Staðan í viðræðum SA og verkalýðsfélaganna endurmetin á föstudag Jóhann K. Jóhannsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 28. janúar 2019 10:53 Frá fundinum í morgun. vísir/vilhelm Formaður VR segir enn of snemmt að segja til um hvort viðræður VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur komi til með að leiða til átaka á vinnumarkaði en fundað var í kjaraviðræðum verkalýðsfélaganna við Samtök atvinnulífsins í morgun. Framkvæmdastjóri SA segir að staðan í viðræðunum verði endurmetin í lok vikunnar. Fulltrúar VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Grindavíkur og fulltrúar Samtaka atvinnulífsins mættu til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan tíu í morgun en fyrir fundinn sátu fulltrúar verkalýðsfélaganna saman og stilltu saman strengi sína. Gert er ráð fyrir að samningsaðilar komi til með að hittast þrisvar sinnum í þessari viku, í dag, miðvikudag og föstudag. Ákveðið var í síðustu viku að setja aukinn kraft í viðræðurnar og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir umræðulisti dagsins sé þéttur. „Við erum að fara núna í þessari viku að fara yfir máls sem að hafði verið vísað til okkar af undirhópum sem að eru langt komnir sem sína vinnu, þannig að við erum svona að renna yfir marga þætti kjarasamningsins sem að snúa að hinum ýmsu kröfum þannig að verkefnalisti vikunnar er þétt skipaður og nóg að ræða um,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR fyrir fundinn í morgun. Í síðustu viku kynntu stjórnvöld tillögur sínar um uppbyggingu í húsnæðismálum og lögðust tillögurnar vel í forystumenn verkalýðshreyfingarinnar en kallað hefur verið eftir því að tillögurnar verði fjármagnaðar og þeim hrint í framkvæmd sem Ragnar er bjartsýnn á að takist. „Eins og með húsnæðistillögurnar, tillögur eru tillögur. Síðan verður að sjá bara hvort okkur tekst að semja um magntölur á bakvið tillögurnar, þær ráða úrslitum að sjálfsögðu um hvort það verði raunverulegt þjóðarátak í húsnæðismálum eða ekki en ég er bjartsýnn á að það takist, allavega var hópurinn mjög samheldinn,“ segir Ragnar. Ragnar segir enn ekki ljóst hvort viðræður við Samtök atvinnulífsins komi til með að leiða til sátta eða átaka á vinnumarkaði. „Það er ómögulegt að segja á þessari stundu, það verður bara að koma í ljós en við erum að ræða saman það er það sem skiptir máli,“ segir Ragnar. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir það góðs viti að menn séu að ræða saman. „Það er margt að ræða og af nógu að taka en ég hef alltaf sagt, hver fundur færir okkur nær lausn og ég vona að það eigi við í dag líka,“ sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins fyrir fundinn í morgun. Halldór segir að staðan í viðræðum verkalýðsfélaganna og Samtaka atvinnulífsins verður endurmetin á föstudag. „Það liggur fyrir að við munum hittast nokkrum sinnum í þessari viku og síðan í lok vikunnar munum við taka stöðuna varðandi framhaldið,“ sagði Halldór Benjamín.Fréttin hefur verið uppfærð. Kjaramál Tengdar fréttir Boðað til þriggja funda hjá sáttasemjara í næstu viku Fundi í kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins lauk á tólfta tímanum í dag en fundurinn hófst klukkan 10 í morgun. Búið er að boða til þriggja funda í deilunni í næstu viku. 23. janúar 2019 12:09 Segir húsnæðistillögurnar ekki breyta því að fólk eigi skilið mannsæmandi laun Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að tillögur átakshóps forsætisráðherra um lausnir á húsnæðisvandanum breyti ekki þeirri skoðun sinni að fólk eigi skili mannsæmandi laun fyrir vinnuframlag sitt. 23. janúar 2019 14:11 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Sjá meira
Formaður VR segir enn of snemmt að segja til um hvort viðræður VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur komi til með að leiða til átaka á vinnumarkaði en fundað var í kjaraviðræðum verkalýðsfélaganna við Samtök atvinnulífsins í morgun. Framkvæmdastjóri SA segir að staðan í viðræðunum verði endurmetin í lok vikunnar. Fulltrúar VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Grindavíkur og fulltrúar Samtaka atvinnulífsins mættu til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan tíu í morgun en fyrir fundinn sátu fulltrúar verkalýðsfélaganna saman og stilltu saman strengi sína. Gert er ráð fyrir að samningsaðilar komi til með að hittast þrisvar sinnum í þessari viku, í dag, miðvikudag og föstudag. Ákveðið var í síðustu viku að setja aukinn kraft í viðræðurnar og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir umræðulisti dagsins sé þéttur. „Við erum að fara núna í þessari viku að fara yfir máls sem að hafði verið vísað til okkar af undirhópum sem að eru langt komnir sem sína vinnu, þannig að við erum svona að renna yfir marga þætti kjarasamningsins sem að snúa að hinum ýmsu kröfum þannig að verkefnalisti vikunnar er þétt skipaður og nóg að ræða um,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR fyrir fundinn í morgun. Í síðustu viku kynntu stjórnvöld tillögur sínar um uppbyggingu í húsnæðismálum og lögðust tillögurnar vel í forystumenn verkalýðshreyfingarinnar en kallað hefur verið eftir því að tillögurnar verði fjármagnaðar og þeim hrint í framkvæmd sem Ragnar er bjartsýnn á að takist. „Eins og með húsnæðistillögurnar, tillögur eru tillögur. Síðan verður að sjá bara hvort okkur tekst að semja um magntölur á bakvið tillögurnar, þær ráða úrslitum að sjálfsögðu um hvort það verði raunverulegt þjóðarátak í húsnæðismálum eða ekki en ég er bjartsýnn á að það takist, allavega var hópurinn mjög samheldinn,“ segir Ragnar. Ragnar segir enn ekki ljóst hvort viðræður við Samtök atvinnulífsins komi til með að leiða til sátta eða átaka á vinnumarkaði. „Það er ómögulegt að segja á þessari stundu, það verður bara að koma í ljós en við erum að ræða saman það er það sem skiptir máli,“ segir Ragnar. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir það góðs viti að menn séu að ræða saman. „Það er margt að ræða og af nógu að taka en ég hef alltaf sagt, hver fundur færir okkur nær lausn og ég vona að það eigi við í dag líka,“ sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins fyrir fundinn í morgun. Halldór segir að staðan í viðræðum verkalýðsfélaganna og Samtaka atvinnulífsins verður endurmetin á föstudag. „Það liggur fyrir að við munum hittast nokkrum sinnum í þessari viku og síðan í lok vikunnar munum við taka stöðuna varðandi framhaldið,“ sagði Halldór Benjamín.Fréttin hefur verið uppfærð.
Kjaramál Tengdar fréttir Boðað til þriggja funda hjá sáttasemjara í næstu viku Fundi í kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins lauk á tólfta tímanum í dag en fundurinn hófst klukkan 10 í morgun. Búið er að boða til þriggja funda í deilunni í næstu viku. 23. janúar 2019 12:09 Segir húsnæðistillögurnar ekki breyta því að fólk eigi skilið mannsæmandi laun Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að tillögur átakshóps forsætisráðherra um lausnir á húsnæðisvandanum breyti ekki þeirri skoðun sinni að fólk eigi skili mannsæmandi laun fyrir vinnuframlag sitt. 23. janúar 2019 14:11 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Sjá meira
Boðað til þriggja funda hjá sáttasemjara í næstu viku Fundi í kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins lauk á tólfta tímanum í dag en fundurinn hófst klukkan 10 í morgun. Búið er að boða til þriggja funda í deilunni í næstu viku. 23. janúar 2019 12:09
Segir húsnæðistillögurnar ekki breyta því að fólk eigi skilið mannsæmandi laun Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að tillögur átakshóps forsætisráðherra um lausnir á húsnæðisvandanum breyti ekki þeirri skoðun sinni að fólk eigi skili mannsæmandi laun fyrir vinnuframlag sitt. 23. janúar 2019 14:11