Innlent

Hundelt af íslenskum lögregluþjónum í Hollandi

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Inga Lind Gunnarsdóttir flutti fíkniefni til landsins um miðjan tíunda áratuginn.
Inga Lind Gunnarsdóttir flutti fíkniefni til landsins um miðjan tíunda áratuginn. Skjáskot
Inga Lind Gunnarsdóttir segir sögu sína í fyrsta þætti nýrrar þáttaraðar Burðardýra, sem sýndur verður á Stöð 2 í kvöld. Inga var fengin til að flytja inn fíkniefni frá Amsterdam um miðjan tíunda áratug síðustu aldar.

Hún var stöðvuð af tollvörðum við komuna til landsins, eftir að hafa verið hundelt af íslenskum lögregluþjónum í Hollandi. „Ég var aldrei að fara með þetta drasl heim,“ segir Inga.

Í þættinum lýsir Inga jafnframt lífshlaupi sínu sem markast hefur af margvíslegum áföllum, allt frá því að hún var lítil stúlka á Akranesi. Stöðugt partýstand á heimilinu, alkóhólismi móður hennar og misnoktun frænda síns settu svip á barnæsku Ingu, áður en hún varð sjálf fíkniefnadjöflinum að bráð.

Hér að neðan má sjá brot úr þætti kvöldsins. Í því má heyra Ingu lýsa afdrifaríkri ferð sinni til Amsterdam, þangað sem hún og þáverandi kærasti hennar fóru til að sækja amfetamín, kókaín og e-pillur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×