Hópfjármögnun á berklasafni á lokametrunum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. janúar 2019 20:00 Hópfjármögnun á berklasafni í Eyjafjarðarsveit er á lokametrunum. Stofnandin safnsins segir að mikilvægt sé að halda sögu Hvíta dauðans, eins og berklaveikin var kölluð, á lofti enda hafi hann haft áhrif á fjölmarga Íslendinga. Að Kristnesi í Eyjafjarðarsveit er draumur Maríu Pálsdóttur um berklasafn á æskuslóðum hennar óðum að verða að veruleika. Hún vinnur nú hörðum höndum að því að setja upp safnið í gömlu starfsmannahúsi sem var að drabbast niður. Berklar skipa stóran sess í sögu Kristness enda var þar reist berklahæli árið 1927 sem fylltist fljótt af fárveikum berklasjúklingum. Sjúkrahúsið á Akureyri er nú með starfsemi í aðalhúsinu á meðan sum hús sem tengdust hælinu hafa ekki fengið ný hlutverk, þar til nú. „Þau hafa látið á sjá síðan ég var krakki og lék mér hérna og ég hugsaði: Af hverju gerir ekki einhver eitthvað. Svo bara laust því í höfuðið á mér. Af hverju geri ég ekki eitthvað og þá fór boltinn að rúlla og ég að hugsa. Mér fannst eðlilegast að tengja þetta við sögu staðarins,“ segir María Pálsdóttir, stofnandi safnsins. María, ásamt samstarfsfélaga sínum Auði Ösp, hefur unnið hörðum höndum að því að koma húsinu í stand og vonast hún til þess að safnið geti opnað í vor. Fjármögnun verkefnisins fer í gegnum hópfjármögnunarsíðuna Karolina Fund og er á lokametrunum. Aðeins vantar nokkur þúsund krónur upp í þær 2,8 milljónir sem María vill safna til þess að geta opnað safnið. Hún vonast til þess að ná takmarkinu enda segir hún mikilvægt að saga berklaveikinnar falli ekki í gleymsku.Ekki er langt í land.Mynd/Skjáskot„Það var kannski ekkert hugguleg hugmynd, berklar, en því meira sem ég stúderaði og grúskaði og skoðaði og spurði, því forvitnilegri fannst mér þessi saga og því mikilvægara fannst mér að halda henni á lofti, ekki gleyma henni og ekki týna henni og gera eitthvað við hana,“ segir María. Þannig hafi hún fljótt komist að því að berklaveikin hafi snert gríðarlega marga Íslendinga, þar á meðal hennar eigin fjölskyldu. „Ég til dæmis vissi það ekki fyrr en ég fór sjálf að grúska í þessu að afi minn fékk berkla í olnboga og það stóð til að taka af honum handlegginn. En langamma mín kom í veg fyrir það. Hann hélt handleggnum. Var reyndar með frekar visinn og snúinn handlegg og gat þess vegna ekki þvegið sér sjálfur um hárið. Ég hélt alltaf að þetta væri ástarjátning ömmu til afa að þvo honum um árið en þetta voru sem sagt berklarnir,“ segir María.Nánar má fræðast um söfnunina hér. Eyjafjarðarsveit Menning Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Hópfjármögnun á berklasafni í Eyjafjarðarsveit er á lokametrunum. Stofnandin safnsins segir að mikilvægt sé að halda sögu Hvíta dauðans, eins og berklaveikin var kölluð, á lofti enda hafi hann haft áhrif á fjölmarga Íslendinga. Að Kristnesi í Eyjafjarðarsveit er draumur Maríu Pálsdóttur um berklasafn á æskuslóðum hennar óðum að verða að veruleika. Hún vinnur nú hörðum höndum að því að setja upp safnið í gömlu starfsmannahúsi sem var að drabbast niður. Berklar skipa stóran sess í sögu Kristness enda var þar reist berklahæli árið 1927 sem fylltist fljótt af fárveikum berklasjúklingum. Sjúkrahúsið á Akureyri er nú með starfsemi í aðalhúsinu á meðan sum hús sem tengdust hælinu hafa ekki fengið ný hlutverk, þar til nú. „Þau hafa látið á sjá síðan ég var krakki og lék mér hérna og ég hugsaði: Af hverju gerir ekki einhver eitthvað. Svo bara laust því í höfuðið á mér. Af hverju geri ég ekki eitthvað og þá fór boltinn að rúlla og ég að hugsa. Mér fannst eðlilegast að tengja þetta við sögu staðarins,“ segir María Pálsdóttir, stofnandi safnsins. María, ásamt samstarfsfélaga sínum Auði Ösp, hefur unnið hörðum höndum að því að koma húsinu í stand og vonast hún til þess að safnið geti opnað í vor. Fjármögnun verkefnisins fer í gegnum hópfjármögnunarsíðuna Karolina Fund og er á lokametrunum. Aðeins vantar nokkur þúsund krónur upp í þær 2,8 milljónir sem María vill safna til þess að geta opnað safnið. Hún vonast til þess að ná takmarkinu enda segir hún mikilvægt að saga berklaveikinnar falli ekki í gleymsku.Ekki er langt í land.Mynd/Skjáskot„Það var kannski ekkert hugguleg hugmynd, berklar, en því meira sem ég stúderaði og grúskaði og skoðaði og spurði, því forvitnilegri fannst mér þessi saga og því mikilvægara fannst mér að halda henni á lofti, ekki gleyma henni og ekki týna henni og gera eitthvað við hana,“ segir María. Þannig hafi hún fljótt komist að því að berklaveikin hafi snert gríðarlega marga Íslendinga, þar á meðal hennar eigin fjölskyldu. „Ég til dæmis vissi það ekki fyrr en ég fór sjálf að grúska í þessu að afi minn fékk berkla í olnboga og það stóð til að taka af honum handlegginn. En langamma mín kom í veg fyrir það. Hann hélt handleggnum. Var reyndar með frekar visinn og snúinn handlegg og gat þess vegna ekki þvegið sér sjálfur um hárið. Ég hélt alltaf að þetta væri ástarjátning ömmu til afa að þvo honum um árið en þetta voru sem sagt berklarnir,“ segir María.Nánar má fræðast um söfnunina hér.
Eyjafjarðarsveit Menning Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira