Þingmenn sem fara í ótímabundið og launalaust leyfi ráða því sjálfir hvenær þeir koma til baka Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. janúar 2019 15:00 Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, í þingsal í gær. vísir/vilhelm Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, segir það algjörlega í höndum þeirra þingmanna sem taka sér ótímabundið, launalaust leyfi að ákveða hvenær þeir koma til baka til þingstarfa. Það hafi verið raunin með Gunnar Braga Sveinsson og Bergþór Ólason, þingmenn Miðflokksins, en þeir komu aftur til starfa á Alþingi í gær eftir að hafa farið í leyfi vegna Klaustursmálsins. „Það sagði í þeirra bréfum að það var ótímabundið leyfi frá þingstörfum þannig að það var algjörlega í þeirra höndum hvenær þeir kæmu aftur. Varamaður situr að lágmarki eina viku en eftir það gátu þeir ákveðið hvenær þeir kæmu til þingstarfa aftur,“ segir Helgi. Þingmenn hafa gagnrýnt það að Gunnar Bragi og Bergþór hafi í raun komið fyrirvaralaust til starfa á Alþingi á ný þar sem þeir hafi ekki látið þingmenn vita af því að þeir væru að taka sæti á ný. Hafa meðal annars þær Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, og Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, gagnrýnt þetta en þingmennirnir fóru afar ófögrum orðum um þær tvær þar sem þeir sátu á Klaustur Bar í nóvember síðastliðnum með tveimur öðrum þingmönnum úr Miðflokknum og tveimur þingmönnum sem þá voru í Flokki fólksins. Helgi segir aðspurður að Gunnar Bragi og Bergþór hafi tilkynnt sér það með tölvupóstum í gærmorgun að þeir myndu taka sæti á þingfundi sem myndi hefjast klukkan hálfellefu. „Það er að vísu skammur fyrirvari en gagnvart okkur á skrifstofunni var ekkert óeðlilegt við þetta. Það hefur gerst áður að þingmenn hafi tekið sæti þannig að þeir hafi látið vita skömmu fyrir þingfund að svo væri. Þannig að gagnvart hinni formlegu hlið málsins er ekkert við það að athuga. En svo eru auðvitað aðrar hliðar á þessu máli en það er ekki mitt mál að blanda mér í það,“ segir Helgi. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Óvinsælt og ólíklegt að Bergþór gegni áfram formennsku í nefnd Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason komu óvænt aftur til starfa í gær. Í samtölum við Fréttablaðið undrast margir þingmenn þessa ákvörðun þeirra. 25. janúar 2019 06:00 Segir 36 stunda „blackout“ Gunnars Braga geta bent til heilabilunar Gunnar sagðist velta fyrir sér hvað hefði gengið á en geðlæknir hefur ritað pistil um málið. 25. janúar 2019 14:13 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, segir það algjörlega í höndum þeirra þingmanna sem taka sér ótímabundið, launalaust leyfi að ákveða hvenær þeir koma til baka til þingstarfa. Það hafi verið raunin með Gunnar Braga Sveinsson og Bergþór Ólason, þingmenn Miðflokksins, en þeir komu aftur til starfa á Alþingi í gær eftir að hafa farið í leyfi vegna Klaustursmálsins. „Það sagði í þeirra bréfum að það var ótímabundið leyfi frá þingstörfum þannig að það var algjörlega í þeirra höndum hvenær þeir kæmu aftur. Varamaður situr að lágmarki eina viku en eftir það gátu þeir ákveðið hvenær þeir kæmu til þingstarfa aftur,“ segir Helgi. Þingmenn hafa gagnrýnt það að Gunnar Bragi og Bergþór hafi í raun komið fyrirvaralaust til starfa á Alþingi á ný þar sem þeir hafi ekki látið þingmenn vita af því að þeir væru að taka sæti á ný. Hafa meðal annars þær Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, og Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, gagnrýnt þetta en þingmennirnir fóru afar ófögrum orðum um þær tvær þar sem þeir sátu á Klaustur Bar í nóvember síðastliðnum með tveimur öðrum þingmönnum úr Miðflokknum og tveimur þingmönnum sem þá voru í Flokki fólksins. Helgi segir aðspurður að Gunnar Bragi og Bergþór hafi tilkynnt sér það með tölvupóstum í gærmorgun að þeir myndu taka sæti á þingfundi sem myndi hefjast klukkan hálfellefu. „Það er að vísu skammur fyrirvari en gagnvart okkur á skrifstofunni var ekkert óeðlilegt við þetta. Það hefur gerst áður að þingmenn hafi tekið sæti þannig að þeir hafi látið vita skömmu fyrir þingfund að svo væri. Þannig að gagnvart hinni formlegu hlið málsins er ekkert við það að athuga. En svo eru auðvitað aðrar hliðar á þessu máli en það er ekki mitt mál að blanda mér í það,“ segir Helgi.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Óvinsælt og ólíklegt að Bergþór gegni áfram formennsku í nefnd Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason komu óvænt aftur til starfa í gær. Í samtölum við Fréttablaðið undrast margir þingmenn þessa ákvörðun þeirra. 25. janúar 2019 06:00 Segir 36 stunda „blackout“ Gunnars Braga geta bent til heilabilunar Gunnar sagðist velta fyrir sér hvað hefði gengið á en geðlæknir hefur ritað pistil um málið. 25. janúar 2019 14:13 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Óvinsælt og ólíklegt að Bergþór gegni áfram formennsku í nefnd Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason komu óvænt aftur til starfa í gær. Í samtölum við Fréttablaðið undrast margir þingmenn þessa ákvörðun þeirra. 25. janúar 2019 06:00
Segir 36 stunda „blackout“ Gunnars Braga geta bent til heilabilunar Gunnar sagðist velta fyrir sér hvað hefði gengið á en geðlæknir hefur ritað pistil um málið. 25. janúar 2019 14:13