Erlent

Gröf mannsins sem „kom Ástralíu á kortið“ fannst í London

Atli Ísleifsson skrifar
Ekki er langt síðan kista Flinders fannst og kom þá fram að skipstjórinn hafi verið jarðsettur 23. júlí 1814.
Ekki er langt síðan kista Flinders fannst og kom þá fram að skipstjórinn hafi verið jarðsettur 23. júlí 1814. HS2
Fornleifafræðingar hafa staðfest að líkamsleifar sem fundist við uppgröft í London séu enska skipstjórans og landkönnuðarins Matthew Flinders. Skipstjórinn var sá fyrsti sem sigldi í kringum Ástralíu, um aldamótin 1800, og er sagður eiga heiðurinn að nafni landsins.

Líkamsleifar Flinders fundust í tengslum við framkvæmdir  á lagningu háhraðalestarleiðar (HS2) í borginni.

Til stendur að fjarlægja um 61 þúsund beinagrindur frá St James görðunum, þar sem lestarstöð fyrir nýja háhraðalest verður byggð, ekki langt frá Euston-stöðinni.

Matthew Flinders.HS2

Sextíu uppgreftir

Ekki er langt síðan kista Flinders fannst og kom þá fram að skipstjórinn hafi verið jarðsettur 23. júlí 1814.

Uppgröfturinn hófst þar í október síðastliðinn, en hann er einn sextíu slíkra uppgrafta á leiðinni þar sem teinar háhraðalestarinnar eiga liggja, milli London og Birmingham.

Vitað var að Flinders var í hópi þúsunda sem voru jarðsettir á staðnum, en byggt var yfir hann þegar Euston-stöðin var stækkuð á nítjándu öld. Hægt var að bera kennsl á Flinders þar sem blýplötu með nafni Flinders hafði verið komið fyrir ofan á kistunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×