Alþingi ítrekað gengið fram hjá Siðfræðistofnun Háskóla Íslands Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 29. janúar 2019 07:30 Vilhjálmur Árnason (t.v.) stjórnarformaður Siðfræðistofnunar. Siðfræðistofnun Háskóla Íslands var ekki meðal þeirra sem velferðarnefnd Alþingis óskaði umsagna frá um frumvarp heilbrigðisráðherra um þungunarrof þegar umsagnarbeiðnir voru sendar út þann 13. desember síðastliðinn. Meðal þeirra sem fengu umsagnarbeiðnir voru fjölmörg trúar- og lífsskoðunarfélög. Haft var eftir Halldóru Mogensen í Fréttablaðinu á laugardaginn að beiðni um umsögn frá stofnuninni hefði verið ítrekuð og henni veittur tveggja vikna frestur til viðbótar til að senda umsögn. „Siðfræðistofnun var ekki sent frumvarpið til umsagnar fyrr en á föstudaginn var eftir að þingmenn sem staddir voru á ársfundi Siðfræðistofnunar heyrðu að stofnuninni hafði ekki verið sent frumvarpið til umsagnar,“ segir Vilhjálmur Árnason, stjórnarformaður stofnunarinnar. Halldóra segist ekki hafa vitað betur en Siðfræðistofnun hafi fengið beiðni um umsögn. „Þetta hefur hreinlega yfirsést og ég ætla að senda Siðfræðistofnun tölvupóst og biðja þau afsökunar á því að hafa talað um ítrekun þegar okkur í nefndinni hefur klárlega yfirsést að bæta þeim á listann.“ Sjá einnig: Halldóra segir kvenfrelsi ekki eiga heima í höndum trúaðraVilhjálmur segir þetta ekki í fyrsta skipti sem gengið hafi verið fram hjá stofnuninni með mál af þessu tagi, því að ekki hafi verið óskað umsagnar hennar um frumvarp um breytingu á lögum um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði en leitað hafi verið umsagna 55 aðila um það mál. Í því tilviki hafi raunar heldur ekki verið leitað umsagna Vísindasiðanefndar en umrædd lög eru starfsgrundvöllur nefndarinnar. Aðspurður segist Vilhjálmur ekki gera athugasemdir við að óskað sé umsagna frá trúfélögum um mál sem varðað geta siðferðileg álitamál en það skjóti skökku við að fremur sé leitað til þeirra en Siðfræðistofnunar. Í nýjum samningi sem forsætisráðherra gerði við Siðfræðistofnun um ráðgjöf til stjórnvalda í siðfræðilegum efnum er þess getið að hvert og eitt ráðuneyti auk Alþingis geti óskað ráðgjafar Siðfræðistofnunar um tiltekin mál, þar á meðal um fyrirhugaða lagasetningu. Í frumvarpi um þungunarrof eru þeir taldir sem ráðuneytið leitaði til við samningu frumvarpsins. Siðfræðistofnun er ekki þeirra á meðal. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Þungunarrof Tengdar fréttir Halldóra segir kvenfrelsi ekki eiga heima í höndum trúaðra Yfir 50 umsagnir bárust velferðarnefnd um þungunarrof. Trúaðir hafa mikinn áhuga á málinu en Siðfræðistofnun sendi ekki inn umsögn. Formaður nefndarinnar vill að nefndin fjalli um málið á grundvelli vandaðra gagna. 26. janúar 2019 07:00 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Siðfræðistofnun Háskóla Íslands var ekki meðal þeirra sem velferðarnefnd Alþingis óskaði umsagna frá um frumvarp heilbrigðisráðherra um þungunarrof þegar umsagnarbeiðnir voru sendar út þann 13. desember síðastliðinn. Meðal þeirra sem fengu umsagnarbeiðnir voru fjölmörg trúar- og lífsskoðunarfélög. Haft var eftir Halldóru Mogensen í Fréttablaðinu á laugardaginn að beiðni um umsögn frá stofnuninni hefði verið ítrekuð og henni veittur tveggja vikna frestur til viðbótar til að senda umsögn. „Siðfræðistofnun var ekki sent frumvarpið til umsagnar fyrr en á föstudaginn var eftir að þingmenn sem staddir voru á ársfundi Siðfræðistofnunar heyrðu að stofnuninni hafði ekki verið sent frumvarpið til umsagnar,“ segir Vilhjálmur Árnason, stjórnarformaður stofnunarinnar. Halldóra segist ekki hafa vitað betur en Siðfræðistofnun hafi fengið beiðni um umsögn. „Þetta hefur hreinlega yfirsést og ég ætla að senda Siðfræðistofnun tölvupóst og biðja þau afsökunar á því að hafa talað um ítrekun þegar okkur í nefndinni hefur klárlega yfirsést að bæta þeim á listann.“ Sjá einnig: Halldóra segir kvenfrelsi ekki eiga heima í höndum trúaðraVilhjálmur segir þetta ekki í fyrsta skipti sem gengið hafi verið fram hjá stofnuninni með mál af þessu tagi, því að ekki hafi verið óskað umsagnar hennar um frumvarp um breytingu á lögum um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði en leitað hafi verið umsagna 55 aðila um það mál. Í því tilviki hafi raunar heldur ekki verið leitað umsagna Vísindasiðanefndar en umrædd lög eru starfsgrundvöllur nefndarinnar. Aðspurður segist Vilhjálmur ekki gera athugasemdir við að óskað sé umsagna frá trúfélögum um mál sem varðað geta siðferðileg álitamál en það skjóti skökku við að fremur sé leitað til þeirra en Siðfræðistofnunar. Í nýjum samningi sem forsætisráðherra gerði við Siðfræðistofnun um ráðgjöf til stjórnvalda í siðfræðilegum efnum er þess getið að hvert og eitt ráðuneyti auk Alþingis geti óskað ráðgjafar Siðfræðistofnunar um tiltekin mál, þar á meðal um fyrirhugaða lagasetningu. Í frumvarpi um þungunarrof eru þeir taldir sem ráðuneytið leitaði til við samningu frumvarpsins. Siðfræðistofnun er ekki þeirra á meðal.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Þungunarrof Tengdar fréttir Halldóra segir kvenfrelsi ekki eiga heima í höndum trúaðra Yfir 50 umsagnir bárust velferðarnefnd um þungunarrof. Trúaðir hafa mikinn áhuga á málinu en Siðfræðistofnun sendi ekki inn umsögn. Formaður nefndarinnar vill að nefndin fjalli um málið á grundvelli vandaðra gagna. 26. janúar 2019 07:00 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Halldóra segir kvenfrelsi ekki eiga heima í höndum trúaðra Yfir 50 umsagnir bárust velferðarnefnd um þungunarrof. Trúaðir hafa mikinn áhuga á málinu en Siðfræðistofnun sendi ekki inn umsögn. Formaður nefndarinnar vill að nefndin fjalli um málið á grundvelli vandaðra gagna. 26. janúar 2019 07:00