Vernd persónuupplýsinga – breytt heimsmynd Helga Þórisdóttir skrifar 28. janúar 2019 07:00 Alþjóðlegi persónuverndardagurinn er haldinn í 13. skipti í dag, mánudaginn 28. janúar 2019. Sá dagur hefur verið haldinn hátíðlegur með vísan til fyrsta alþjóðlega samningsins á sviði persónuverndar, Evrópuráðssamningsins, frá 28. janúar 1981. Til þess að mæta kröfum tæknibyltingarinnar hefur ný og uppfærð útgáfa af samningnum verið unnin og er hún nú í fullgildingarferli, en samningurinn var undirritaður fyrir Íslands hönd þann 21. nóvember síðastliðinn. Augu opnast fyrir afleiðingum af vinnslu persónuupplýsinga Hugsið ykkur hvaða áhrif olía hafði á heiminn áður fyrr. Það sama er að gerast með persónugreinanleg gögn í dag. Segja má að þessi samanburður í heimildarmyndinni Democracy, sem lýsir vegferð þess frumvarps sem varð að hinni nýju evrópsku persónuverndarlöggjöf, segi meira en mörg orð. Hvern hefði grunað fyrir nokkrum árum að öflugustu og verðmætustu fyrirtæki heims yrðu þau sem vinna með gögn um okkur – oft án þess að við vitum um það? Hvern hefði grunað að hægt væri að kortleggja nær öll okkar nettengdu samskipti, hvort sem er í einkalífinu eða í samskiptum við fyrirtæki, og á stundum einnig við hið opinbera og sveitarfélög? Og hvern hefði grunað að hægt væri með lítilli fyrirhöfn að komast inn á nettengd snjalltæki og fá þannig hljóð og mynd frá einkaheimilum, nú eða hringja í snjallúr barna – taka stjórn á þeim, hlera þau og koma skilaboðum til barna, án þess að foreldrar viti af? Eða að hægt væri að gera atlögu að innviðum samfélaga með þessum nettengdu tækjum og lama þannig starfsemi sjúkrahúsa og orkuvera, svo dæmi séu tekin? Og hvern hefði grunað að fyrirtæki myndu misnota persónuupplýsingar á samfélagsmiðlum með þeim hætti að uppi séu efasemdir um hvort kosningar verði einhvern tíma aftur frjálsar og lýðræðislegar – eins og Cambridge Analytica-hneykslið sýndi fram á? Þá vissu væntanlega fáir að hugsun þeirra sem hönnuðu Internetið snerist einungis um að koma vöru og þjónustu á framfæri. Í engu var hugað að persónuvernd notenda. Fögnum tækniframförum – en aðgát skal höfð Allir geta verið sammála um að almennt beri að fagna framþróun í vísindum og tækni en tækniframfarir undanfarinna ára með gríðargögn, gervigreind og sjálfvirka ákvörðunartöku véla fremsta í flokki hafa leitt af sér áleitnar spurningar um hvernig samfélagi við viljum lifa í. Útgangspunkturinn er að við eigum ekki að þurfa að deila öllum okkar persónuupplýsingum með öðrum til að eiga gott líf. Við eigum hins vegar rétt á að vita hver vinnur upplýsingar um okkur, hvenær og í hvaða tilgangi. Þetta eru raunveruleg réttindi sem ber að virða. Höfundur er forstjóri Persónuverndar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Tækni Helga Þórisdóttir Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar. Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Sjá meira
Alþjóðlegi persónuverndardagurinn er haldinn í 13. skipti í dag, mánudaginn 28. janúar 2019. Sá dagur hefur verið haldinn hátíðlegur með vísan til fyrsta alþjóðlega samningsins á sviði persónuverndar, Evrópuráðssamningsins, frá 28. janúar 1981. Til þess að mæta kröfum tæknibyltingarinnar hefur ný og uppfærð útgáfa af samningnum verið unnin og er hún nú í fullgildingarferli, en samningurinn var undirritaður fyrir Íslands hönd þann 21. nóvember síðastliðinn. Augu opnast fyrir afleiðingum af vinnslu persónuupplýsinga Hugsið ykkur hvaða áhrif olía hafði á heiminn áður fyrr. Það sama er að gerast með persónugreinanleg gögn í dag. Segja má að þessi samanburður í heimildarmyndinni Democracy, sem lýsir vegferð þess frumvarps sem varð að hinni nýju evrópsku persónuverndarlöggjöf, segi meira en mörg orð. Hvern hefði grunað fyrir nokkrum árum að öflugustu og verðmætustu fyrirtæki heims yrðu þau sem vinna með gögn um okkur – oft án þess að við vitum um það? Hvern hefði grunað að hægt væri að kortleggja nær öll okkar nettengdu samskipti, hvort sem er í einkalífinu eða í samskiptum við fyrirtæki, og á stundum einnig við hið opinbera og sveitarfélög? Og hvern hefði grunað að hægt væri með lítilli fyrirhöfn að komast inn á nettengd snjalltæki og fá þannig hljóð og mynd frá einkaheimilum, nú eða hringja í snjallúr barna – taka stjórn á þeim, hlera þau og koma skilaboðum til barna, án þess að foreldrar viti af? Eða að hægt væri að gera atlögu að innviðum samfélaga með þessum nettengdu tækjum og lama þannig starfsemi sjúkrahúsa og orkuvera, svo dæmi séu tekin? Og hvern hefði grunað að fyrirtæki myndu misnota persónuupplýsingar á samfélagsmiðlum með þeim hætti að uppi séu efasemdir um hvort kosningar verði einhvern tíma aftur frjálsar og lýðræðislegar – eins og Cambridge Analytica-hneykslið sýndi fram á? Þá vissu væntanlega fáir að hugsun þeirra sem hönnuðu Internetið snerist einungis um að koma vöru og þjónustu á framfæri. Í engu var hugað að persónuvernd notenda. Fögnum tækniframförum – en aðgát skal höfð Allir geta verið sammála um að almennt beri að fagna framþróun í vísindum og tækni en tækniframfarir undanfarinna ára með gríðargögn, gervigreind og sjálfvirka ákvörðunartöku véla fremsta í flokki hafa leitt af sér áleitnar spurningar um hvernig samfélagi við viljum lifa í. Útgangspunkturinn er að við eigum ekki að þurfa að deila öllum okkar persónuupplýsingum með öðrum til að eiga gott líf. Við eigum hins vegar rétt á að vita hver vinnur upplýsingar um okkur, hvenær og í hvaða tilgangi. Þetta eru raunveruleg réttindi sem ber að virða. Höfundur er forstjóri Persónuverndar
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun