Hefur breytt landslaginu í deildinni Hjörvar Ólafsson skrifar 25. janúar 2019 17:15 Helena Sverrissdóttir í leiknum á móti Haukum. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Þegar Helena Sverrisdóttir, landsliðskona í körfubolta, gekk í raðir Vals var liðið í 5. sæti Domino’s-deildar kvenna í körfubolta með sex stig eftir að hafa leikið átta leiki í deildinni. Liðið sem hafði farið í úrslitaeinvígið gegn liðsfélögum Helenu hjá Haukum síðasta vor var í ákveðnum vandræðum og útlit fyrir að baráttan um að komast í úrslitakeppni deildarinnnar gæti orðið strembin og tvísýn. Þá kom á Hlíðarenda himnasendingin Helena, sem var ekki sátt við stöðu mála hjá ungverska liðinu Ceglédi og hugurinn leitaði heim. Öll liðin í deildinni höfðu áhuga á kröftum Helenu, en Valur náði að landa samningi við hana og eftir það hefur staða liðsins gjörbreyst og er það ekki síst fyrir hennar tilstuðlan að bjartari tímar með blóm í haga eru fram undan hjá Hlíðarendaliðinu. Eftir að hún byrjaði að spila með Val hefur liðið leikið níu deildarleiki og einn leik í bikar. Níu af þessum tíu leikjum hafa endað með sigri Valsliðsins, en einungis KR hefur tekist að hafa betur gegn Val með Helenu innanborðs. Helena er orðin efst í Valsliðinu í þeim tölfræðiþáttum sem mestu máli þykja skipta í körfubolta, það er stigum skoruðum, fráköstum og stoðsendingum. Í níu deildarleikjum með Val hefur Helena skorað 20,7 stig, tekið 8,8 fráköst og gefið 6,1 stoðsendingu að meðaltali. Skotnýtingin er einnig frábær; 64% inni í teig, 47% fyrir utan þriggja stiga línuna og 83% á vítalínunni. Valsliðið skipti á svipuðum tímapunkti og Helena kom í herbúðir liðsins um bandarískan leikmann í sínum röðum. Brooke Johnson var látin víkja fyrir Heather Butler sem hefur staðið sig vel í Valsbúningnum. Töluverð breidd er í leikmannahópi Vals og gæti það skipt sköpum þegar stutt verður á milli leikja í úrslitakeppninni. Bekkurinn er dýpri en hjá keppinautunum sem gæti gert gæfumuninn. Fimm lið eru að berjast hatrammlega um sætin fjögur í úrslitakeppninni og ljóst að eitt lið sem lætur sig dreyma um Íslandsmeistaratitilinn mun ekki fá tækifæri til þess þegar á hólminn verður komið. Valur er núna í 3.-4. sæti deildarinnar með 22 stig, en efstu fjögur liðin fara í úrslitakeppni um Íslandsmeistaratitilinn í vor. Keflavík er á toppnum með 26 stig. Enn eru ellefu umferðir eftir af deildakeppninni og í næstu fjórum leikjum Vals mætir liðið Breiðabliki, sem vermir botnsætið, og svo Keflavík, Stjörnunni og Snæfelli. Eftir það hefst síðasta umferð deildakeppninnar af fjórum. Þá er Valur kominn í undanúrslit Geysisbikarsins þar sem liðið mætir Snæfelli um miðjan febrúar. Í hinni undanúrslitaviðureigninni mætast Stjarnan og Breiðablik. Með Helenu er Valur ansi líklegur kandídat í að verða tvöfaldur meistari þegar upp verður staðið. Félagið hefur aldrei unnið stóran titil í kvennaflokki í körfubolta. Birtist í Fréttablaðinu Dominos-deild kvenna Mest lesið „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Körfubolti Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Enski boltinn Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Handbolti „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Enski boltinn „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti „Sóknarlega vorum við ömurlegir og ég þarf að taka það á mig“ Sport Fleiri fréttir Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Sjá meira
Þegar Helena Sverrisdóttir, landsliðskona í körfubolta, gekk í raðir Vals var liðið í 5. sæti Domino’s-deildar kvenna í körfubolta með sex stig eftir að hafa leikið átta leiki í deildinni. Liðið sem hafði farið í úrslitaeinvígið gegn liðsfélögum Helenu hjá Haukum síðasta vor var í ákveðnum vandræðum og útlit fyrir að baráttan um að komast í úrslitakeppni deildarinnnar gæti orðið strembin og tvísýn. Þá kom á Hlíðarenda himnasendingin Helena, sem var ekki sátt við stöðu mála hjá ungverska liðinu Ceglédi og hugurinn leitaði heim. Öll liðin í deildinni höfðu áhuga á kröftum Helenu, en Valur náði að landa samningi við hana og eftir það hefur staða liðsins gjörbreyst og er það ekki síst fyrir hennar tilstuðlan að bjartari tímar með blóm í haga eru fram undan hjá Hlíðarendaliðinu. Eftir að hún byrjaði að spila með Val hefur liðið leikið níu deildarleiki og einn leik í bikar. Níu af þessum tíu leikjum hafa endað með sigri Valsliðsins, en einungis KR hefur tekist að hafa betur gegn Val með Helenu innanborðs. Helena er orðin efst í Valsliðinu í þeim tölfræðiþáttum sem mestu máli þykja skipta í körfubolta, það er stigum skoruðum, fráköstum og stoðsendingum. Í níu deildarleikjum með Val hefur Helena skorað 20,7 stig, tekið 8,8 fráköst og gefið 6,1 stoðsendingu að meðaltali. Skotnýtingin er einnig frábær; 64% inni í teig, 47% fyrir utan þriggja stiga línuna og 83% á vítalínunni. Valsliðið skipti á svipuðum tímapunkti og Helena kom í herbúðir liðsins um bandarískan leikmann í sínum röðum. Brooke Johnson var látin víkja fyrir Heather Butler sem hefur staðið sig vel í Valsbúningnum. Töluverð breidd er í leikmannahópi Vals og gæti það skipt sköpum þegar stutt verður á milli leikja í úrslitakeppninni. Bekkurinn er dýpri en hjá keppinautunum sem gæti gert gæfumuninn. Fimm lið eru að berjast hatrammlega um sætin fjögur í úrslitakeppninni og ljóst að eitt lið sem lætur sig dreyma um Íslandsmeistaratitilinn mun ekki fá tækifæri til þess þegar á hólminn verður komið. Valur er núna í 3.-4. sæti deildarinnar með 22 stig, en efstu fjögur liðin fara í úrslitakeppni um Íslandsmeistaratitilinn í vor. Keflavík er á toppnum með 26 stig. Enn eru ellefu umferðir eftir af deildakeppninni og í næstu fjórum leikjum Vals mætir liðið Breiðabliki, sem vermir botnsætið, og svo Keflavík, Stjörnunni og Snæfelli. Eftir það hefst síðasta umferð deildakeppninnar af fjórum. Þá er Valur kominn í undanúrslit Geysisbikarsins þar sem liðið mætir Snæfelli um miðjan febrúar. Í hinni undanúrslitaviðureigninni mætast Stjarnan og Breiðablik. Með Helenu er Valur ansi líklegur kandídat í að verða tvöfaldur meistari þegar upp verður staðið. Félagið hefur aldrei unnið stóran titil í kvennaflokki í körfubolta.
Birtist í Fréttablaðinu Dominos-deild kvenna Mest lesið „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Körfubolti Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Enski boltinn Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Handbolti „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Enski boltinn „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti „Sóknarlega vorum við ömurlegir og ég þarf að taka það á mig“ Sport Fleiri fréttir Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti