Maduro gefur lítið fyrir afarkosti Evrópuríkja Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. janúar 2019 14:40 Nicolás Maduro. Í bakgrunn má sjá málverk af frelsishetjunni Simóni Bolívar Carlos Becerra/Getty Nicolás Maduro, forseti Venesúela, hafnar alfarið afarkostum sem nokkur stærstu ríki Evrópu, hafa sett honum þar sem þess var krafist að hann héldi kosningar í landinu innan næstu átta daga, ellegar myndu ríkin viðurkenna leiðtoga stjórnarandstöðunnar, Juan Guiadó, sem forseta landsins. Bretland, Frakkland, Spánn og Þýskaland sendu Maduro tóninn í gær þar sem ríkin hótuðu því að viðurkenna ekki stjórn hans í landinu ef ekki yrði af kosningunum. Bandaríkin hafa þegar lýst því yfir að þau styðji Guaidó sem forseta Venesúela. Í viðtali við CNN Türk í Tyrklandi sagðist Maduro hafna þessum afarkostum sem sér væru settir og hélt því fram að tilkall Guaidó bryti í bága við stjórnarskrá Venesúela. Þá sagði hann ólíklegt, en ekki ómögulegt, að hægt væri að koma á samtali og jafnvel fundi milli hans og Donalds Trump Bandaríkjaforseta.Juan Guaidó hefur get tilkall til forsetastóls Venesúela.Carlos Becerra/GettyMeðal þeirra ríkja sem standa við bakið á Maduro og tilkalli hans til áframhaldandi setu á valdastól eru Rússland, Kúba og Tyrkland. Mikil ólga ríkir nú í Venesúela en mótmæli og matarskortur hafa nánast verið daglegt brauð í lífi borgara íbúa landsins undir stjórn Maduro. Afar óstöðugt efnahagsástand er í landinu en gert er ráð fyrir að verðbólga í landinu muni hækka upp í tíu milljón prósent á þessu ári. Þá hafa meira en þrjár milljónir hafa flúið ástandið til nágrannalanda Venesúela frá því Hugo Chávez, forveri Maduro í starfi og flokksbróðir, tók við völdum í landinu eftir byltingu kennda við rómansk-amerísku frelsishetjuna Simón Bolívar. Venesúela Tengdar fréttir Kallar eftir afstöðu allra ríkja til Venesúela Utanríkisráðherra Bandaríkjanna var ómyrkur í máli á fundi öryggisráðs Sameinuðu Þjóðanna. 26. janúar 2019 16:16 Útilokar ekki að slíta viðskiptasambandi við Maduro Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að íslensk stjórnvöld hyggist gera allt sem í þeirra valdi stendur til að knýja á um nýjar kosningar í Venesúela. Hann segist ekki útiloka að hætta öllum viðskiptum við ríkisstjórn Nicolas Maduro, forseta Venesúela. 26. janúar 2019 21:30 Evrópurisar setja forseta Venesúela afarkosti Enn þrengir að Nicolás Maduro og stjórn hans í landinu. 26. janúar 2019 14:13 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Nicolás Maduro, forseti Venesúela, hafnar alfarið afarkostum sem nokkur stærstu ríki Evrópu, hafa sett honum þar sem þess var krafist að hann héldi kosningar í landinu innan næstu átta daga, ellegar myndu ríkin viðurkenna leiðtoga stjórnarandstöðunnar, Juan Guiadó, sem forseta landsins. Bretland, Frakkland, Spánn og Þýskaland sendu Maduro tóninn í gær þar sem ríkin hótuðu því að viðurkenna ekki stjórn hans í landinu ef ekki yrði af kosningunum. Bandaríkin hafa þegar lýst því yfir að þau styðji Guaidó sem forseta Venesúela. Í viðtali við CNN Türk í Tyrklandi sagðist Maduro hafna þessum afarkostum sem sér væru settir og hélt því fram að tilkall Guaidó bryti í bága við stjórnarskrá Venesúela. Þá sagði hann ólíklegt, en ekki ómögulegt, að hægt væri að koma á samtali og jafnvel fundi milli hans og Donalds Trump Bandaríkjaforseta.Juan Guaidó hefur get tilkall til forsetastóls Venesúela.Carlos Becerra/GettyMeðal þeirra ríkja sem standa við bakið á Maduro og tilkalli hans til áframhaldandi setu á valdastól eru Rússland, Kúba og Tyrkland. Mikil ólga ríkir nú í Venesúela en mótmæli og matarskortur hafa nánast verið daglegt brauð í lífi borgara íbúa landsins undir stjórn Maduro. Afar óstöðugt efnahagsástand er í landinu en gert er ráð fyrir að verðbólga í landinu muni hækka upp í tíu milljón prósent á þessu ári. Þá hafa meira en þrjár milljónir hafa flúið ástandið til nágrannalanda Venesúela frá því Hugo Chávez, forveri Maduro í starfi og flokksbróðir, tók við völdum í landinu eftir byltingu kennda við rómansk-amerísku frelsishetjuna Simón Bolívar.
Venesúela Tengdar fréttir Kallar eftir afstöðu allra ríkja til Venesúela Utanríkisráðherra Bandaríkjanna var ómyrkur í máli á fundi öryggisráðs Sameinuðu Þjóðanna. 26. janúar 2019 16:16 Útilokar ekki að slíta viðskiptasambandi við Maduro Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að íslensk stjórnvöld hyggist gera allt sem í þeirra valdi stendur til að knýja á um nýjar kosningar í Venesúela. Hann segist ekki útiloka að hætta öllum viðskiptum við ríkisstjórn Nicolas Maduro, forseta Venesúela. 26. janúar 2019 21:30 Evrópurisar setja forseta Venesúela afarkosti Enn þrengir að Nicolás Maduro og stjórn hans í landinu. 26. janúar 2019 14:13 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Kallar eftir afstöðu allra ríkja til Venesúela Utanríkisráðherra Bandaríkjanna var ómyrkur í máli á fundi öryggisráðs Sameinuðu Þjóðanna. 26. janúar 2019 16:16
Útilokar ekki að slíta viðskiptasambandi við Maduro Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að íslensk stjórnvöld hyggist gera allt sem í þeirra valdi stendur til að knýja á um nýjar kosningar í Venesúela. Hann segist ekki útiloka að hætta öllum viðskiptum við ríkisstjórn Nicolas Maduro, forseta Venesúela. 26. janúar 2019 21:30
Evrópurisar setja forseta Venesúela afarkosti Enn þrengir að Nicolás Maduro og stjórn hans í landinu. 26. janúar 2019 14:13