Vilja sömu laun og aðrir sauðfjárbændur Sveinn Arnarsson skrifar 28. janúar 2019 06:00 Tekist á um fé. vísir/gva Kaupfélag Skagfirðinga og sláturhús Kaupfélags Vestur-Húnvetninga sem staðsett er á Hvammstanga hafa ákveðið að greiða viðbótargreiðslu á allt lambakjöt sem lagt var inn síðastliðið haust. Viðbótargreiðsla til sauðfjárbænda nemur um 10 prósentum á innlegg í ágústmánuði og um sex prósenta viðbótargreiðsla verður greidd fyrir innlegg bænda í september og október. Í tilkynningu frá kaupfélögunum segir að ágæt sala hafi verið á afurðum og að krónan hafi veikst á tímabilinu sem skapi nokkuð ágætan grundvöll til að greiða bændum þessa viðbót. En það eru ekki allir sem hafa fengið þessa hækkun og hafa bændur sem lögðu inn til Norðlenska sent fyrirtækinu áskorun um að greiða sama álag til þeirra. „Félag sauðfjárbænda við Eyjafjörð, Félag sauðfjárbænda í Suður-Þingeyjarsýslu, Félag sauðfjárbænda á Héraði og Fjörðum og Félag sauðfjárbænda á Suðurfjörðum skorar á Norðlenska ehf. að greiða innleggjendum sauðfjárafurða uppbót á haustinnlegg 2018 að lágmarki sambærilega öðrum sláturleyfishöfum,“ segir í kröfugerðinni frá bændum til fyrirtækisins. Sauðfjárframleiðsla hefur á síðustu árum staðið illa og hefur verið nokkuð tap af framleiðslu sauðfjárafurða upp á síðkastið. Stjórnvöld og bændur hafa reynt eftir fremsta megni að flytja meira út af dýrum vöðvum til að stemma stigu við framleiðslutapinu.Uppfært:Í fyrri útgáfu fréttarinnar var sagt að Kaupfélag Vestur-Húnvetninga væri á Blönduósi en hið rétta er að það er á Hvammstanga. Þetta hefur verið leiðrétt. Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Sjá meira
Kaupfélag Skagfirðinga og sláturhús Kaupfélags Vestur-Húnvetninga sem staðsett er á Hvammstanga hafa ákveðið að greiða viðbótargreiðslu á allt lambakjöt sem lagt var inn síðastliðið haust. Viðbótargreiðsla til sauðfjárbænda nemur um 10 prósentum á innlegg í ágústmánuði og um sex prósenta viðbótargreiðsla verður greidd fyrir innlegg bænda í september og október. Í tilkynningu frá kaupfélögunum segir að ágæt sala hafi verið á afurðum og að krónan hafi veikst á tímabilinu sem skapi nokkuð ágætan grundvöll til að greiða bændum þessa viðbót. En það eru ekki allir sem hafa fengið þessa hækkun og hafa bændur sem lögðu inn til Norðlenska sent fyrirtækinu áskorun um að greiða sama álag til þeirra. „Félag sauðfjárbænda við Eyjafjörð, Félag sauðfjárbænda í Suður-Þingeyjarsýslu, Félag sauðfjárbænda á Héraði og Fjörðum og Félag sauðfjárbænda á Suðurfjörðum skorar á Norðlenska ehf. að greiða innleggjendum sauðfjárafurða uppbót á haustinnlegg 2018 að lágmarki sambærilega öðrum sláturleyfishöfum,“ segir í kröfugerðinni frá bændum til fyrirtækisins. Sauðfjárframleiðsla hefur á síðustu árum staðið illa og hefur verið nokkuð tap af framleiðslu sauðfjárafurða upp á síðkastið. Stjórnvöld og bændur hafa reynt eftir fremsta megni að flytja meira út af dýrum vöðvum til að stemma stigu við framleiðslutapinu.Uppfært:Í fyrri útgáfu fréttarinnar var sagt að Kaupfélag Vestur-Húnvetninga væri á Blönduósi en hið rétta er að það er á Hvammstanga. Þetta hefur verið leiðrétt.
Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Sjá meira