Filippus segist „fullur iðrunar“ vegna árekstursins í nýbirtu bréfi Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. janúar 2019 09:05 Filippus prins er mikill áhugamaður um bíla. Hann varð valdur að árekstri í síðustu viku. Getty/Max Mumby Flippus prins, hertogi af Edinborg, hefur beðið konu sem slasaðist í árekstri sem hann var valdur að afsökunar. Filippus skrifaði konunni bréf þar sem hann sagðist „miður sín“ vegna atviksisins en konan hafði áður lýst því yfir að hún væri óánægð með viðbrögð konungshjónanna í málinu. Fjölmiðlar greindu frá árekstrinum í síðustu viku en slysið varð þegar Filippus, sem er 97 ára, ók bíl sínum á KIA-bifreið nærri herragarði bresku konungsfjölskyldunnar í Sandringham í Norfolk á Bretlandseyjum þann 17. janúar síðastliðinn. Filippus slapp ómeiddur frá árekstrinum en farþegi hins bílsins, hin 46 ára gamla Emma Fairweather, úlnliðsbrotnaði.Sjá einnig: Drottningin sögð hafa óbeit á hraðakstri prinsins Fairweather hefur lýst yfir óánægju með Filippus og Elísabetu Bretadrottningu, eiginkonu hans, í kjölfar árekstursins. Skömmu eftir slysið tjáði hún breskum fjölmiðlum að hertoginn hafi ekki einu sinni beðið sig afsökunar. Þá hafi skilaboð sem Filippus og Elísabet sendu henni strax eftir slysið verið óskiljanleg auk þess sem þau hafi ekki óskað henni bata.Hertoginn fullur iðrunar Nú hefur hins vegar komið fram að Filippus sendi Fairweather bréf, skrifað fjórum dögum eftir slysið, þar sem hann biður hana afsökunar. Bréfið er birt í heild á vef breska götublaðsins Sunday Mirror en þar segist hertoginn „miður sín“ vegna slyssins. Þá kemur hann á framfæri óskum um „skjótan bata“ Fairweather og bætir við að hann sé „nokkuð sleginn“ eftir áreksturinn. „Mér hefur síðar verið tjáð að þú hafir handleggsbrotnað. Mér þykir mjög fyrir þessum meiðslum.“ Filippus gerir jafnframt frekari grein fyrir tildrögum slyssins en hann segir í bréfinu að hann hafi oft ekið umræddan veg og sé meðvitaður um umferðarþungann á svæðinu. „Með öðrum orðum, sólin var lágt á lofti yfir aðalveginum. Við venjuleg skilyrði hefði ég ekki átt í vandræðum með að sjá umferðina nálgast,“ skrifar hertoginn. „[…] og ég er fullur iðrunar yfir afleiðingunum.“ Segir bréfið einlægt Fairweather virðist hafa tekið konungshjónin í sátt og segist ánægð með bréfið, sérstaklega þar sem hann hafi ritað skírnarnafn sitt undir en ekki titilinn. Það hafi gefið bréfinu einlægan og persónulegan blæ. Þá hafi hertoginn loksins viðurkennt áfallið sem hún hafi orðið fyrir vegna slyssins. Bretar hafa fylgst náið með slysinu og eftirmálum þess síðustu daga. Hertoginn var einn í Landrover Freelander-bifreið sinni þegar hann ók inn á aðalveginn af beygjuakrein, með þeim afleiðingum að bifreið hans hafnaði á KIA-bifreiðinni með Fairweather innanborðs. Vinkona Fairweather ók bílnum og þá var níu mánaða sonur hennar í aftursætinu. Bretland England Kóngafólk Tengdar fréttir Fylgjast náið með ferðum prinsins: „Hefur ekki einu sinni beðist afsökunar“ Prinsinn myndaður einn í nýjum Land Rover og án sætisbeltis tveimur dögum eftir áreksturinn. 19. janúar 2019 23:45 Munu ekki veita Filippusi prins afslátt við rannsókn bílslyss Drottningamaðurinn slapp ómeiddur frá bílslysi á fimmtudaginn. 19. janúar 2019 19:21 Drottningin sögð hafa haft óbeit á hraðakstri prinsins Telur nokkuð víst að hún hafi beðið prinsinn um að hætta akstri eftir áreksturinn. 24. janúar 2019 10:05 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Fleiri fréttir Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles Sjá meira
Flippus prins, hertogi af Edinborg, hefur beðið konu sem slasaðist í árekstri sem hann var valdur að afsökunar. Filippus skrifaði konunni bréf þar sem hann sagðist „miður sín“ vegna atviksisins en konan hafði áður lýst því yfir að hún væri óánægð með viðbrögð konungshjónanna í málinu. Fjölmiðlar greindu frá árekstrinum í síðustu viku en slysið varð þegar Filippus, sem er 97 ára, ók bíl sínum á KIA-bifreið nærri herragarði bresku konungsfjölskyldunnar í Sandringham í Norfolk á Bretlandseyjum þann 17. janúar síðastliðinn. Filippus slapp ómeiddur frá árekstrinum en farþegi hins bílsins, hin 46 ára gamla Emma Fairweather, úlnliðsbrotnaði.Sjá einnig: Drottningin sögð hafa óbeit á hraðakstri prinsins Fairweather hefur lýst yfir óánægju með Filippus og Elísabetu Bretadrottningu, eiginkonu hans, í kjölfar árekstursins. Skömmu eftir slysið tjáði hún breskum fjölmiðlum að hertoginn hafi ekki einu sinni beðið sig afsökunar. Þá hafi skilaboð sem Filippus og Elísabet sendu henni strax eftir slysið verið óskiljanleg auk þess sem þau hafi ekki óskað henni bata.Hertoginn fullur iðrunar Nú hefur hins vegar komið fram að Filippus sendi Fairweather bréf, skrifað fjórum dögum eftir slysið, þar sem hann biður hana afsökunar. Bréfið er birt í heild á vef breska götublaðsins Sunday Mirror en þar segist hertoginn „miður sín“ vegna slyssins. Þá kemur hann á framfæri óskum um „skjótan bata“ Fairweather og bætir við að hann sé „nokkuð sleginn“ eftir áreksturinn. „Mér hefur síðar verið tjáð að þú hafir handleggsbrotnað. Mér þykir mjög fyrir þessum meiðslum.“ Filippus gerir jafnframt frekari grein fyrir tildrögum slyssins en hann segir í bréfinu að hann hafi oft ekið umræddan veg og sé meðvitaður um umferðarþungann á svæðinu. „Með öðrum orðum, sólin var lágt á lofti yfir aðalveginum. Við venjuleg skilyrði hefði ég ekki átt í vandræðum með að sjá umferðina nálgast,“ skrifar hertoginn. „[…] og ég er fullur iðrunar yfir afleiðingunum.“ Segir bréfið einlægt Fairweather virðist hafa tekið konungshjónin í sátt og segist ánægð með bréfið, sérstaklega þar sem hann hafi ritað skírnarnafn sitt undir en ekki titilinn. Það hafi gefið bréfinu einlægan og persónulegan blæ. Þá hafi hertoginn loksins viðurkennt áfallið sem hún hafi orðið fyrir vegna slyssins. Bretar hafa fylgst náið með slysinu og eftirmálum þess síðustu daga. Hertoginn var einn í Landrover Freelander-bifreið sinni þegar hann ók inn á aðalveginn af beygjuakrein, með þeim afleiðingum að bifreið hans hafnaði á KIA-bifreiðinni með Fairweather innanborðs. Vinkona Fairweather ók bílnum og þá var níu mánaða sonur hennar í aftursætinu.
Bretland England Kóngafólk Tengdar fréttir Fylgjast náið með ferðum prinsins: „Hefur ekki einu sinni beðist afsökunar“ Prinsinn myndaður einn í nýjum Land Rover og án sætisbeltis tveimur dögum eftir áreksturinn. 19. janúar 2019 23:45 Munu ekki veita Filippusi prins afslátt við rannsókn bílslyss Drottningamaðurinn slapp ómeiddur frá bílslysi á fimmtudaginn. 19. janúar 2019 19:21 Drottningin sögð hafa haft óbeit á hraðakstri prinsins Telur nokkuð víst að hún hafi beðið prinsinn um að hætta akstri eftir áreksturinn. 24. janúar 2019 10:05 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Fleiri fréttir Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles Sjá meira
Fylgjast náið með ferðum prinsins: „Hefur ekki einu sinni beðist afsökunar“ Prinsinn myndaður einn í nýjum Land Rover og án sætisbeltis tveimur dögum eftir áreksturinn. 19. janúar 2019 23:45
Munu ekki veita Filippusi prins afslátt við rannsókn bílslyss Drottningamaðurinn slapp ómeiddur frá bílslysi á fimmtudaginn. 19. janúar 2019 19:21
Drottningin sögð hafa haft óbeit á hraðakstri prinsins Telur nokkuð víst að hún hafi beðið prinsinn um að hætta akstri eftir áreksturinn. 24. janúar 2019 10:05