Heimilin bæta flokkun og endurvinnslu sorps Sighvatur Arnmundsson skrifar 25. janúar 2019 06:45 Magn óflokkaðs sorps sem hent er í gráar tunnur og í gáma á endurvinnslustöðvum á síðasta ári var 187 kíló á hvern íbúa samanborið við 189,6 kíló árið áður. FRÉTTABLAÐIÐ/Anton Brink „Þetta eru auðvitað stórtíðindi. Heimilin eru að standa sig vel með því að minnka magnið af sorpi sem fer í gráu tunnurnar. En þau eru líka að flokka meira og betur og við sjáum það sérstaklega í plastinu. Það er ástæða til að hrósa íbúum,“ segir Bjarni Gnýr Hjarðar, yfirverkfræðingur hjá Sorpu, um niðurstöður nýrrar húsasorpsrannsóknar. Rannsóknin hefur verið gerð árlega frá 1991 og hefur Bjarni yfirumsjón með verkefninu en þar er innihald óflokkaðs sorps sem er hent frá heimilum á höfuðborgarsvæðinu greint. Tekin eru 100 kílóa sýni úr öllum sorphirðuhverfum höfuðborgarsvæðisins sem eru 26 talsins.Nýjasta könnunin var gerð í nóvember á síðasta ári en niðurstöðurnar voru kynntar fyrir stjórn Sorpu í síðustu viku. Magn óflokkaðs sorps sem hent er í gráar tunnur og í gáma á endurvinnslustöðvum á síðasta ári var 187 kíló á hvern íbúa samanborið við 189,6 kíló árið áður. Þá jókst plast sem skilað var til endurvinnslu í gegnum grænar tunnur, grenndargáma og endurvinnslustöðvar úr 5,3 kílóum á íbúa í sjö kíló. Miklum meirihluta plasts er enn hent með óflokkuðu rusli eða 23,6 kílóum á íbúa sem er þó minna en árið áður þegar það var 26,1 kíló. Þannig skiluðu tæp 23 prósent plasts frá heimilum sér til endurvinnslu á síðasta ári samanborið við tæp 17 prósent árið áður. Heildarmagn plasts minnkaði einnig lítillega eða úr 31,4 kílóum á íbúa í 30,6 kíló. Bjarni segist telja að aukin umræða um plast og endurvinnslu sé að skila sér þótt það sé auðvitað hægt að gera betur.„Þetta sýnir okkur líka að það er til farvegur fyrir plastið sem er mjög mikilvægt. Það hefur verið svolítið í umræðunni að plastið fari í brennslu en ég held að það sé ástæða til að vera jákvæður gagnvart söfnun á plasti,“ segir Bjarni. Heildarmagn pappírs sem fellur til frá heimilum dregst saman milli ára, bæði það sem fer í bláar tunnur, grenndargáma og endurvinnslustöðvar og það sem fer í óflokkað sorp. Þannig skiluðu sér 43,5 kíló á íbúa sér til endurvinnslu á síðasta ári sem var kílói minna en árið áður. Pappír sem endaði í óflokkuðu rusli reyndist 14,7 kíló á íbúa en var 15,9 kíló árið áður. Hlutfall pappírs sem kemur til endurvinnslu frá heimilum jókst því úr 73,7 prósentum í 74,7 prósent. Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Innlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira
„Þetta eru auðvitað stórtíðindi. Heimilin eru að standa sig vel með því að minnka magnið af sorpi sem fer í gráu tunnurnar. En þau eru líka að flokka meira og betur og við sjáum það sérstaklega í plastinu. Það er ástæða til að hrósa íbúum,“ segir Bjarni Gnýr Hjarðar, yfirverkfræðingur hjá Sorpu, um niðurstöður nýrrar húsasorpsrannsóknar. Rannsóknin hefur verið gerð árlega frá 1991 og hefur Bjarni yfirumsjón með verkefninu en þar er innihald óflokkaðs sorps sem er hent frá heimilum á höfuðborgarsvæðinu greint. Tekin eru 100 kílóa sýni úr öllum sorphirðuhverfum höfuðborgarsvæðisins sem eru 26 talsins.Nýjasta könnunin var gerð í nóvember á síðasta ári en niðurstöðurnar voru kynntar fyrir stjórn Sorpu í síðustu viku. Magn óflokkaðs sorps sem hent er í gráar tunnur og í gáma á endurvinnslustöðvum á síðasta ári var 187 kíló á hvern íbúa samanborið við 189,6 kíló árið áður. Þá jókst plast sem skilað var til endurvinnslu í gegnum grænar tunnur, grenndargáma og endurvinnslustöðvar úr 5,3 kílóum á íbúa í sjö kíló. Miklum meirihluta plasts er enn hent með óflokkuðu rusli eða 23,6 kílóum á íbúa sem er þó minna en árið áður þegar það var 26,1 kíló. Þannig skiluðu tæp 23 prósent plasts frá heimilum sér til endurvinnslu á síðasta ári samanborið við tæp 17 prósent árið áður. Heildarmagn plasts minnkaði einnig lítillega eða úr 31,4 kílóum á íbúa í 30,6 kíló. Bjarni segist telja að aukin umræða um plast og endurvinnslu sé að skila sér þótt það sé auðvitað hægt að gera betur.„Þetta sýnir okkur líka að það er til farvegur fyrir plastið sem er mjög mikilvægt. Það hefur verið svolítið í umræðunni að plastið fari í brennslu en ég held að það sé ástæða til að vera jákvæður gagnvart söfnun á plasti,“ segir Bjarni. Heildarmagn pappírs sem fellur til frá heimilum dregst saman milli ára, bæði það sem fer í bláar tunnur, grenndargáma og endurvinnslustöðvar og það sem fer í óflokkað sorp. Þannig skiluðu sér 43,5 kíló á íbúa sér til endurvinnslu á síðasta ári sem var kílói minna en árið áður. Pappír sem endaði í óflokkuðu rusli reyndist 14,7 kíló á íbúa en var 15,9 kíló árið áður. Hlutfall pappírs sem kemur til endurvinnslu frá heimilum jókst því úr 73,7 prósentum í 74,7 prósent.
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Innlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira