okkar leikkerfum,“ sagði Ágúst að lokum.Ingi: Allir þjálfarar vilja leikmenn eins og Orra Ingi Þór Steinþórsson var sáttur við sigurinn gegn Val en það var margt sem mátti bæta í leik KR að mati þjálfarans. „Við erum búnir að sjá leikina sem Valur hefur spilað eftir áramót og þetta er bara nákvæmlega eins og þeir leikir hafa þróast. Þeir eru inni í öllum leikjum og leiða oft lengi í leikjunum.“ „Okkur er bara fyrirmunað að taka varnarfráköst og þessa lausu bolta sem detta dauðir. Þeir pikka þetta upp og fá alltof mikið af öðrum tækifærum og þannig héldu þeir sér á lífi,“ sagði Ingi ennfremur. Breiddin er mikil í KR og það hjálpaði í kvöld. Frammistaða Orra Hilmarssonar var mikilvæg á báðum endum vallarins og Ingi hrósaði Orra sérstaklega. „Við fengum frammistöðu frá lykilmönnum og klárum leikinn á einhverjum stuttum köflum í hvorum hálfleik.“ „Orri kom mjög sterkur inn. Hann kemur í raun frekar seint inn og er bara tilbúinn í það hlutverk sem honum er gefið. Hann nýtir sína sésna og það er akkúrat það sem þjálfarar vilja hafa í sínu liði. Hann er ekkert að spá í hinu og þessu, hann vill bara spila körfubolta og hann steig upp í lokin. Það var mikilvægt fyrir hann og mikilvægt fyrir liðið,“ sagði Ingi. KR er nú með 10 sigurleiki í 15 umferðum og þjálfarinn stefnir hærra með liðið. „Mér er sama hvernig við vinnum leikina, stigin tvö eru bara það dýrmætasta í þessu og við ætlum okkur ofar en við erum í deildinni núna. Þessi tvö stig voru bara rosalega stór fyrir okkur. Pavel snéri leiknum í fyrri hálfleik og við fengum framlag héðan og þaðan. Við vorum ekki að spila okkar besta leik í kvöld. Við vorum frábærir gegn Grindavík á mánudaginn en í kvöld vorum við ekki eins frábærir. Þess vegna er ég ótrúlega sáttur að vinna hérna mjög gott lið Vals,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson.Kristófer: Virkilega slappt í kvöld Kristófer Acox skoraði 7 stig, tók 9 fráköst og gaf 4 stoðsendingar í sigri KR gegn Val. Landsliðsmaðurinn átti einnig afar eftirminnilegt varið skot í seinni hálfleik en Kristófer virkaði samt ekkert sérstaklega sáttur eftir leik. „Við byrjuðum bara aldrei leikinn fannst mér. Við vorum bara þungir allan leikinn og mjög lengi að komast í gang. Það er auðvitað mikið talað um gæðin í liðinu en ég veit ekki alveg hvað við höldum að við séum að mæta svona til leiks og halda bara að þetta komi af sjálfu sér. Við vorum bara heppnir að hafa sloppið með sigur í kvöld,“ sagði Kristófer. KR fékk á sig 32 stig í fyrsta leikhluta. Það er væntanlega ekki boðlegt? „Já, hvað þá þegar einn gæi er að skora einhver 20 stig á okkur í einum leikhluta. Við erum að koma úr virkilega góðum leik á móti Grindavík fyrir þremur dögum og kannski héldum við eftir þá frammistöðu að við værum bara komnir á réttu brautina. Þetta var bara virkilega slappt í kvöld en sigur er sigur.“ Þrátt fyrir sigurinn virkuðu allir KR-ingar ósáttir. Er það ekki merki um hugarfar sigurvegara, að vera ósáttir þrátt fyrir sigur? „Jú jú, við erum búnir að vera upp og niður í allan vetur og erum enn að pússla liðinu saman. En við eigum ekki að sýna svona glæsilegan leik á mánudegi og mæta svo á fimmtudegi sem allt annað lið. Það á ekki að vera þannig,“ sagði frekar brúnaþungur Kristófer Acox.Rambo: Loftið var þungt fyrstu vikurnar Dominique Rambo stóð undir nafni gegn KR í kvöld og sallaði niður andstæðinga sína. Kappinn skoraði 42 stig og virkaði óstöðvandi á köflum. „Ég er búinn að vera duglegur á æfingasvæðinu undanfarið og lagt mikið á mig til að bæta skotið mitt. Loksins finnst mér að ég sé kominn með fullan styrk í fæturnar og þá fylgir sjálfstraustið með,“ sagði Rambo eftir leik. Rambo skoraði 18 stig í fyrsta leikhluta en aðeins fimm stig í öðrum leikhluta. „Þeir bættu sig varnarlega en ég var að reyna að koma kannski fleiri leikmönnum í liðinu inn í leikinn. Ég þarf að halda takti út leikinn og ég mátti ekki sprengja mig of mikið strax í upphafi. Við vönduðum okkur ekki nógu mikið í skotunum og þeir gegnu á lagið með hröðum upphlaupum.“ Rambo líst betur og betur á dvöl sína hjá Val og veru sína á Íslandi. „Já, ég er að byrja að finna taktinn með liðsfélögunum. Mér fannst loftið vera helst til þungt fyrstu tvær vikurnar mínar hérna og líkaminn var smá stund að koma sér í gang. Nú snýst þetta bara um að liðið mitt trúi á mig og ég trúi á liðið mitt.“ Kendall Lamont Anthnoy var forveri Rambo hjá Val en þar var frábær leikmaður á ferð. Rambo er ekki mikið að velta sér upp úr fyrrum leikmönnum Vals. „Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki séð eina mínútu með Kendall og ég þekki ekki hans leik. Ég veit bara að ég mun gefa 100% í öllum leikjum, bæði í sókn og vörn,“ sagði hinn afar geðþekki Dominique Rambo að lokum.
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti