Formaður Landssambands lögreglumanna undrandi á ákæru á hendur lögreglumanni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. janúar 2019 20:24 Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna. Vísir Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, er undrandi á ákæru sem embætti héraðssaksóknara gaf út á hendur lögreglumanni á Suðurlandi. Var lögreglumaðurinn ákærður fyrir gáleysi og brot í starfi með því að hafa ekki beitt lögmætum aðferðum þegar hann þvingaði bíl út af Þjórsárdalsvegi í maí í fyrra. Snorri var til viðtals í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þar sagðist hann undrandi á ákærunni þar sem aðferðin sem lögreglumaðurinn hafi beitt sé viðurkennd þegar komi að því að stöðva bifreiðar á flótta undan lögreglu, bæði hérlendis og á öðrum vesturlöndum. Í viðtalinu segir Snorri að maðurinn hafi verið á flótta undan lögreglu og kominn út í almenna umferð. Hann segir augljóst að af því hljóti að skapast hætta og bendir á þann mikla fjölda erlendra ferðamanna á bílaleigubílum sem finna megi í umferðinni, ásamt fleiru. „Ég veit ekki hvernig lögregla á að bregðast við í svona málum í framtíðinni ef að þær starfsaðferðir sem kenndar hafa verið teljast allt í einu vera gáleysi, ég átta mig ekki alveg á því.“ Snorri kveðst ekki þess kunnugur að mál af svipuðum toga hafi ratað dómstólaleiðina og segir lögreglu í fjöldamörg ár hafa beitt þessari aðferð við að stöðva för fólks. Þá staðfestir Snorri að lögreglumaðurinn sem um ræðir hafi hlotið sérþjálfun í hvernig eigi að stöðva för ökutækja sem lögregla veitir eftirför.Ef þetta verður dæmd ólögmæt stöðvun, í hvaða stöðu er lögreglan þá?„Ja, þá er ljóst að það þarf að fara að taka upp einhverjar aðrar vinnuaðferðir við þetta og kenna þær þá ítarlega. Ég veit ekki hvaða aðferðir það ættu að vera sem við gætum verið að taka upp, öðruvísi eða betri en þær sem kenndar eru úti um allan hinn vestræna heim. Ég get bara ekki svarað því,“ sagði Snorri. Viðtalið við Snorra má heyra í heild sinni hér að neðan. Lögreglumál Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Lögreglumaður sakaður um að beita ólögmætum aðferðum við að þvinga bíl af veginum Ökumaðurinn brotnaði á hálslið og hlaut langt sár á hnakka sem var opið inn að höfuðkúpu. 28. janúar 2019 14:08 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Fleiri fréttir Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Sjá meira
Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, er undrandi á ákæru sem embætti héraðssaksóknara gaf út á hendur lögreglumanni á Suðurlandi. Var lögreglumaðurinn ákærður fyrir gáleysi og brot í starfi með því að hafa ekki beitt lögmætum aðferðum þegar hann þvingaði bíl út af Þjórsárdalsvegi í maí í fyrra. Snorri var til viðtals í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þar sagðist hann undrandi á ákærunni þar sem aðferðin sem lögreglumaðurinn hafi beitt sé viðurkennd þegar komi að því að stöðva bifreiðar á flótta undan lögreglu, bæði hérlendis og á öðrum vesturlöndum. Í viðtalinu segir Snorri að maðurinn hafi verið á flótta undan lögreglu og kominn út í almenna umferð. Hann segir augljóst að af því hljóti að skapast hætta og bendir á þann mikla fjölda erlendra ferðamanna á bílaleigubílum sem finna megi í umferðinni, ásamt fleiru. „Ég veit ekki hvernig lögregla á að bregðast við í svona málum í framtíðinni ef að þær starfsaðferðir sem kenndar hafa verið teljast allt í einu vera gáleysi, ég átta mig ekki alveg á því.“ Snorri kveðst ekki þess kunnugur að mál af svipuðum toga hafi ratað dómstólaleiðina og segir lögreglu í fjöldamörg ár hafa beitt þessari aðferð við að stöðva för fólks. Þá staðfestir Snorri að lögreglumaðurinn sem um ræðir hafi hlotið sérþjálfun í hvernig eigi að stöðva för ökutækja sem lögregla veitir eftirför.Ef þetta verður dæmd ólögmæt stöðvun, í hvaða stöðu er lögreglan þá?„Ja, þá er ljóst að það þarf að fara að taka upp einhverjar aðrar vinnuaðferðir við þetta og kenna þær þá ítarlega. Ég veit ekki hvaða aðferðir það ættu að vera sem við gætum verið að taka upp, öðruvísi eða betri en þær sem kenndar eru úti um allan hinn vestræna heim. Ég get bara ekki svarað því,“ sagði Snorri. Viðtalið við Snorra má heyra í heild sinni hér að neðan.
Lögreglumál Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Lögreglumaður sakaður um að beita ólögmætum aðferðum við að þvinga bíl af veginum Ökumaðurinn brotnaði á hálslið og hlaut langt sár á hnakka sem var opið inn að höfuðkúpu. 28. janúar 2019 14:08 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Fleiri fréttir Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Sjá meira
Lögreglumaður sakaður um að beita ólögmætum aðferðum við að þvinga bíl af veginum Ökumaðurinn brotnaði á hálslið og hlaut langt sár á hnakka sem var opið inn að höfuðkúpu. 28. janúar 2019 14:08