Bergþór stýrir fundi í umhverfis- og samgöngunefnd Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. janúar 2019 10:05 Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, er snúinn aftur á Alþingi eftir nokkurra vikna sjálfskipað launalaust leyfi eftir Klausturmálið. Vísir/Vilhelm Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, stýrir fundi umhverfis- og samgöngunefndar sem hófst klukkan 9 í morgun. Frá þessu er greint á vef Fréttablaðsins. Bergþór sneri aftur til þingstarfa í liðinni viku en hann tók sér ótímabundið leyfi frá þingstörfum í kjölfar Klaustursmálsins. Eins og kunnugt var Bergþór einn sex alþingismanna sem komu saman á Klaustur Bar í nóvember á síðasta ári þar sem ýmis niðrandi ummæli um samþingmenn þeirra og aðra nafntogaða einstaklinga voru látin falla. Samkvæmt samkomulagi þingflokka um nefndarstörf Alþingis fer stjórnarandstaðan með formennsku í þremur nefndum, áðurnefndri umhverfis- og samgöngunefnd, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og velferðarnefnd. Fyrir helgi benti Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, á það þegar staða Bergþórs í nefndinni hafði komið til umræðu að ákveðið hefði verið að stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, Samfylkingin, hefði fengið að velja fyrstu nefndina og svo koll af kolli. „Flokkarnir ráða því algjörlega sjálfir hvaða þingmenn eru valdir í formannssætið. Það er því Miðflokkurinn sem ræður því hver er formaður í umhverfis- og samgöngunefnd. Hinn valkosturinn er að rifta samkomulaginu og þá er allt undir og allir flokkar þurfa að setjast niður og finna aðra umgjörð um störf þingsins,“ sagði Oddný í færslu á Facebook-síðu sinni. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir „Kjörnir fulltrúar geta ekki haft þessar skoðanir“ Henry Alexander Henrysson, aðjúnkt við heimspekideild Háskóla Íslands og sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun, óttast að Miðflokksþingmennirnir Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson eigi ekki hæglega afturkvæmt á Alþingi eftir leyfið sem þeir tóku sér vegna Klaustursmálsins. 27. janúar 2019 12:02 Mótmæli á Austurvelli: „Hypjið ykkur af þingi!“ Færri sóttu mótmælin en höfðu boðað komu sína. 27. janúar 2019 15:35 Þingmenn utan flokka útiloka ekki að ganga til liðs við Miðflokkinn Líkur eru á að þingmennirnir tveir sem reknir voru úr Flokki fólksins gangi til liðs við Miðflokkinn. Hann yrði þá þriðji fjölmennasti þingflokkurinn á Alþingi og sá stærsti í stjórnarandstöðu. 25. janúar 2019 18:45 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Sjá meira
Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, stýrir fundi umhverfis- og samgöngunefndar sem hófst klukkan 9 í morgun. Frá þessu er greint á vef Fréttablaðsins. Bergþór sneri aftur til þingstarfa í liðinni viku en hann tók sér ótímabundið leyfi frá þingstörfum í kjölfar Klaustursmálsins. Eins og kunnugt var Bergþór einn sex alþingismanna sem komu saman á Klaustur Bar í nóvember á síðasta ári þar sem ýmis niðrandi ummæli um samþingmenn þeirra og aðra nafntogaða einstaklinga voru látin falla. Samkvæmt samkomulagi þingflokka um nefndarstörf Alþingis fer stjórnarandstaðan með formennsku í þremur nefndum, áðurnefndri umhverfis- og samgöngunefnd, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og velferðarnefnd. Fyrir helgi benti Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, á það þegar staða Bergþórs í nefndinni hafði komið til umræðu að ákveðið hefði verið að stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, Samfylkingin, hefði fengið að velja fyrstu nefndina og svo koll af kolli. „Flokkarnir ráða því algjörlega sjálfir hvaða þingmenn eru valdir í formannssætið. Það er því Miðflokkurinn sem ræður því hver er formaður í umhverfis- og samgöngunefnd. Hinn valkosturinn er að rifta samkomulaginu og þá er allt undir og allir flokkar þurfa að setjast niður og finna aðra umgjörð um störf þingsins,“ sagði Oddný í færslu á Facebook-síðu sinni.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir „Kjörnir fulltrúar geta ekki haft þessar skoðanir“ Henry Alexander Henrysson, aðjúnkt við heimspekideild Háskóla Íslands og sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun, óttast að Miðflokksþingmennirnir Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson eigi ekki hæglega afturkvæmt á Alþingi eftir leyfið sem þeir tóku sér vegna Klaustursmálsins. 27. janúar 2019 12:02 Mótmæli á Austurvelli: „Hypjið ykkur af þingi!“ Færri sóttu mótmælin en höfðu boðað komu sína. 27. janúar 2019 15:35 Þingmenn utan flokka útiloka ekki að ganga til liðs við Miðflokkinn Líkur eru á að þingmennirnir tveir sem reknir voru úr Flokki fólksins gangi til liðs við Miðflokkinn. Hann yrði þá þriðji fjölmennasti þingflokkurinn á Alþingi og sá stærsti í stjórnarandstöðu. 25. janúar 2019 18:45 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Sjá meira
„Kjörnir fulltrúar geta ekki haft þessar skoðanir“ Henry Alexander Henrysson, aðjúnkt við heimspekideild Háskóla Íslands og sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun, óttast að Miðflokksþingmennirnir Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson eigi ekki hæglega afturkvæmt á Alþingi eftir leyfið sem þeir tóku sér vegna Klaustursmálsins. 27. janúar 2019 12:02
Mótmæli á Austurvelli: „Hypjið ykkur af þingi!“ Færri sóttu mótmælin en höfðu boðað komu sína. 27. janúar 2019 15:35
Þingmenn utan flokka útiloka ekki að ganga til liðs við Miðflokkinn Líkur eru á að þingmennirnir tveir sem reknir voru úr Flokki fólksins gangi til liðs við Miðflokkinn. Hann yrði þá þriðji fjölmennasti þingflokkurinn á Alþingi og sá stærsti í stjórnarandstöðu. 25. janúar 2019 18:45