Staðan í viðræðum SA og verkalýðsfélaganna endurmetin á föstudag Jóhann K. Jóhannsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 28. janúar 2019 10:53 Frá fundinum í morgun. vísir/vilhelm Formaður VR segir enn of snemmt að segja til um hvort viðræður VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur komi til með að leiða til átaka á vinnumarkaði en fundað var í kjaraviðræðum verkalýðsfélaganna við Samtök atvinnulífsins í morgun. Framkvæmdastjóri SA segir að staðan í viðræðunum verði endurmetin í lok vikunnar. Fulltrúar VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Grindavíkur og fulltrúar Samtaka atvinnulífsins mættu til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan tíu í morgun en fyrir fundinn sátu fulltrúar verkalýðsfélaganna saman og stilltu saman strengi sína. Gert er ráð fyrir að samningsaðilar komi til með að hittast þrisvar sinnum í þessari viku, í dag, miðvikudag og föstudag. Ákveðið var í síðustu viku að setja aukinn kraft í viðræðurnar og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir umræðulisti dagsins sé þéttur. „Við erum að fara núna í þessari viku að fara yfir máls sem að hafði verið vísað til okkar af undirhópum sem að eru langt komnir sem sína vinnu, þannig að við erum svona að renna yfir marga þætti kjarasamningsins sem að snúa að hinum ýmsu kröfum þannig að verkefnalisti vikunnar er þétt skipaður og nóg að ræða um,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR fyrir fundinn í morgun. Í síðustu viku kynntu stjórnvöld tillögur sínar um uppbyggingu í húsnæðismálum og lögðust tillögurnar vel í forystumenn verkalýðshreyfingarinnar en kallað hefur verið eftir því að tillögurnar verði fjármagnaðar og þeim hrint í framkvæmd sem Ragnar er bjartsýnn á að takist. „Eins og með húsnæðistillögurnar, tillögur eru tillögur. Síðan verður að sjá bara hvort okkur tekst að semja um magntölur á bakvið tillögurnar, þær ráða úrslitum að sjálfsögðu um hvort það verði raunverulegt þjóðarátak í húsnæðismálum eða ekki en ég er bjartsýnn á að það takist, allavega var hópurinn mjög samheldinn,“ segir Ragnar. Ragnar segir enn ekki ljóst hvort viðræður við Samtök atvinnulífsins komi til með að leiða til sátta eða átaka á vinnumarkaði. „Það er ómögulegt að segja á þessari stundu, það verður bara að koma í ljós en við erum að ræða saman það er það sem skiptir máli,“ segir Ragnar. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir það góðs viti að menn séu að ræða saman. „Það er margt að ræða og af nógu að taka en ég hef alltaf sagt, hver fundur færir okkur nær lausn og ég vona að það eigi við í dag líka,“ sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins fyrir fundinn í morgun. Halldór segir að staðan í viðræðum verkalýðsfélaganna og Samtaka atvinnulífsins verður endurmetin á föstudag. „Það liggur fyrir að við munum hittast nokkrum sinnum í þessari viku og síðan í lok vikunnar munum við taka stöðuna varðandi framhaldið,“ sagði Halldór Benjamín.Fréttin hefur verið uppfærð. Kjaramál Tengdar fréttir Boðað til þriggja funda hjá sáttasemjara í næstu viku Fundi í kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins lauk á tólfta tímanum í dag en fundurinn hófst klukkan 10 í morgun. Búið er að boða til þriggja funda í deilunni í næstu viku. 23. janúar 2019 12:09 Segir húsnæðistillögurnar ekki breyta því að fólk eigi skilið mannsæmandi laun Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að tillögur átakshóps forsætisráðherra um lausnir á húsnæðisvandanum breyti ekki þeirri skoðun sinni að fólk eigi skili mannsæmandi laun fyrir vinnuframlag sitt. 23. janúar 2019 14:11 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Sjá meira
Formaður VR segir enn of snemmt að segja til um hvort viðræður VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur komi til með að leiða til átaka á vinnumarkaði en fundað var í kjaraviðræðum verkalýðsfélaganna við Samtök atvinnulífsins í morgun. Framkvæmdastjóri SA segir að staðan í viðræðunum verði endurmetin í lok vikunnar. Fulltrúar VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Grindavíkur og fulltrúar Samtaka atvinnulífsins mættu til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan tíu í morgun en fyrir fundinn sátu fulltrúar verkalýðsfélaganna saman og stilltu saman strengi sína. Gert er ráð fyrir að samningsaðilar komi til með að hittast þrisvar sinnum í þessari viku, í dag, miðvikudag og föstudag. Ákveðið var í síðustu viku að setja aukinn kraft í viðræðurnar og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir umræðulisti dagsins sé þéttur. „Við erum að fara núna í þessari viku að fara yfir máls sem að hafði verið vísað til okkar af undirhópum sem að eru langt komnir sem sína vinnu, þannig að við erum svona að renna yfir marga þætti kjarasamningsins sem að snúa að hinum ýmsu kröfum þannig að verkefnalisti vikunnar er þétt skipaður og nóg að ræða um,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR fyrir fundinn í morgun. Í síðustu viku kynntu stjórnvöld tillögur sínar um uppbyggingu í húsnæðismálum og lögðust tillögurnar vel í forystumenn verkalýðshreyfingarinnar en kallað hefur verið eftir því að tillögurnar verði fjármagnaðar og þeim hrint í framkvæmd sem Ragnar er bjartsýnn á að takist. „Eins og með húsnæðistillögurnar, tillögur eru tillögur. Síðan verður að sjá bara hvort okkur tekst að semja um magntölur á bakvið tillögurnar, þær ráða úrslitum að sjálfsögðu um hvort það verði raunverulegt þjóðarátak í húsnæðismálum eða ekki en ég er bjartsýnn á að það takist, allavega var hópurinn mjög samheldinn,“ segir Ragnar. Ragnar segir enn ekki ljóst hvort viðræður við Samtök atvinnulífsins komi til með að leiða til sátta eða átaka á vinnumarkaði. „Það er ómögulegt að segja á þessari stundu, það verður bara að koma í ljós en við erum að ræða saman það er það sem skiptir máli,“ segir Ragnar. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir það góðs viti að menn séu að ræða saman. „Það er margt að ræða og af nógu að taka en ég hef alltaf sagt, hver fundur færir okkur nær lausn og ég vona að það eigi við í dag líka,“ sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins fyrir fundinn í morgun. Halldór segir að staðan í viðræðum verkalýðsfélaganna og Samtaka atvinnulífsins verður endurmetin á föstudag. „Það liggur fyrir að við munum hittast nokkrum sinnum í þessari viku og síðan í lok vikunnar munum við taka stöðuna varðandi framhaldið,“ sagði Halldór Benjamín.Fréttin hefur verið uppfærð.
Kjaramál Tengdar fréttir Boðað til þriggja funda hjá sáttasemjara í næstu viku Fundi í kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins lauk á tólfta tímanum í dag en fundurinn hófst klukkan 10 í morgun. Búið er að boða til þriggja funda í deilunni í næstu viku. 23. janúar 2019 12:09 Segir húsnæðistillögurnar ekki breyta því að fólk eigi skilið mannsæmandi laun Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að tillögur átakshóps forsætisráðherra um lausnir á húsnæðisvandanum breyti ekki þeirri skoðun sinni að fólk eigi skili mannsæmandi laun fyrir vinnuframlag sitt. 23. janúar 2019 14:11 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Sjá meira
Boðað til þriggja funda hjá sáttasemjara í næstu viku Fundi í kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins lauk á tólfta tímanum í dag en fundurinn hófst klukkan 10 í morgun. Búið er að boða til þriggja funda í deilunni í næstu viku. 23. janúar 2019 12:09
Segir húsnæðistillögurnar ekki breyta því að fólk eigi skilið mannsæmandi laun Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að tillögur átakshóps forsætisráðherra um lausnir á húsnæðisvandanum breyti ekki þeirri skoðun sinni að fólk eigi skili mannsæmandi laun fyrir vinnuframlag sitt. 23. janúar 2019 14:11