Erlent

59 látnir í aurskriðum og flóðum í Indónesíu

Atli Ísleifsson skrifar
3.400 manns hafa neyðst til að flýja heimili sín.
3.400 manns hafa neyðst til að flýja heimili sín. AP
Tugir manna hafa látið lífið í aurskriðum og flóðum á indónesísku eyjunni Suður-Sulawesi síðustu daga. Gríðarlegt úrhelli hefur verið á svæðinu sem hefur orðið til þess að þúsundir hafi neyðst til að flýja heimili sín.

Talsmaður yfirvalda á eyjunni segir að tala látinna sé nú komin í 59 og er á þriðja tug enn saknað.

Í frétt Al Jazeera  segir að um 3.400 manns hafi verið gert að yfirgefa heimili sín vegna aðstæðna, en ár hafa víða flætt yfir bakka sína.

Flestir þeirra sem hafa farist hafa látið lífið í Gowa-héraði, eða 44.

Vegir hafa margir lokast vegna flóðanna og hefur björgunarlið þurft að notast við þyrlur til að koma hjálpargögnum á hamfarasvæðin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×