Hópfjármögnun á berklasafni á lokametrunum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. janúar 2019 20:00 Hópfjármögnun á berklasafni í Eyjafjarðarsveit er á lokametrunum. Stofnandin safnsins segir að mikilvægt sé að halda sögu Hvíta dauðans, eins og berklaveikin var kölluð, á lofti enda hafi hann haft áhrif á fjölmarga Íslendinga. Að Kristnesi í Eyjafjarðarsveit er draumur Maríu Pálsdóttur um berklasafn á æskuslóðum hennar óðum að verða að veruleika. Hún vinnur nú hörðum höndum að því að setja upp safnið í gömlu starfsmannahúsi sem var að drabbast niður. Berklar skipa stóran sess í sögu Kristness enda var þar reist berklahæli árið 1927 sem fylltist fljótt af fárveikum berklasjúklingum. Sjúkrahúsið á Akureyri er nú með starfsemi í aðalhúsinu á meðan sum hús sem tengdust hælinu hafa ekki fengið ný hlutverk, þar til nú. „Þau hafa látið á sjá síðan ég var krakki og lék mér hérna og ég hugsaði: Af hverju gerir ekki einhver eitthvað. Svo bara laust því í höfuðið á mér. Af hverju geri ég ekki eitthvað og þá fór boltinn að rúlla og ég að hugsa. Mér fannst eðlilegast að tengja þetta við sögu staðarins,“ segir María Pálsdóttir, stofnandi safnsins. María, ásamt samstarfsfélaga sínum Auði Ösp, hefur unnið hörðum höndum að því að koma húsinu í stand og vonast hún til þess að safnið geti opnað í vor. Fjármögnun verkefnisins fer í gegnum hópfjármögnunarsíðuna Karolina Fund og er á lokametrunum. Aðeins vantar nokkur þúsund krónur upp í þær 2,8 milljónir sem María vill safna til þess að geta opnað safnið. Hún vonast til þess að ná takmarkinu enda segir hún mikilvægt að saga berklaveikinnar falli ekki í gleymsku.Ekki er langt í land.Mynd/Skjáskot„Það var kannski ekkert hugguleg hugmynd, berklar, en því meira sem ég stúderaði og grúskaði og skoðaði og spurði, því forvitnilegri fannst mér þessi saga og því mikilvægara fannst mér að halda henni á lofti, ekki gleyma henni og ekki týna henni og gera eitthvað við hana,“ segir María. Þannig hafi hún fljótt komist að því að berklaveikin hafi snert gríðarlega marga Íslendinga, þar á meðal hennar eigin fjölskyldu. „Ég til dæmis vissi það ekki fyrr en ég fór sjálf að grúska í þessu að afi minn fékk berkla í olnboga og það stóð til að taka af honum handlegginn. En langamma mín kom í veg fyrir það. Hann hélt handleggnum. Var reyndar með frekar visinn og snúinn handlegg og gat þess vegna ekki þvegið sér sjálfur um hárið. Ég hélt alltaf að þetta væri ástarjátning ömmu til afa að þvo honum um árið en þetta voru sem sagt berklarnir,“ segir María.Nánar má fræðast um söfnunina hér. Eyjafjarðarsveit Menning Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Fleiri fréttir „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum Sjá meira
Hópfjármögnun á berklasafni í Eyjafjarðarsveit er á lokametrunum. Stofnandin safnsins segir að mikilvægt sé að halda sögu Hvíta dauðans, eins og berklaveikin var kölluð, á lofti enda hafi hann haft áhrif á fjölmarga Íslendinga. Að Kristnesi í Eyjafjarðarsveit er draumur Maríu Pálsdóttur um berklasafn á æskuslóðum hennar óðum að verða að veruleika. Hún vinnur nú hörðum höndum að því að setja upp safnið í gömlu starfsmannahúsi sem var að drabbast niður. Berklar skipa stóran sess í sögu Kristness enda var þar reist berklahæli árið 1927 sem fylltist fljótt af fárveikum berklasjúklingum. Sjúkrahúsið á Akureyri er nú með starfsemi í aðalhúsinu á meðan sum hús sem tengdust hælinu hafa ekki fengið ný hlutverk, þar til nú. „Þau hafa látið á sjá síðan ég var krakki og lék mér hérna og ég hugsaði: Af hverju gerir ekki einhver eitthvað. Svo bara laust því í höfuðið á mér. Af hverju geri ég ekki eitthvað og þá fór boltinn að rúlla og ég að hugsa. Mér fannst eðlilegast að tengja þetta við sögu staðarins,“ segir María Pálsdóttir, stofnandi safnsins. María, ásamt samstarfsfélaga sínum Auði Ösp, hefur unnið hörðum höndum að því að koma húsinu í stand og vonast hún til þess að safnið geti opnað í vor. Fjármögnun verkefnisins fer í gegnum hópfjármögnunarsíðuna Karolina Fund og er á lokametrunum. Aðeins vantar nokkur þúsund krónur upp í þær 2,8 milljónir sem María vill safna til þess að geta opnað safnið. Hún vonast til þess að ná takmarkinu enda segir hún mikilvægt að saga berklaveikinnar falli ekki í gleymsku.Ekki er langt í land.Mynd/Skjáskot„Það var kannski ekkert hugguleg hugmynd, berklar, en því meira sem ég stúderaði og grúskaði og skoðaði og spurði, því forvitnilegri fannst mér þessi saga og því mikilvægara fannst mér að halda henni á lofti, ekki gleyma henni og ekki týna henni og gera eitthvað við hana,“ segir María. Þannig hafi hún fljótt komist að því að berklaveikin hafi snert gríðarlega marga Íslendinga, þar á meðal hennar eigin fjölskyldu. „Ég til dæmis vissi það ekki fyrr en ég fór sjálf að grúska í þessu að afi minn fékk berkla í olnboga og það stóð til að taka af honum handlegginn. En langamma mín kom í veg fyrir það. Hann hélt handleggnum. Var reyndar með frekar visinn og snúinn handlegg og gat þess vegna ekki þvegið sér sjálfur um hárið. Ég hélt alltaf að þetta væri ástarjátning ömmu til afa að þvo honum um árið en þetta voru sem sagt berklarnir,“ segir María.Nánar má fræðast um söfnunina hér.
Eyjafjarðarsveit Menning Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Fleiri fréttir „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum Sjá meira